Hosted by Putfile.com





Pésar um lönd og strönd

Það er svo langt síðan ég nennti að skrifa eitthvað af viti að ég er alveg ringluð. Maður dettur nebla úr stuði við að tjá sig um líf sitt þegar fátt er að gerast. Sem þó er einhver mesta lygi sem ég hef farið með í dag, enda er ég búin að vinna einsog geðkjúklingur og æsa mig daginn inn og út yfir öllu því sem miður fer á búllunni, og yfir því að ég sé lítils metin en þó nógu mikils metin til að vera skilin ein eftir með staðinn sem er með allt niðrum sig í starfsmanna málum og sit ég því í súpunni að vera veitingarstjóri, vaktstjóri og nánast starfsmannastjóri líka meðan allir fara í frí og spóka sig meðan ég þarf að afgreiða snarbilað fólk sem á við geðræn vandamál að stríða eða bara yfirdrifið frekt og hefur síst af öllu samúð með hinum sem eru starfsfólk í þjálfun. Og þetta geri ég allt að því virðist í sjálfboðastarfi, því ekki fékk ég launahækkunina sem ég bað um, það virðist því sjálfsagt að ég gefi geðheilsuna í þetta fyrirtæki sem ekki gerir neitt fyrir neinn jafnvel þótt þeir geri allt fyrir þá.

Einsog sjá má er þetta ekki mál sem sniðugt er að brydda uppá samræðum við mig um þessa dagana því þetta er sko bara inngangurinn að ræðuhöldunum sem ég hef undirbúið í hausnum undanfarna daga. Verst er að ég veit að ég mun ekki ná nema broti af þessum vel skipulögðu reiðiræðum út og þá bara í vitlausri röð. Ofan á þetta allt saman þá fór ég á djammið á laugardaginn, byrjaði illa þegar ég missti af strætó við að brjóta heila rauðvínsflösku ofan í töskuna mína sem betur fer fóru bara smáslettur á fötin mín þegar ég skemmti mér við að þrífa allt gólfið í staffaherberginu og allt lyktaði einsog margra vikna gamall róni. Ég seldi næstum sál mína fyrir leigara í kóparvoginn þar sem ég var næstum æf af þreytu og ómögulegheitum en þar tóku á móti mér næstum of glaðir álfar sem skoppuðu um með vængi og glimmer. Brúnin tók þó aðeisn að liftast eftir sturtuna í næstum ókunnugu húsi og smá öl í kroppinn, svo við tölum nú ekki um hvíta vængi og massívt af glimmeri. Hver getur verið geðvondur með vængi?

Í miðbæ reykjavíkur var mikil stemming, við skoppuðum um og vöktum auðvitað athygli, af ýmsum toga. Flestum fanst við sniðugar, hey þarna eru álfar....... svo heyrðist úr fjarska NEI FLEIRI ÁLFAR, og þá gat maður nú runnið á afganginn af þáttakendum Reykjavík wing festival. Mér tókst meira segja að snúa á eina plebbastelpu sem setti upp svipinn og spurði mig - Hvað - er eiginlega málið með þessa vængi - með mikilli áherslu á hvað og síðan á málið. Ég setti upp smá svip á móti, halló! Við vorum á reykjavík wing festival og þar sem það hljómar svo pro´ féll hún alveg kolflöt og bakkaði með attitjúdið; já..... æ já einmitt hvað var það aftur...... ætlaði nú ekki að fara að viðurkenna að fylgjast ekki með kissFM hátíðum helgarinnar. Ég hló mikið þegar svipurinn kom á hundraðkílómetrahraða til baka eftir að ég hallaði mér að henni og sagði að við værum bara sex þáttakendur í ár en tilkynnti að það yrði selt inn að ári.

Já, við stóðum okkur nokkuð vel í að promota þessari hátið og var því vel tekið, ungur drengur fékk meira segja að prófa mína vængi og fyrir það fékk ég óumbeðið fullt af drykkjum og auður meira segja líka. Helvíti gott trikk þessir vængir. Enduðum svo í einkennilegasta eftirpartý í manna minnum þar sem frændi hennar ásu tók á mig línur sem fóru alveg með eftirstöðvar geðheilsunnar, lokahnikkurinn var þó að mér fanst lítið mál að splæsa fimmþúsara fyrir pizzu á liðið. Blóðugt mál allt saman, fyrir þennan pening gæti ég fengið flug frá englandi til bologna. En það þýðir lítið að gráta guðmund....... daginn eftir tók við væg þynnka sem var góð tilbreyting frá fyrri djömmum og hið besta veður sem við auður og ása tókum okkur til og strolluðum um miðbæinn skoðuðum frábæra ljósmyndasýningu og fórum í kolaportið. Þangað til góði dagurinn endaði á vinnunni einsog venjulega.

Það er annars í fréttum að ég átti ammli í gær og það var frábært fékk loksins frí þótt ég hefði verið í símanum í svona tvo tíma samanlagt við að redda hinu og þessu og svarta samvisku yfir því að láta ekki sjá mig heilan dag.... þótt það væri frídagurinn minn. Það er náttla eitthvað alvarlegt að mér að fá samviskubit yfir að vera í fríi þegar ég er í fríi þótt ég sé alltaf þarna aukalega. Allavega, hún gebba mín er einmitt komin til landsins á sama tíma og erla er farin frá landinu, ég er glöð að hafa einhvern og þær skiptu út næstum uppá dag. Ég sá hana gebbu fyrst í gær, og lágum við saman fáklæddar og sveittar og endurnýjuðum kynni við naktaklúbbinn. Svo fullkomnuðum við daginn og fórum útí búð og versluðum stóra pizzu og kippu af corona í flippflopp skóm og stuttbuxum og héldum svo áfram að flatmaga í garðinum hjá henni. MJÖG MJÖG GÓÐUR DAGUR. Næstum því óraunverulegt, hvenær er svona gott veður á fróni. Annars fæ ég örugglega fljótlega leið á hita, nú þegar tuttugu dagar eru í það að ég verði í hitamóki og vel sveitt daginn út og daginn inn.

Á laugardag er hinn ammlisdagurinn minn, en einsog ég er búin að tilkynna þá er það sá sem er á hvolfi..... þúst 6 og 9 snúðið þeim sitt á hvað.... Já og þess vegna ætla ég að vera á hvolfi þann dag og það kvöld ásamt öllum sem eru til í að vera á hvolfi með mér!! Þema kvöldsins er GÍGALÓAR OG GLYÐRUR og verður boðið uppá mörg skemmtiatriði í boði hússins. Ég vona sannarlega að allir sem ég hitti taki þátt í þemanu með okkur. Svo er ég líka með þetta líka rokna skot í gítarpartýum og sé í anda að fólk sitji útá palli og tralli og syngi í góða veðrinu með öl í hendi. Það er ávallt stemming að glamra á gítar, döfussins bömmer að ég er ekki ennþá búin að læra á gítar sjálf svo ég geti haldið uppi stuði sjálf og þurfi ekki að galdra fram einhvern annan til slíks brúks. Það er þó kaldhæðnislegt að þó afmælisdagurinn minn sé í sjálfu sér gleðidagur, þá varð eitt hið mesta stórslys í allri mannkynssögunni á þessum sama degi. 6.ágúst þegar kjarnorkusprengjan sprakk í Hirosima. Hræðilegt. Og ennþá verra er kanski að hitt stærsta stórslys sögunnar var 9.ágúst þegar síðari sprengjan sprakk í Nagasakí. Ég vona bar að fólk miskilji ekki að haldi að ég sé að halda uppá sorglegustu atburði sögunnar. Onei, þetta er bara enn ein tilviljunin í þessum heimi rétt einsog að sambýlismenn heiti sömu nöfnum eða eigi ammæli sama dag og auður, eða að fólk gisti óvart á sama stað. Veit nú um einn sem fór til london og gisti óvart á sama stað og auður gerði fyrir mörgum árum, og svo fór viðkomandi til köben og gisti þar sem ása átti heima í hálft ár. Hversu líklegt er það?

Jæja pésarnir mínir, nú hvet ég alla til að hella sér í gígaló og glyðru þemað og koma svo með fleiri sniðug atriði eða tilþrif. ps. Aðalnúmerið er Guddi og dansinn hans frægi - You sexy motherfucker...... -og fleiri óvæntar uppákomur sem innihalda stórstjörnur súludans og snilld ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com