Hosted by Putfile.com





Hæ hæ pésar um lönd og strönd. Það virðist sem svo að allar áhyggjur mínar um ónóga vinnu hafi verið óþarfi þar sem ég hef verið kölluð út alla daga í þessari viku. Ég er að reyna einsog ég get að vera rosalega ánægð og glöð með það, en af einhverjum ástæðum finnst mér bara skemmtilegra að vera í fríi..... það fer mér ekki að vinna of mikið. Jæja, nú þar sem ég er orðin að reddara númer eitt í vinnunni, þá tek ég allar vaktir sem vantar á og þessar vikur brillera ég í eldhúsinu sveitt við pizzabakstur með skítuga svuntu og hárnet. Hvað er betra en það? Annars er ég líka búin að komast að því að það henntar mér illa að vera ein, sé ekki fyrir mér að ég fari að leigja ein í nánustu framtíð. Frekar væri ég til í að búa í kommúnufíling þar sem margt gott fólk býr saman. Það er hundleiðinlegt að vera einn alltaf, og ekkert verra en að elda fyrir sig einan. Ég ætti svo sem ekki að kvarta, halló búin að vera ein heima í tæpa viku, og er meira segja aldrei heima heldur í vinnunni, en í dag leiddist mér svo mikið og dró auði með mér sem einmitt hefur líst mikið yfir hatri sínu á eins mans matartímum, og við stöllur elduðum gums saman. Edda og Erla komu svo í heimsókn, þeim leist nu ekki á eldamennskuna og fannst held ég að okkur skorti einsog einn áfanga í matreiðslu en átu það allt ofan í sig því þetta varð hinn fínasti réttur. Enda er ég best í að slumpa í rétti og gera bara eitthvað sem mér finnst sniðugt heldur en að fara eftir uppskriftum.

Jæja helgin nálgast og ég finn að ég er ekki laus við smá fiðring, hvað þó ég eigi ekki krónu.... það er nú komið hrikalega langt síðan að ég kíkti á djammið hérna á fróni. Það er meira segja örugglega partý á laugardaginn þar sem hann Guddi félagi átti afmæli í vikunni, Til hamingju með það Guddi minn!!! Við fyllum tuttuguogtvö ár hér hvert á fætur öðru..... bara minna ykkur á að ég á ammæli 6.ágúst og ætla mér að halda vel uppá það. Hey það getur jafnvel verið einskonar kveðjupartý þar sem ég er að yfirgefa land og menn og mýs. Enn einn hausverkurinn er nú bættur við eftir að ég vafraði um frumskóg ítalskra netsíðna, með minn takmarkaða orðaforða er það hinn mesti verkur í rassi. Jæja þá kemst ég að því að leiguhúsnæði er með því dýrasta sem gerist í Bologna, einu staðirnir sem eru dýrari er Róm og Mílanó. Helvítis. Ekki nóg með það heldur er virkilega erfitt að fá húsnæði, hvað þá gott húsnæði og nánast útilokað í miðbænum, skrifstofan sem sér um þetta ráðlagði manni að taka lágmark TVÆR VIKUR í að redda þessu, fara í viðtöl og skoða. By the way þá fara þau auðvitað fram á ítölsku þar sem fáir vilja eða geta talað ensku og maður verður að vara sig á pretturum og okrurum. Obbobbobb þetta verður kanski eitthvað snúið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com