Einu sinni vorum við
Audi alveg á því að lausn allra okkar vandamála fælust í að hefja deitmenninguna til hærri virðingar á Íslandi. Það er að segja, hætta þessu rugli á djamminu og fara að hitta fólk við eðlilegar kringumstæður. Það sem þó flæktist fyrir okkur var það hvar í ósköpunum fólk virðist hittast ef ekki í gegnum vini eða á djamminu. Strákavinir okkar hafa sko ekki staðið sig sérlega vel í að koma með nýja stráka inní hópinn fyrir okkur, meðan hægt er að rekja velflest sambönd þeirra til stúlkna sem við þekkjum og höfum kynnt þá fyrir.. he he he athyglisvert!!!! Jæja hvað um það, jú það virðist vera til fólk sem hittist bara á bókasöfnum og stórmörkuðum og hið allra óskiljanlegasta í ræktinni. Í þessa nokkra mánuði yfir æfina sem ég hef stundað líkamsræktarstöð - meira segja world class takk fyrir - þá missti ég alveg að þeim húmor. Vá hvað ég var ekki í neinum þannig hugleiðingum meðan ég hljóp löðursveitt á helvítis hlaupabretti og horfði á opruh eða mtv eða eitthvað. Fanst ég allavega sjaldan neitt sexy með sveitt hár og rjóðar kinnar. Jæja ef það virkar fyrir einhverja...... svo finnst mér líka vöðvabúnt strákar einstaklega óheillandi. Þeir minna mig meira á naut en neitt annað og þessi ofurbrúnnka og hlýralausir bolir eru ekki að gera neitt fyrir mig. Átti oft í erfiðleikum með að hlæja ekki úr mér görnina þegar þeir voru ofureinbeittir á svip að lyfta og gáfu frá sér allskins einkennileg hljóð meðan á því stóð. Heyrði svo að það átti að auka afköstin um alveg 15% ef maður öskrar með þegar maður er að reyna á sig. Ég get ekki sagt að ég hafi fundið mig í því.
Þegar ég var í eitt ár að æfa afríska dansa var það lang mest konur og kanski einn og einn strákur sem flæktist með svo það var síður en svo svæði fyrir pikkupp línur. Þannig að okkur datt í hug að ná okkur bara í deit á hinu fræga einkamál.is. Ég hef heyrt sögur af því, og verð að viðurkenna þrátt fyrir persónulega fordóma fyrir því að finna sér skot á netinu, þá er það langt um heilbrigðari aðferð að kynnast einhverjum þar en að rúlla á einhvern á djamminu og gefa þeim símanúmerið sitt. Svo við ákváðum að skrá okkur saman og gá hvort það virkaði. Elli á svona netmyndavél og við létum hann taka myndir af okkur til að setja með í prófælið. Okkur fannst þetta samt ennþá eitthvað kjánalegt og gerðum aldrei neitt í þessu. En þessar Myndir hefðu nú örugglega trekt mikið að!!!! He he he
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home