Hosted by Putfile.com





Fimm dagar í ferðina

Blanka litla ég sagði auðvitað já þegar mér var boðin aukavinna báða frídagana mína þangað til ég fer út, og þessvegna sat ég frá klukkan níu í morgun til fjögur og hringdi í tvöhundruð fyrirtæki og leitaði upplýsinga þar fyrir verkefnið. Gríðarlegt stuð, tíminn leið ótrúlega hratt enda er ég nokkuð góð í að tala í símann...... Verð samt að segja að ég var alveg orðin dofin í andlitinu af brosinu og kurteisisröddinni. Já já ég veit að það sér enginn hvernig maður lítur út í símanum, en ég verð samt alveg úrvinda að halda þjónustu kurteisisröddinni og þakklætinu til streitu í allan þennan tíma. Fyndið samt að tala við allt þetta fólk sem í 95% tilvika eru konur, svakalegur fjöldi af konum á skiptiborðum á landinu. Ætli það sé heldur ráðnar konur en karlar í þetta starf því konur séu hæfari í símasamskiptum.....? Kanski frekar að körlum finnst það ekki hennta sér að vinna við að svara í símann. Já ég spjallaði við konur og karla um allt land í þessum erindum mínum og skemmti sjálfri mér við það hvað það er auðvelt að heyra hvort fólk er stressað eða afslappað, með tyggjó eða geðvont, og hvað rólegt viðmót getur reddað öllu. Einn karl var ótrúlega fúll útí mig áður en hann hafði hugmynd um hvað ég var að segja og þverneitaði að styrkja mig....ég var sko alls ekkert að biðja um það.....svo baðst hann alveg innilega afsökunar og sagðist vera svo stressaður í dag. Ég vorkenndi honum smá, kanski er allt í vitleysu hjá þeim, kanski er konan hans vond við hann og danglar í hann. Kanski á hann yfir höfði sér að vera rekinn - hver veit? Já maður getur næstum því greint skapgerð í gegnum síma..... ég heyrði strax ef það voru stelpur á mínum aldri í sumarafleysingum, konur sem leiddist í vinnunni eða konur um fimmtugt sem sögðu já elskan mín, hvernig ætli ég hafi hljómað?

Í dag fór ég og sótt öll kortin sem ég var búin að sækja um, var auðvita löngu búin að brjóta og týna öllu þessháttar nema auðvitað ATLA mínum. Hann er geymdur nánst við hjarta mitt því án hans kemst ég ekki af. Svo gerðist ég svo fræg að eignast þennan líka glæsilega bakpoka, það var reyndar dáldið fyndið að ég rölti í gegnum kringluna eftir að sækja kortið mitt, og datt í hug að labba inní AVEDA snyrtivörubúðina sem mamma verslar oft í, og gá hvort ég sæi dáldið sem ég stel oft frá henni...... það var ein kona inni í búðinni að skoða - þegar ég lít upp sé ég Mömmu standa fyrir framan mig jafn hissa og mig. Talandi um lítið land. Jæja hún kíkir með mér í Nanoq því hún hefur mikla skoðun á ferðalagadóti og bakpokum, þar er hún sammála sölumanninum að ég eigi að kaupa bakpoka sem er 55lítra, því hann væri gæðalegri(og dýrari) en sá sem var 65lítra og 75lítra væri alltof stórt fyrir svona litla stúlku einsog mig. Ég hálf skammaðist mín, en lét mig hafa það að viðra þær skoðanir að hann væri bara of lítll - það kæmist alls ekki nóg í hann. Þau glottu bæði og sameinuðust um þá skoðun að það sem kæmist ekki í pokann væri hvort eð er ofaukið. Pakka létt er lykilorðið og þú hefur ekki við meira að gera í ferðina. Ég gat lítið sagt, og nú er ég hæstánægð enda er hann geðveikt flottur. Það hefur alltaf verið málið, að nú myndi ég læra að pakka bara því nauðsynlegasta enda á flakki í mánuð, en innst inni vissi ég að það tækist sennilega ekki..... Nú hef ég ekki um annað að ræða en að læra það. Ása keypti sér samt 75lítra því hún sagði að það væri ekki smuga að hún færi með minna, hún þekkti sjálfa sig betur en svo. Örlítil öfund.... he he he he Hún er sennilega raunsærri en ég, en ég smitast af henni móður minni sem finnst ég vera snarvitlaus að fara með tvenna sandala!! til hvers, þrír umgangar af fötum er feikinóg og svo skolar maður bara úr nærfötunum og lætur þau þorna yfir nótt...... En ég er nú ekki beint á leið í óbyggðirnar, kaupmannahöfn og gautaborg flokkast ekki sem survival staðir. Við gistum í tjaldi á hróarskeldu og á hultsfred og hugsanlega ef við flökkum smá eftir seinni hátíðina..... Logandi spenningur

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com