Krakkar mínir komið þið sæl!!!
Nú er að styttast í þetta hjá kerlu, ein nótt eftir á fróni og á morgun legg ég loksins í hann. Ég er eiginlega fegin því þetta er búið að standa svo lengi til að ég er orðin leið á að bíða. Og geta ekki um annað hugsað en að bráðum bráðum sé ég að fara. Öll pökkuð og með of mikið að venju, hvernig á maður líka að flytja og taka bara með sér tuttugu kíló? Einum of snúið fyrir litlu mig. Er samt búin að skera niður í rétt rúm þrjátíu sem mér finnst vel af sér vikið.
Bælið bíður, ég bið að heilsa ykkur og næst þegar ég tjái mig hér verð ég sveitt í bologna!!!! Vonandi æsileg skrif framundan!!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home