Hosted by Putfile.com





Spurning dagsins hlýtur að vera hvort hún ég sé týnd og tröllum gefin

Svarið kemur víst strax um hæl og er onei nei ég er á mínum stað og það er að sjálfsögðu vinnustaðurinn. Ég get lofað ykkur því að þeir lesendur þessa bloggs geta í 99% tilvika náð í mig þar. Er einmitt að skríða þaðan nú klukkan eitt eftir miðnætti. Athyglisvert einungis ef litið er á þá staðreynd að það lokar klukkan ellevu. En þegar maður þarf bæði að hjálpa til við þrif í eldhúsi og gera upp með einum slíkum starfskrafti þá er það ekkert skrítið.

Hvað um það vinnumál eru leiðinleg og fínt að ég er hætt eftir aðeins rétt rúma viku. Og þarnæsta föstudag verð ég á youth hosteli í bologna ásamt eflaust allra þjóða kvikindum nema íslenskum. Náði í dag að skutlast út um allan bæ og sækja um allt frá framfærsluvottorði uppí lín og tryggingarbleble E128 og fleira skrítið og skemmtilegt. Einhver sagði mér að ég þyrfti meira segja læknisvottorð og fæðingarvottorð. ? Skritið mál allt saman, hér heima valsar maður bara um og segir kennitöluna sína því allt er skráð í þessum og hinum gagnagrunni. Hef held ég aldrei séð fæðingarvottorðið mitt, en grunar þó að slíkt sé til. Sönnun þess er víst ég sjálf..... Í einum slíkum útrétting í dag, er ég á kafi í skipulagningu og með fullt fang af pappírum að troðast út úr bílnum hennar mömmu( sem ég er svo heppin að vera með í láni, því pabbi er á sex daga göngu um kárahnjúka....) Allavega, mér tekst að troða mér út úr bílnum ásamt öllum pappírum og græjum en þegar ég labba í burt frá bílnum rennur að mér slæmur grunur, ég strunsa hratt til baka...... og já já grunur minn er réttur, HELV. lyklarnir dingla bara í sakleysi sínu inni í læstum bílnum einsog til að hlægja að mér sem er ekki par hrifin af húmornum. Tvístíg aðeins og velti fyrir mér lausnum frá löggunni til gebbu vinkonu, en dettur fátt gott í hug svo ég hringi í mömmsu. Sú glotti nú bara við tönn og sagði mér að taka strætó uppí grafarvog að sækja þá. Með viðkomu í vinnunni hennar til að sækja húslykla. Hmmmm engin gleði í gangi hjá mér.

Ég sló þessu bara uppí kæruleysi og fór í bankann, þjónustufulltrúin var þessi líka yndælis kona sem var voða hjálpsöm og yndæl. Eftir þetta ágætis viðtal sá ég að þetta var allt saman heppni í óheppni. Ég meina, þvílík heppni að ég tók veskið og símann með inn og gat þessvegna farið og keypt mér inneign og hringt, þvílík heppni að það var sól alveg í klukkutíma því ég var bara á peysunni - jakkinn sat og hló með lyklunum inní bíl. Og ég átti meira segja strætómiða svo ég komst í tryggingarmiðstöðina fyrir fjögur og svo til mömmu sem !!! fann lyklana oní tösku og ég þurfti ekkert að fara uppí grafarvog. Án gríns þá er ég barasta lukkunnar pamfíll. Aumingja ása sem var svo óheppin að hringja einmitt í sakleysi sínu og afboða komu sína á kaffihús þegar ég var að uppgvöta lyklamálið og var heldur betur úrill og urraði bara á hana þegar henni fanst þetta ögn fyndið. Hafði nú ekki snefil húmor fyrir umkomuleysi mínu, og fanst ég heldur betur einmanna. Sorry mama ace, ætlaði ekki að skeyta geðvonskunni á þig. Á rölti mínu um miðbæ reykjarvíkur og nágrenni, sá ég alveg gommu af túristum í skærlitum goritex jökkum og líka fullt af bakpokafélögum og minnti það mig óþyrmilega á að eftir tvær vikur verð ég ein og týnd með bakpoka í leit að skrifstofum og húsnæði.

Það styttist svo hratt að ég veit ekki hvernig ég á að höndla þetta mál allt saman. Mig langar svo að hafa tíma til að njóta seinustu dagana, hitta fólk en svo er ég bara á kafi í vinnu og þegar ég er í fríi hefur engin tíma til að leika við mig. Ég á meira segja ennþá eftir að pakka niður herberginu mínu auk þess að pakka niður dóti. Það er engin vafi á að þetta hefst allt saman, en þetta ergir mig bara smá. So much to do so little time.....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com