Við höldum áfram að vera lúðar og tókst að missa af system bolaget....ríkinu... héldum það væri opið til sjö en NEI bara opið til sex á þriðjudögum!!! svíar eru með meira vesen en við með þetta blessaða áfengi. Fuss og svei, svo við fórum á enn eitt blindafyllerí á barnum nema bara að við spöruðum geðveikt....miðaða við að við fórum á ódýrasta barinn í bænum!!! Jæja þar kennir ýmissa grasa, tónlistin er stundum frabær, en svo fara þeir að spila helvítis Baraítimburvatni(justintimberlake) og fleira sem var bara engann veginn málið. Elska svona staði sem spila allskonar tónlist og fólkð er allt frá rónum uppí pönkpæjur. Við vitum ekki alveg hvenær við ætlum til köben kanski á morgun, kanski um helgina. Það er nebla búið að segja að við megum alls ekki missa af Midsummerfesten, sem er á föstudaginn jónsmessan held ég. Þá á að vera alveg stærsta fyllerí ever um sumarið sem við viljum auðvitað ekki missa af!!!! Tommi vinur okkar sem bjó á íslandi´i fyrra sagði að þetta væri svona mitt á milli menningarnótt og sveitaballs... he he fyndið. Veðrið er búið að vera alveg snilld, bara sól og steik og spánarfílingur sem gerir alveg góða hluti fyrir okkur þrátt fyrir okkar hvítu húð og rauða hár. Enginn brunninn ennþá allavega!!! Við tókum nokkrar missniðugar myndir á vebcameruna hans ella í dag sem ég ákvað að skella á netið svo endilega kíkið á þær kæru vinir!!! Kossar og knús héðan fraan sverige Heido!!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home