Hosted by Putfile.com





Kerlingin klikkar nu ekki!!!

Jæja góðir hálsar, ég er búin að fá staðfestingu á því að mottóið mitt "þetta reddast allt saman" er að gera góða hluti. Ég var að fá svar frá listasögukennaranum mínum um það að ég hefði fengið 9-9,5 fyrir fimmtán blaðsíðna ritgerðina sem ég lá sveitt yfir í páskafríinu. Lægsta einkunin mín var 7.5 í heimspekidauðanum og svo 8.5 í ítölsku og 8 í málvísindum. Mér finnst þetta alveg snilldareinkunnir sérstaklega þar sem ég las allt námsefnið í upplestrarfríinu auk þess að skrifa þessa alltof löngu ritgerð. Nú er að sjá hvort þessi tækni nýtist mér á ókunnri tungu.....

Mánudagur til mæðu, og þó ekki þar sem ég er bara að letibykkjast í náttfötunum og gera ekkert. Mamma og pabbi eru ennþá í sumarfríi sem mér finnst ágætt því þá elda þau handa mér. Þar sem "það viðrar svo vel til inniverka" einsog mamma sagði þá eru þau í ham, tiltektarham og háaloftsgeymsluham. Ég var ekkert of kát þegar þau flyktust bæði inn til mín og skriðu inn í holuna bak við herbergið mitt að raða kössum, einmitt þegar ég ætlaði að sofa á mínu græna lengi lengi. Þegar ég loks losna við þau, kemur pabbi svo stuttu seinna í hláturskasti og heimtar að ég komi og "máti" með þeim. Ég hélt nú ekki, lék ennþá smá súru dótturin sem vill ekki fara á fætur. En ég dó næstum úr hlátri þegar mamma kemur í krampakasti í gallabuxum með pastellitu blómamunstri í fagurminntugrænu, bleiku og gulu á hvítum grunni. Svo smeigðu hún sér í ljósbleika prjónapeysu sem var of víð og of stutt, það vantaði bara úrsér vaxna aflitun og hælaskó þá hefði hún verið fullkomkið hvítt rusl. Pabbi hökti svo inn ganginn í þrengstu gallabuxum í heimi og hann átti mjög erfitt um gang hvað þá hlátur, en við mamma vorum sammála um að svona ásmurðar gallabuxur væru ekki málið fyrir hann. Virðuleikinn var löngu farinn, enda finnst mér best við þau hvað þau eru hress og laus við að taka sjálf sig of alvarlega. Það var líka rifjað upp að ég þyrfti að fara að pakka niður, út exit úr herberginu áður en kemur að ítalíu. Hamrað á því að þau væru ekki að henda mér út, ég fengi bara litla herbergið hennar oddrúnar, hliðina á þeim í staðinn ef ég vildi koma aftur. Auðvitað er það fallega boðið, en ég vildi óska að ég þyrfti ekki að flytja aftur heim. Kominn góður timi á að standa á eigin fótum.

Fríður flokkur fólks fór út á lífið á laugardag, þetta er komið í vana..... Jæja þetta var hin besta skemmtun, byrjaði í vinnupartý hjá óskari þar sem við lærðum nýjan drykkjuleik!! JEI svo var farið í ammæli hjá Kjartani/ kveðjupartý hjá Sigrúnu nær bænum og þaðan svo á Celtic sem er nýjan uppáhaldsbúllan okkar. Það var líka bolla í þessu partýi og ávextir he he sem við auður gerðum okkar besta í að borða, náðum okkur bara í skeið og fylltum glösin af þeim. Langbestir...... Það var heilmikið fjör á celtic, kynntumst allra þjóða kvikindum, og félaga úr ýmsum áttum vinnu og skóla og hvaðeina. Ég er dáldið frústreruð yfir því hvað þetta land er lítið. Ég held að það sé ekkert spaug að maður þurfi bara að leyta á mið annara þjóða, því annars eru meira en helmingslíkur á því að hitta frændur sína, að vinir þínir þekki þá úr fortíðinni, að einhver sem þú þekkir hafi sofið hjá honum eða öfugt, að þeir séu fyrrverandi eitthvað, að þeir séu í kór með mömmu þinni og hafi farið með henni á söfn. Ég meina það maður á bara að sleppa þessu alltogether. Ekki það að maður hættir svo sem að kippa sér upp við þess háttar, enda erum við öll innbreads á einn eða annan hátt. Ég meina syskinabörn mega giftast svo maður stressar sig nú lítið á einhverjum nokkrum ættliðum. Og ég meina, ef þau þekkjast nú þegar....maður veit þá að mömmu líkar við hann svo það yrði aldrei neitt svona tengdamömmuvesen. obbbobbbobbb

Sigrún mín fer úr landi í nótt, til fyrirheitna landsins Ítalíu, Öfund alveg á fullu. Hún er reyndar fyrst að fara til Rimini með familyunni og hlakkar ekkert til. Ég reyndi að segja henni að flestir gæfu hægri höndina fyrir þetta frí, en hún er ekkert spennt. Já já gera ekkert nema liggja í tvær vikur úffff. En svo fer hún til ítölsku stelpnanna í Pescara og djammar með þeim í mánuð áður en ég kem og skólinn byrjar 1.september. Ja eða tungumálanámskeiðið góða. Hey, þar verða allavega fullt af útlendingum sem er engin leið að séu vinir mömmu þinnar né að þeir séu skyldir þér.....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com