Hosted by Putfile.com





Góðan dag góðan dag

Það er þvílíkt sumar í lofti og ég er glöð og ennþá meira glöð. 14 DAGAR Í SKANDINAVÍU TÚRINN. Hef verið að vinna flest kvöld síðan skólanum lauk sem er nú barasta ágætt því þá græði ég kanski nokkrar krónur, allavega örlítið meira en ég næ að eyða.... Annars er ég mjög öflug í eyðslunni samt, þótt ég sé að spara þá má ég alveg vera að því að fara í bíó og kaffihús og kaupa mér efni þar sem ég þykist kunna að sauma....reyndar er það mamma textílhönnuður sem kann að sauma en hún er bara ekkert til viðtals því það er svo mikið að gera hjá henni. Mér finnst ég örlítið vanrækt dóttir að hún kasti ekki frá sér eitthvað af æfingum eða fundum eða kóræfingum eða hvurn fjandann það er sem hún er að gera alltaf. Svona er maður eigingjarn. Og svona eru foreldrar aldrei lausir við börnin, ennþá bý ég heima og hef þarfir þótt ég sé komin vel yfir tvítugt...hehe alveg bara tæp tvö ár yfir tvítugt.

Ég veit ég hef alveg horfið frá megabloggstuðinu sem var komið yfir mig um daginn. Allt í einu fékk ég smá sjokk að ég þurfi nú ekki að segja frá öllu sem gerist. Sumt má maður nú hafa út af fyrir sig. ´Mér fannst alltíeinu bara ekkert gaman að spauga með það sem var kanski ekkert fyndið, að minnsta kosti fanst mér það ekki fyndið lengur. Bara eiginlega sorglegt að fólki skuli líða illa og ennþá sorglegra þegar það er ég sem stuðla að því þótt það hafi ekkert verið viljandi. Þetta atvik fékk mig til að missa alla löngun til að standa í að byrja sambönd því þá er gefið mál að þau þurfa að enda einhversstaðar og það er leiðinlegt. Kanski er eitthvað að mér að velta því fyrir mér hvernig hlutirnir endi áður en þeir byrja en ég get ekki að því gert. Held samt í það með kjafti og klóm að best sé að vera bara hreinskilin frá byrjun og þá muni hlutirnir ekki fara í steik. Það er bara meira en að segja það að vera alltaf hreinskilin, sérstaklega í ljósi þess að fæstir vita yfir höfuð hvað það er sem þeir vilja. Ég er bara oft ekkert búin að gera það upp við mig, og maður spilar bara með, þannig endar maður stundum einhverstaðar þar sem maður ætlaði ekki beint að fara.....Get bara ekki vanið mig á að ákveða allt fyrir fram og skipuleggja tilveruna fra A-Ö. Hvað um það á morgun er ég á leið í bláa lónið með vinnunni minni þar sem er boðið uppá miklar veigar bæði á leiðinni, í lóninu og eftir lónið og að því loknu förum við út að borða, verður eflaust gaman allavega athyglisvert. Ástir og örlög á pizza hut er alveg efni í heilan sjónvarpsþátt, því miður er ég varla með í dramanu. Sem er nú kanski bara ágætis tilbreyting..... Ládeyðan sem ég hef líst yfir gríðarlegu hatri á, er bara næstum ákjósanleg í bili.....

Ég og Ása erum nánast tilbúnar fyrir ferðina.... Í gær fórum við í rúmfatalagerinn og festum kaup á glæsilegu silfurkúlutjaldi. Þvi ódýrasta sem til var á svæðinu...... Og þar rákumst við líka á algera nauðsynjahluti sem voru Frábærir stólar sem hægt er að brjóta saman og skella á öxlina með holum í báðum örmum til að geyma bjórinn.... SNILLD. Ég sé okkur í anda á hróarskeldu og getum sko fengið okkur sæti hvar sem er með þægilegu stólana og fengið okkur bjór í sólinni!!!!! Jess. Svo þurfum við aldrei að standa í biðröð, getum alltaf tillt okkur ef þreytan sest að .....!!! Svo keyptum við skærgult diskasett sem er líka greinilega nauðsynlegt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com