Drasl a drasl ofan
Já ég er með söfnunaráráttu dauðans, og á einmitt líka allar tólf dagbækurnar sem ég skrifaði fyrir tíð bloggsins. Það er ekkert eins fyndið einsog að lesa þær, þótt maður muni eftir því þegar maður var fimmtán þá er ótrúlegt að lesa það sem maður var að hugsa þá, ég hlæ alveg úr mér görnina eða þá roðna af kjánaskap yfir því hvað maður var mikill kjáni. Eða er kjáni, það er svo sem skilgreiningar atriði..... Í tiltekninni fann ég einmitt bókina ....sem ég keypti á tilboði í roskilde......glotti við tönn eftir femininstaumræðuna um daginn. En þetta er merkileg bók og margt virkilega umhugsunarvert. Áhugasamir hafi bara sambandi við mig og ég skal lána hana og svo getum við hisst og rætt innihaldið..!!!
Ég fann líka snilldarmyndbandið sem ég rakst á í einhverri ódýrum súpermarkaði í gautaborg, ég bara varð að eignast þetta enda er þetta mikið átrúnaðargoð okkar stelpnanna. Mér varð sérstaklega hugsað til hennar gerðar og keypti ég það einmitt og ætlaði að gefa henni það í afmælisgjöf en stúlkan sú varð tuttuguogtveggja þann 5.júni. Það situr hér heima og bíður komu hennar á næstu vikum og efast ég ekki um að hún mun verða dolfallin. Það er sko ekkert slor að komast í form með herra Fabio og engum öðrum. Besta við þetta allt saman að allur texti á umslaginu er á finnsku..... þó ég hafi ekki gerst svo fræg að horfa á það ennþá, efast ég ekki í eina sekúndu um að fabio tekur mikla karlmennskutakta á myndbandinu. Endurtek að þeir sem eru að svitna yfir löngun til að svitna með fabio geta líka haft samband við mig og við skulum taka það til greina að lána það út einsog einn dagpart eða svo he he he.
Kveðjukaffihúsaferð sigrúnar var áðan, hún var nú dauðþreytt litla greyið enda mikið búið að ganga á í undirbúningi undir ársferðalagið en þó alltaf gaman að berja beautiið augum. Ég þurfti að slá stulkurnar um lán enda peningalaus einsog venjulega, þótt í þetta skipti stafi það einnig af áráttu minni að gleyma hlutum annarstaðar en heima hjá mér og erfiðleikum í að hafa mig í að endurheimta þá. Erla var svo mikið yndi að skipta við mig á góðri sögu og kaffibolla. Mamma skemmtir sér vel á minn kostnað enda eru þau bæði hún og pabbi með andstyggilegan húmor og kjurrt er aldrei látið liggja á þeim bæ, það virðist loða við mig að sjá um að skemmta fólki með þeim undarlegu aðstæðum sem ég kemst í og óheppni. Það er ekkert gamanmál að ef allir þeir hlutir sem ég hef yfirgefið á undarlegustu stöðum í heiminum þá væri það bara fataskápur með öllu tilheyrandi fyrir einhvern. Meira segja með símum, kortum og snyrtivörum. Það má kanski tengja þetta við hugsunarleysi, gleymsku, klaufaskap og að vera utan við sig, en ég er handviss um að óheppnin eltir mig bara.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home