Flúði lærdóminn að venju í dag og varð endilega að skreppa og fá mér kaffi með henni gebbu bara svona rétt til að sjá að þa' er ennþá til heimur utan hússins míns.... Duttum inná sólon bara svona til að fá tilbreytingu frá hinum kaffihúsunum, það var mjög undarlegt að sjá þann stað í dagsbirtu... maður er vanur að troðast þar í gegnum þvögu sveitts og drukkins fólks en svo núna var hann voðalega rólegur og snyrtilegur. Jæja við gebba setjumst og fáum okkur mjólkmeðkaffi eða latte og eftir smá stund stendur upp maður og lemur með skeið í glas og biður um þögn. Þá var það söngvarinn þarna fyndni... Æi andskotinn hvað heitir hann ímyndið ykkur manninn með mikið af ljósu hári alltaf í jakkafötum og glansskóm og telur sig vera nýja íslenska frank sinatra frekar svona hvað á ég að segja - ömurlegur. En þó þannig að það er fyndið. Jæja hann stendur þarna og segist vera að samfagna með henni vinkonu sinni Elmu lísu sem er að fara að gifta sig ( sat á stóru borði með fullt af leikaraliði) já og hann ætlaði að taka lagið fyrir hana. Biður um þögn í salnum á meðan hann tæki Love me tender - acapella(án undirspils) Svo hefur maðurinn upp raust sína og syngur hástöfum og með tilþrifum þetta ljúfa lag. Jah, fólk vissi nú ekki hvaðan á það stóð veðrið, ég sá að fólk kímdi og átti erfitt með að halda niðri í sér hlátrinum. Við gebba gerðum okkar besta til að kremja niður hláturskrampann en það var ekki auðvelt skal ég segja. Þó fannst mér þetta mjög hressandi uppákoma....
Við erum allar hálfleiðar yfir þessu hurricane máli öllu saman, en gerður neitar að þetta sé útrætt, ætlar sko að skella sér á ebay og gá hvort þeir séu ekki með miða. Eða á TICKETMASTER.COM he he fyndið nafn. Ég er samt búin að grafa upp hátið í svíþjóð sem heitirHultsfred og lýst ekki illa á hana. Kanski kemur bara til þess að við skellum okkur í sænskt roadtrip og segjum HEJ ALLEIÚBBA í staðinn fyrir wunderbar. Líta á björtu hliðarnar, þótt mér finnist ennþá meira spennandi að fara til þýskalands líka. Jæja verð að slíta mig frá tölvunni og fara að læra óreglulegar sagnir í ítölsku..... Non é molto divertemente ma io devo studiare per questo esame. Si devano pensare bene a me!! Arrivaderci
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home