Já ég náði að skotrast snemma úr vinnunni á föstudag og skellti mér beint í útskrifarfögnuð hjá Árnýju og Heiðu glæsimeyjum sem luku skólavistinni frá FB með glæsibrag. Þær héldu smá samfögnuð á Felix ásamt tveimur öðrum. Annarri Heiðu sem var með mér í myndlist og Togga. Þetta var mjög vel heppnað og gaman að hitta svona marga sem maður þekkir samankomna. Við sigrún sáum langmest eftir því að hafa snúið okkur alfarið að bollunni því hún var nú meira djús en vodka held ég barasta sem hafði þær afleiðingar að við snerum okkur bara að tequila á barnum. Seinna um kvöldið hittum við svo aumingjans litla Manolo "hennar sigrúnar" sem var á seinasta djamminu sínu á Íslandi áður en hann snýr aftur heim til Spánar eftir ársdvöl á Íslandi. Hann var alveg á eyrnasneplunum og voðalega bljúgur eitthvað yfir þessari yfirvofandi heimför og að skilja hina sönnu ást eftir á Íslandi. Hann meira segja sá ofsalega eftir mér, þótt við höfum nú bara hist svona átta sinnum og þekkjumst ekki baun í bala. En í gær tók það mjög á hann að hitta mig aldrei aftur ásamt öllum öðrum á þessu yndislega landi. Ég sé mig í anda eftir rúmt ár þegar ég þarf kanski að skilja við Ítalíu og koma heim aftur og mun kreista fólk sem ég þekki voða lítið og segjast sakna þess meira en orð fá lýst. Auðvitað getur nú komið til þess að ég þurfi ekkert að skilja við þá.....ef ég verð bara áfram á Ítalíu....
Annars fannst mér hápuntur kvöldsins þegar Auðunn og Hákon tóku trylltan dans við lag með Sveittum gangavörðum, þeir áttu pleisið....enda einir á dansgólfinu!! Og vöktu eindæma lukku allra viðstaddra..... Búggíbúggí út á gólf....Fyrir þá sem vilja dansa....Búggíbúggí út á gólf....fyrir þá sem vilja dansa...... Bara eitt orð : Æðislegir Ég get samt ekki gert að því að finna örlítið fyrir því að ég sé að missa af einhverju.....allir eru að djamma í kvöld og ég er heima fyrir framan tölvuna á leið í bælið.... Þetta hefur alltaf verið stórt atriði hjá mér að ég get ekki misst af neinu, þarf helst alltaf að vera með!!!! Orðið sem blívar er FORGANGSRÖÐUN ég er að reyna að læra þetta orð og troða nytsemi þess inní hausinn á mér ásamt skipulagi og skynsemi en það hefur ekki borið mikinn árangur ennþá. Svo ég verð að nota gulrótina til að láta þetta virka.....TÍU DAGAR Í DANMÖRKU
You cant have it all er lærdómur dagsins í dag. Bara næstum því.... allavega ef maður fær góðan samning við atla..... Framsýni mín nær ekki til þess að það komi að skuldadögum....
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home