Hosted by Putfile.com





HÁPUNKTUR DAGSINS:

........ég fékk að fara fyrr úr vinnunni. Hvenær gerðist það seinast? Og nú hef ég loksins fengið hálft kvöld til að gera ekki neitt, éta afganga úr ískápnum, glápa á einn þátt og hanga aðeins í tölvunni, og afleiðing þess er að ég er loksins loksins búin að troða þessum digital ammlismyndum inná alheimsvefinn. Eflaust henni auði til mikilllar gleði!!! Samt verst að margar bestu myndirnar voru teknar á venjulega vél, svo þið verðið að bíða spennt eftir myndum af FABIO hópleikfiminni og mér með ammlisdressið frá Árnýju, kórónu, bleika eyrnalokka og bleika hanska með loðkannti. Einsog allir vita er bleikt alveg minn uppáhaldslitur.... hmmm.... og þessvegna var ég í skýjunum yfir þessari gjöf.

Ég hef líka alveg gleymt að tíunda allt sem ég græddi í þessu boði, því ég fékk alveg gommu af gjöfum sem ég átti alls ekki von á en var þó auðvitað mjög ánægjulegt. Hér með þakka ég öllum kærlega fyrir mig yndislega fólk sem ég þekki. Til dæmis fékk ég risastórt handnuddtæki með ýmsum fylgihlutum og innfrarauðu ljósi, sem engin veit hvað gerir en hljómar þó mjög dramatískt. Ekki slæmt fyrir aumar axlir eftir alla vinnuna, það hefur þó ekki fengið nóga notkun, ég ætti að halda nuddboð. Þar sem allir kæmu fengju fótabað og andlitsmaska og róandi tónlist og svo mundi ég nudda þá með olíu og græjunni. Það er hugmynd...... Svo fékk ég líka ermar, nei ekki peysu heldur ermar. Og þær eru sko ekki einsog ermarnar sem voru í tísku í fyrra, samkvæmt afgreiðslukonunni. Þetta seldi ermarnar um leið, því ásu fanst svo makalaust fyndið að eintómar ermar hefðu einhverntíma áður verið í tísku yfirhöfuð. By the way, eru ermar í tísku? Mömmu hennar fanst þetta þó mjög ósmekklegt, hún hafði aldrei vitað til að flíkur væru seldar í pörtum...... Ég fékk líka lítin félaga sem er í ekta liederhosen og tekur besta jóðl lag í heimi. Við vældum úr hlátri yfir honum...... Bara einu sinni eeennnn, og létum hann jóðla í þrjúhundruðþúsundastas skipti.... Annar lítill mjúkur félagi sem er í peysu með íslenska fánanum, ef ske kynni að ég gleymdi því nú hvaðan ég væri úti á ítalíu. Ég fékk mjúka pakka og harða, peysu og tónlist (Queens of the stone age, sem er mjög góður) minnisbók og sjal og you name it bara. Ég fékk meira segja 5tíma ljósakort hér í grafarvogi til að ég gæti nælt mér í eina freknu eða svo fyrir ferðina, mjög kærkomið.

Þó, var ég ekki á því í gær í vinnunni. Ég ákvað nú að drífa mig í einn tíma fyrir vinnu, því það væri svo hressandi. Byrjaði á því að ruglast á stofum en karlinn sem var að vinna var hinn almennilegasti og seinkaði tímanum meðan ég strætóaðist. Jæja, línan mikla :Þolirðu ekki alveg nýjar perur? hefði nú átt að hringja einhverjum bjöllum hjá fröken mér sem er ekki vanasti ljósafarinn í heimi. En ég er svo kúl að ég sagðist nú halda það. Jæja, það var heitt og notalegt, allavega vel sveitt því er ekki að neita. Og maður getur ekki annað en hugsað með sér, hvers lags bilaða hluti maðurinn hefur fundið upp. Þarna liggur maður í hávaðasamri samloku og kófsvitnar í gervisólbaði og steikir á sér húðina. ? Af hverju í ósköpunum? Því það er fallegt. En mér finnst gott að vera soldið heitt í smá stund, og hressandi að fá freknur. Ef þetta væri lokin á sögunni væri ég lukkunnar pamfíll. Svitapollurinn er svo yfirgefinn, meira segja snemma því ég vildi ekki taka neina sénsa. Maður skolar sig og skokkar í meiri strætó. Nokkrum tímum síðar er sannleikurinn komin í ljós. Eða þannig, sko í dagsljósið ekki gerviljósið... hi hi hi

Auðvitað er ég skærbleik á bakinu og bringunni, klæjar og þoli ekki brjóstahaldarann. Litla lúðabarnið ég sem gleymi alltaf að ég þarf meira segja sólarvörn til að fara í ljós. Þakka þó mínum sæla að ég læt ekki plata mig aftur í túrbóbekk einsog hérna um árið þegar anna margrét vinkona bauð mér í ljós. Tróð mér í einhvern ofurtúrbobekk og ég var á lit einsog karfi um allan líkaman og þurfti nánast að smyrja mig alla í jógúrt og liggja kjur á satínlaki. Hvur andskotinn, það sem ég legg á sjálfa mig. Það er nú ekki einsog ég verði brún eftir þetta. Það er löngu klárt að setningin fræga sem flýgur manna á milli : RAUTT VERÐUR BRÚNT, á alls ekkert við í mínu tilviki. Rautt verður bara bleikt og svo aftur hvítt. Ég ætla mér samt að klára ljósakortið af þrjósku einni saman, bara muna eftir sólarvörn á viðkvæma húð, - Fínt að venja þessa aumingja húð á smá hita, það verður nóg af honum úti.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com