Hosted by Putfile.com





Og hér er ég aftur komin til Göteborg eftir þessa snilldarferd til Hultsfred, sem by the way er stærsta tónlistarhátið sem haldin er i Svíþjóð. Við ása lögðum í hann á fimmtudaginn seinasta og tókum nokkrar lestar til þessa litla bæjar í miðsvíþjoð. Það var búið að hræða mig mikið með sögum um unglingafyllerí dauðans svo við vissum ekki beint við hverju var að búast. Þegar við loksins komum þangað um sjö um kvöldið( hátíðin byrjaði kl tólf, flestir koma daginn áður......) ráfuðum við einhvert innan um milljón manns misdrukkna og enduðum á einhverju gjörsamlega yfirfullu grasþekju sem náði svo langt sem augað eygði með endalausum tjöldum og rusli og auðvitað fólki. Vorum ekki alveg að meika það og ráfuðum ennþá meira með allan helv. farangurinn og litum út einsog bjánar að koma svona seint. Á endanum fundum við smá spot sem leit vel út, inná milli trjánna sem voru miklu huggulegri en grasþekjan. Þegar við byrjuðum að tjalda kom alltaf fleiri og fleiri til okkar og voru einstaklega mikið á móti því að við mundum tjalda þarna...... nej nej det er kysbjerget ni ma ikke sla op her..... blablalba ása sagði bara mér er alveg sama....en mér ekki því kys þýðir pissa á sænsku.....þannig að í berginu fyrir ofan var sem sagt aðal pissu svæðið fyrir stráka sem nenna ekki að bíða eftir kömrunum. Jæja við vorum orðnar drulluþreittar og bjórþyrstar svo við færðum okkur bara um nokkra metra og tjölduðum ofan í öðru tjaldi, með hornið á tjaldinu út á göngustíginn......sem sagt ofan á steinahrúgum nánast, voða huggó og ég tók þá ákvörðun að fara aldrei aldrei að sofa edrú í þessu tjaldi. Reyndar kom í ljós að þetta var æðisleg staðsetning, mjög stuttt frá öllum svæðunum, stutt í vatn og stutt í kamra og fínt fólk íkring svo við vorum mjög heppnar miðað við að þekkja ekkert til.

Þegar við vorum að tjalda kom strákur til mín, og vildi bara segja halló og bjóða okkur velkomnar í hverfið..... ég gerði nú tilraunir til að prata sænsku en gafst fljótt upp. Við áttum svo eftir að kynnast honum ágætlega, hann var alltaf á röltinu og varð síðan MJÖG hrifinn af snilldarstólunum okkar. Hann var ótrúlega fyndinn, með ljósa nokkuð stutta dredda og sagði alltaf sweet, ef honum fannst eitthvað gott. Meira segja dude líka stundum, fyrsta sem hann sagði þegar við sögðumst vera íslenskar var hvort það væri ekki hægt að surfa hérna...... komst seinna að því að hann lifir á atvinnuleysisbótum og ferðast um heiminn til að surfa milli þess sem hann skelllir sér á hátíðir eða annað sniðugt. Mjög mikið laid back gaur, kippti sér ekkert upp við drullukuldann sem var eitt kvöldið og var bara í töflum og stuttum buxum þegar við vorum í öllum fötunum sem við áttum, og söng bæði Haakon helström sem er justin timberlake svía og svo tók hann smá eminem númer fyrir okkur - Youve got to loose yourself alveg frá byrjun til enda meðan við veinuðum úr hlátri því hann er ekki beint rapparalegur. Jæja, það er annars athyglisvert að við töluðum eiginlega bara við stráka á hátíðinni, en ég held því fram að það hafi bara verið miklu miklu fleiri strákar en stelpur þarna. Að sjálfsögðu fórum við á fullt fullt af frábærum tónleikum, uppúrstendur auðvitað Radiohead, massive attack, steriophonics, audioslave, queens of the stoneage og grandaddy. Það var alveg sjúk upplifun að vera að horfa á þetta live með ÖLLU þessu fólki. Mér fannst líka æðislegt að sjá hvað það var ólíkt fólk þarna, allar týpur allar múderingar og allur aldur. Nánast börn og gamanlmenni líka, ég sá yndisleg gömul hjón með stóla rölta um. Það kom mér á óvart hvað maður sá fáa algjörlega ofurölvi, og ég sá aldrei ælu alla hátiðina, hvorki úti né á klósettunum. Engin slagsmál, og ég sá bara ekkert vesen. Love and rock sloganið var greinilega að virka mestmegnis....

Ég hélt að elli hefði verið að djóka þegar hann sagði að svíar segðu alltaf - þungur knivur ef þeir vissu að maður væri frá íslandi. Hann var EKKI AÐ DJÓKA. Ég er búinn að heyra þetta svona hundrað milljón sinnum. Vá leiðinlegur húmor, en reyndar komst ég að þvi að svíar verða að horfa á -Hrafninn flýgur- í grunnskóla. Tungur knivur Svo vildu þeir alltaf tala um hestana okkar......

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com