Hosted by Putfile.com





Ég fékk væna tölu frá honum föður mínum um daginn, eina væna og klassíska þess efnis að maður ætti að klára það sem maður byrjar á, en ekki fresta öllu og gera það svo aldrei. Þessar umræður spruttu upp frá því að ég sagðist ekkert vera viss um að ég ætlaði heim eftir þetta ár mitt á ítalíu, kanski færi ég bara að gera eikvað annað þar í stað þess að drífa mig heim og klára annað ár við HÍ.... ég meina persónulega finnst mér ekkert liggja á....halló lets face it það eru svo sem ekki störf sem bíða mín í röðum eftir að mín útskrifast með BA í ítölsku og heimspeki, jafnvel þótt ég taki listfræði sem aukagrein einsog listasögukennarinn minn reynir sitt besta til að sannfæra mig um. En það er víst sannleiksmoli í því að maður græðir meira á gráðum sem eru kláraðar en fjölda gráða sem var byrjað á....

Það er þetta vandamál við að höndla langtímaplön sem hrjá mig, ég get ómögulega skuldbundið mig til eins né neins skólalega séð fyrri eitthvað sem er í fjarlægri framtíð..... Kanski langar mig ekki lengur að gera þetta þá, og engin ástæða til að lofa því núna bara til að hætta við það þá. Hmmmm spurning um að hafa frjálst val, allt er opið..... ég veit að ég á eftir að vakna einn morgun og fá taugaáfall því ég geri mér grein fyrir að ég á ekki allt lífið framundan, og það eru ekki allir möguleikar opnir en vonandi verð ég búin að læra sannleikan sem ég rembist einsog rjúpan við staurinn að tileinka mér.... - Njóta núsins í stað þásins eða þessins - Sem sagt það sem er núna ekki það sem var þá eða verður síðar. Já já ég veit að þetta er ekki beint neitt NEWSFLASH, held nú bara að flestir sem ég þekki séu í sömu spörum að verða stór og sætta sig við að verða eitthvað eða verða ekkert eða verða maður sjálfur. Vera maður sjálfur. Hljómar nú auðvelt ekki satt? Einkennilegt þó að svona margir séu síður en svo með það á hreinu hver það er....... eða hvað maður á að gera úr þessu lífi sem maður á. Ég er ekki ein um það að skelfast fátt eins mikið einsog að staðna og týnast í brauðstriti eða megrun og pakkaferðum með plús.

Líka hef ég velt því fyrir mér af hverju við erum mörg svona nett ósjálfbjarga og á flótta frá beinu breiðu brautinni og algerri afneitun að vera stór og ábyrgðarfullur út í gegn. Mér til lítillar ánægju var það einmitt rifjaðu upp að mamma var ári yngri en ég þegar hún átti mig, og þá voru þau búin að búa saman í köben í þrjú ár og búin að vera saman síðan þau voru sautján eða eitthvað. Ég er engin loftbóla ég veit alveg að tímarnir eru breyttir og mennirnir með en það er samt fyndið að heil kynslóð sé í passlegri tilvistarkreppu og allir ætla að skoða heiminn og finna sig. Það liggur við að þetta sé að verða klisja og það pirrar mig voðalega, því þetta er einmitt það sem mig langar mest af öllu að gera. En hver vill vera klisja? Reyndar er það sannleikur að fleiri tala um það en gera það. Hugtakið að ferðast er svo stórt og feitletrað og spennandi að það getur ekki coverað sólarlandaferðir til spánar né málaskóla. Við erum að tala um ALVÖRU, langt, ókunnugt týnt skrítið undarlegt. Erum við bara með einhvern velmegunarsjúkdóm?, höfum það of gott og vorkennum okkur þá endalaust að finna ekki tilgang heimsins eða innri ró og hafa ekki séð allar indiánarústir í mexico og perú né ferðast um indónesíu og lært köfun, meðan fólk í heiminum deyr úr hita og hungri og hörmungum. Erum við ekki eigingjörn, sjálfselsk, þröngsýn, blind með nýjasta símann, atlaskort, lán, yfirdrátt, sólarbekki, brunnkukrem, og morðfjárdýrt líkamsræktarkort sponsored by lélegri sjálfsmynd vegna þess að viðkomandi er ekki "réttur" miðað við samfélagsleg norm, fyrir utan að við látum ríka homma í tískuheiminum stjórna fjárútlátum..... einhver sagði - hey hvað segiði um smá neon.... ég sé bleikt, ég sé hælaskó í skærum litum og netaboli.... ú úúú ég sé smá eighties þema og hinir hoppuðu um og klöppuðu lófunum og stuttu síðar er það bara ofbirta í augun og allir hlaupa bæinn út og inn með kreditkortin á lofti til að vera með.... til að vera inn....

ég er ekkert að draga sjálfa mig neitt út úr þessu þema þótt mér sé illa við neon og hælaskó, ég skokkaði þá bara á eftir öllu í jarðarlitum og skrítnum skóm sem er nú líka í tísku. Ég er bara að gera athugasemd hvað manni er auðveldlega stjórnað af "einhverjum" Helvítis samfélagslegu norm. Að taka öllu einsog nýju neti án þess nokkurntíma að staldra við og segja - hey hmmm finnst mér það eða segi ég það bara því mogginn og cosmo segja það? Fólk er svo trúgjarnt af einskærri leti, þá meina ég líka í sambandi við allskins hluti sem eru mun merkilegri en líkamsform og fatalitur. Pólitík og auglýsingar virka ekki af ástæðulausu, við erum trúgjörn og einföld. Og ég er alveg komin með uppí kok af þessari útlitsdýrkun-bölvun dauðans og hlutadýrkun á þessu landi. Öllum er svo starsýnt á útlit hlutanna og fylgihluti að það steingleymist að það er einskis virði.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com