Það var bara mjög gaman, en þó endasleppt þar sem ég var dregin heim hálf sex þegar ég var einmitt komin i aðalgírinn hefði getað djammað fram á næsta dag auðveldlega. Þegar maður er blankur þá verður maður víst að fylgja borgunarmanninum. Sérstaklega þegar hann er stúlka sem er búin að fá of mikið í hægri tánna og þarf að komast heim á nóinu. Hún pizzahutfélagi er alveg met. Sögurnar sem konan sagði mér af lífi sínu voru alveg til að slá allt út. Ég segi bara að allt það vesen sem ég hef komið mér í í gegnum tíðina er bara smámál í samanburði við þetta. Þetta er einsog með dópista, þeir finna sér félagskap sem er dýpra sokkinn og þá finnst þeim þeir ekkert vera illa staddir. Það er bara drulluerfitt að vera til og ennþá erfiðara að rata alltaf "réttan veg" og gera það sem passar. Hún á alla mína samúð þrátt fyrir að ég reyni að dangla í hana og segja að stundum bítur maður bara í það súra og málið nær ekki lengra en það. Alltaf gott að gefa ráð þótt maður fari sjaldan eftir þeim sjálfur, vandamálið er yfirleitt ekki "hvað er best fyrir mig að gera" heldur hvað maður svo gerir og hugsar sem maður ræður bara lítið við. Ég hef ekki nennt að skrifa alveg bara í viku......obbobb þessar 5 manneskur sem lesa bloggið mitt eru eflaust farnar að örvænta. Nú hef ég náttla verið símalaus og svona og lítið heyrst frá mér. Þær gleðifréttir eru á boðstólnum að ég fékk nýtt símakort á sama númer svo nú geta allir flett uppá gömlu góðu ástu í símanum sínum og hringt í mig hvenær sem þeir vilja. Samband mitt við heiminn er endurreist. Símadrulsan sem ég er með er orðin háaldraður og þarf að halda honum saman með teygju svo batteríið detti ekki af. Mjög sorglegur verð ég að segja. En virkar sem er feykinóg. Og hann er svo stór og þungur að ég týni honum ekki auðveldlega....... Já annars var ég ekkert sérlega spræk eftir síðustu helgi. Leið alveg hundilla útaf sumum hlutum. Tók samt á honum stóra mínum og feisaði vandamálin. Nei það er víst lygi, ég feisaði þau ekki ég leysti þau í gegnum síma. Hvað um það, það var erfitt mjög erfitt og lítið ánægjulegt. Helvítis samvista plagar mig endalaust. Reyni að halda í vonina að ég sé þá allavega ekki samviskulaus þótt ég sé stundum siðlaus. Núna var málið bara alls ekkert að ég væri vond, ég var alveg hreinskilin og ekkert rugl. Það er bara einhver geðveila í mér að taka byrðir heimsins á herðar mér stundum. Það eru sennilega kostir og gallar við það einsog allt, er bara ennþá að leyta að kostunum við áhyggjuflóðið.....
Jæja djammið herjar á mig úr öllum áttum, dregin út í gær, Á miðvikudaginn er eitthvað rosadjamm í vinnunni þar sem við förum í bláa lónið um daginn og allt flæðir í bjór og svo slaufa á það að fara út að borða á Casa Grande. Að sjálfsögðu frítt allt saman. Svo er Árný og Heiða að útskrifast á föstudaginn aldrei að vita nema maður fagni örlítið með þeim.... úfff og það er 18 dagar þangað til ég fer til danmerkur!!!!!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home