Þetta er rosalegt, ásta litla skásta er bara komin á alheimsvefinn!!! Eitt kvöld á Hultsfred sátum við ása í góðu yfirlæti með bjór í hvorri hönd í pásu milli tónleika í stólunum okkar snilldarfínu og spjölluðum um heima og geima. Við og stólarnir vöktum alveg heilmikla athygli, og alltíeinu labba tveir strákar með microfón og videovél framhjá okkur og báðu mig að segja eitthvað sniðugt,,... mér tókst að gera mig skiljanlega um að ég talaði nú bara enga sænsku en það fannst þeim bara ennþá betra, blessuð vertu segðu bara eitthvað á íslensku þá og rétt mér fóninn..... Kræst hvað maður getur ekki talað þegar maður er fullur og einhver segir : SEGÐU EITTHVAÐ SNIÐUGT, svo ég er alveg með endemum kjánaleg en hvað um það fyndið er það. Heyrðu gaurinn lét mig svo skrifa niður nafnið mitt í litla bók, en nei nei viðtalið er skráð undir ÁSTA BÖLL!!! Ekki alveg málið fuss og svei!! En einsog væmna ég segi í ræðunni bið að heilsa öllum heima......
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home