Hosted by Putfile.com





SEX.

Já það er ekkert grín að það eru í alvörunni sex dagar þangað til ég hverf á braut. Vonandi á vit ævintýra, þetta er allt mjög óljóst, ég veit ekki hvar ég mun búa, ég veit ekki hvað ég er að fara að læra, ég veit ekki neitt. Og það er alveg brilliant. Ég er með útprentun á flugmiða frá london, ég er með rafræna skráningu á gistiheimili í london og hosteli í bologna í fjóra daga eftir að ég kem út. Eins gott að mér takist að redda mér íbúð á þeim tíma.........það reddast án efa, annars verðum við sigga bara að blikka einhvern og fá að gista á sófanum. Ég hef fulla trú á að heimurinn smelli saman að lokum.

Á morgun er seinasti laugardagurinn minn hérna og í tilefni þess ætla ég að reyna að draga einhverja út í öl leiðangur, bara svona rétt að kveðja næturlífið. Reyndar mun ég ekki sakna miðbæjar reykjavíkur að því leyti. Hann er fyrir löngu orðin þreyttur, þótt mér hafi líkað við við búlluröltið sem er orðin fastur liður hjá okkur. Sem sagt ef stefnan er yfirhöfuð tekin á bæjinn, sem er ekki oft þá er blátt bann við löngum röðum og dettur ekki í hug að borga inn heldur. Nú á ég eftir að vinna svona 7 klukkutíma á morgun og svo kem ég aldrei aldrei aldrei aldrei aldrei aldrei aldrei aldrei..... þangað inn aftur. Ég held mér hafi tekist með herkjum að redda vöktunum mínum afgangin af þessari helgi. Rúmið mitt hefur verið svo þráð í alla tólf tímana sem ég svitnaði í vinnunni, vegna þessa hræðilega góða veðurs. Og JÁ það er hræðilegt, allavega þegar maður þarf að horfa á það út um gluggann frá morgni til kvölds og meira segja kafna úr hita því sólin breytir salnum í gufubað. Fyrir utan að allir þeir fjögurhundruð sem datt í hug að éta óhollt í kvöld gerðu pleisið frekar svona hitamettað. Here I come my faithful bed.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com