Hosted by Putfile.com





Obbobbobb svona liggur þá í því!!!! Mín er rétt að komast á réttan kjöl eftir ævintýri kosninganæturinnar. Er ekki sátt við úrslitin, þar sem stjórnin heldur meirihluta en þó er þetta nokkuð góður árangur að ná sjálfstæðismönnum niður!!! Ég er löngu búin að komast að því að rauðvín er ekki málið fyrir mig því ég fæ svo fáránlegan hausverk, en af einhverjum ástæðum þá gleymi ég því alltaf. Kvöldið í gær var að hluta til frábært, að hluta til algjörlega súrrealískt og að hluta til ömurlegt. Inní hópinn með frábæru hlutunum var að ég og Sigga mín (my secret crush!!!) fórum út að borða á borginni einsog eðalpæjur. Hún fékk nebla lotteríisvinnig á árshátíð og ákvað að fagna -næstum því próflokunum með ástinni sinni. Já mér sko. Hvort ég er núna komin í annað sætið á hennar ástarlista skal ekki rætt hér nánar en ég sætti mig við gang heimsins. Allavega þá fíluðum við okkur alveg í ræmur og strimla að valsa þarna inn með varalit og í pilsi. Voða miklar skvísur sko og pöntum glæsilegan lambarétt og flösku af góðu víni og rosa ísrétt í desert. Manni fanst maður alveg þurfa að sitja beinn í baki og vera rosalega penn. Það var smá átak fyrir mig en það tókst samt nokkuð vel held ég. Ég á alltaf soldið erfitt með að hemja mig, finnst hræðilega þvingandi að þjónninn kemur og hellir í glösin aftur og aftur og ég þurfti næstum að setjast ofan á hendurnar á mér til að stafla ekki sjálft diskunum. JÆJA þetta var Meiriháttar. Það lang lang lang lang besta við þetta var það að svo stóðum við bara upp þökkuðum fyrir okkur og löbbuðum út.....kostaði ekki krónu. Fór vel í mig get ég sagt þér.

Eftir þetta tók við bjór á brennslunni og svo kosningapartý hjá Kjartani vini okkar. Það var nokkuð skemmtileg stemming þar sem hluti af strákunum eru harðir sjálfstæðismenn og hluti eitilharðir vinstri grænir svo það vantaði ekki hitann í umræðurnar! Mjög hressandi samkoma, var samt snemma í ferðahug þar sem við sigga vorum ekki með neinar veigar. Þorstinn kallaði á miðbæinn. 11 var það heitin og þar tókum við smá drykkjuleik og svona til að koma mannskapnum í stemmingu. Ég var mjög bitur þar sem hausverkur var búinn að naga mig allt kvöldið. Ég ætlaði á fyllerí svo ég ákvað að hausverkurinn færi bara með bjórnum og fékk mér bara annann..... Fór nú vel að kippa í mína og tímaskynið er ekki alveg með á nótunum en skemmti mér bráðvel að þramma niður laugarveginn, sumar í lofti fólk á hverju horni og hin ágætasta stemming....Já enn einu sinni fékk ég svo sönnun á smæð landsins, ekki aðeins eru allir skyldir heldur hittir maður alltaf alla, þessi skoðun styrktist nú enn þegar sigrún er að babla á spænsku-slash-ítölsku og ég blanda mér í leikinn.....heyrðu snýr einn strákurinn sér ekki að mér og segir aahhhh Ásta...! Si Ciao sono Gianni. Þá var það auðvitað vanrækti ítalinn sem ég þekkti ekki í fljótu bragði. Sjálfstraust mitt í tjáningarhæfni minni á ítölsku er rock bottom þrátt fyrir að hafa verið í bæði skriflegu og hlustunarprói í gærmorgun og gekk mjög vel en ég var fljót að forða mér frá ítalagreyinu.

Mest fáránlegasta parti kvöldins eyddi ég svo með strák sem ætti sennilega skilið verðlaun fyrir hugmyndaauðgi í væmni. Ekki það að hann er að koma með rosalegar línur sem maður veit ekki hvort maður á að hlægja eða gráta. Svona eftir á finnst mér fyndið að ég held að hann hafi reynt að vera eins mikil sleikja og hann mögulega gæti og ég gerði mitt besta til að vera kaldhæðin dauðans snúa útur fyrir honum og bara gera honum lífið leitt. Svona er ég mikið svín. Honum er nær að koma með allar línurnar mörgum árum of seint. Ég hélt ég yrði ekki eldri þegar hann fór að kynna mig fyrir öllum sem fyrrverandi kærustuna sína. Hafði aldrei litið á hann beint þannig. Sko kærasti smærasti vorum við ekki fjórtán? Og held að "sambandið" hafi enst í kanski þrjár vikur. Með endemum saklaust, ég varð alveg BRJÁLUÐ þegar hann svo byrjaði með vinkonu minni eftir að hafa beðið hana að segja mér upp. Grunnskólasambönd í hnotskurn og samskiptamátinn eftir því. Hann gekk alveg framaf mér þegar ég tók áhlaup á fortíðina og maðurinn bara leggst á hnén og gólar upp beiðni sína fyrir gesti og gangandi og þverneitaði að standa upp nema ég lofaði einhverjum fögrum fyrirheitum. Mér fanst þetta bara ekki hið minnsta fyndið og hvæsti á hann að standa upp og hætta þessari vitleysu. Einhverjar stelpur sögðu ahhhhahhh æji en sætt ohhh eða eitthvað svona viðurstyggilegt og einhver maður sagði - Æi elskan mín ekki vera svona vond við hann, blablabla. Örugglega fyndið utanfrá séð, en ég var alveg með krosslagðar hendur og samankipraðan munn og hafði engan húmor fyrir þessari vellu. Ég meina þetta alls ekkert illa, þetta er eflaust mjög góður strákur að allri væmni slepptri. Það er samt bara fast í mér að allt sem er sagt með svona miklum fagurgala og hádramatík er bara ekki trúverðugt. Þegar maður fær línur einsog -Ég mun aldrei gleyma þeirri yndislegu persónu sem þú hefur að geyma- (Og by the way þá þekkir hann mig ekki baun í bala) og margt svo dramatískt að ég bara fer hjá mér þá fer ég að hugsa hvort maðurinn eigi við einhverja persónutruflanir að stríða. Mér dettur náttúrulega ekki í hug að hann meini orð af þessu, ég svona dett inní að spá hvað í fjandanum hann vanti. Mér finnst líklegra að hann sé í einhverju veðmáli og verði að koma einhverjum í rúmið strax og sé svo illa að sér að halda að svona dæmi virki nú vel á stelpur. Ja kanski einhverjar aðrar sem ekki eru að springa úr kaldhæðni. Hvað ef hann héldi nú samt að hann meinaði þetta hvað þá?

Sorgarfréttirnar eru þær að ég týndi símanum mínum í gær. Honum var stolið af barborðinu á glaumbar. Það er nú ljóta búllan hvort eð er. Oj barasta. Aumingja litla blanka ég á engann síma. Þannig að enginn getur hringt í mig lengur... Hmmm kanski gott og slæmt. Annar verulega absúrd tími af þessu kvöldi er að þegar mér tókst að týna öllum stelpunum, réttara sagt fóru þær heim eftir að hafa gefist upp á þessu keisi hjá mér og ég náði ekki í aðrar.... Þá sest ég á einhvern svona stall rétt hjá bæjarins bestu, klukkan er örugglega að slá í sex og það er stafalogn og þvílíkt falleg sól sem baðar allt þetta útúrdjammaða fólk. Það skapaðist alveg yndisleg stemming þarna, og mér til mikillar ánægju röltir framhjá mér maður sem er með gítar og ég dobla hann til að setjast hjá mér og taka lagið. Fleiri dregur að þar sem við sitjum í hippafílingnum og tröllum og allir með bros út að eyrum. Aumingja gítarleikarinn var hálf dapur, því konan hans var að fara frá honum og sagði hann mér allt um það og ég tók að mér að ráðleggja greyinu af allri minni kunnu færni í samskiptum kynjanna. Hann virtist taka vel í ráðin mín, svo fór nú að renna á mig tvær grímur þegar maðurinn stynur upp - Ásta veistu, ég hætti meira segja ALVEG að halda framhjá henni fyrir þremur árum. með svona smá stoltum tóni af afreki sínu sem samt augljóslega var mikið persónulegt sálarstríð. Þá datt úr mér hlátur. Og alltíeinu sá ég að hann var svona sætur sjarmur sem örugglega hefur brosað sig út úr öllum rifrildum hingað til og reddað þeim með blómum og svona já en elskan, ég elska þig.... og undirleitt bros. Hann væri greinilega alger player og gæti aldrei haldið í konuna sína nema hann tæki til við að vera hreinskilinn og hætta að koma sér undan öllum vandræðum. Mér til mikillar undrunar þá brosti hann til mín og blikkaði mig, held honum hafi bara fundist ég fyndin. Ég tilkynnti "mínum fyrrverandi" að hann væri alveg sama týpan með smeðjubrosið í gangi. Með því ýtti ég undir einhverja fáránlega male bonding senu þar sem gítarmaðurinn reyndi að gefa honum ráð og sagði honum að gera ekki sömu mistök og hann - Missa það sem skipti mestu máli. Klapp á bakið og the lot of it. Náðu þarna vel saman meðan ég stóð með opinn munninn og furðaði mig á því að þeir skildu vera að tala um mig! Og gítarmaðurinn hefur sennilega haldið að við værum eldgamalt par sem ætti íbúð og hefði íhugað að fara í hjónabandsmeðferð því það eru svo miklir erfiðleikar í sambandinu . Ég opna mig svo illa og held honum svo frá mér..... Þarna var nú ekki bara tímaskynið farið heldur bara allt raunveruleikaskynið. Ákvað að það væri tími til að koma mér heim áður en það hefðust viðræðum um barnanöfn og gæludýr.

Draugaðist svo heim uppúr sjö eftir alveg tólf tíma djammsenu sem var bara hreint ágæt, en mér finnst ömurlegt að það skuli hafa orðið einsog alltaf að maður týnir öllum og fólk veit ekki hvað á að gera eða hvert á að fara og blablabla og auðvitað týndi ég einhverju að venju. Ef það væri samankomið allt sem ég hef týnt á djamminu þá væri það bara hálfur fataskápur með fylgihlutum einsog og húfum vettlingum treflum og símum auk þess peysur og bolir og sjöl. Kræst ég myndi sennilega týna þessum haus ef hann væri ekki fastur. Mér tekst meira segja að týnast inní þessum haus og rata í miklar ógöngur. Það var svo gerð tilraun af foreldrum mínum til að drösla mér á fætur fyrri ellevu til að taka til, einu sinni kom systir mín og reyndi að fá mig á fætur til að heimsækja langömmu. Mér fanst ekki ástæða til að fara draugþunn til hennar. Svo hringdi gerður og vakti mig, svo tilkynnti mamma mér það að það væri búið að bjóða til veislu (því pabbi á ammli á morgun) og ég skyldi drulla mér framúr taka mig saman í andlitinu og taka til í herberginu mínu gestirnir færu að koma. Ég var ekki glöð. Þynnkan heltók mig og hausinn á mér var að springa. Tók næstum overdose af íbúfeni í tilraun til að reyna að halda mér saman. Tókst samt vel að púðra á mér nefnið og fara í pils og leika mjögsvo yndæla dóttur í veislunni. Mjög ábyrgur háskólanemandi í prófum sko.... Matarlystin var samt af skornum skammti.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com