Hosted by Putfile.com





Thad er snjor a Islandi i dag.

Min er buin ad vera heimakaer i tæpar tvær vikur og thvi litil astæda til ad blogga. Fólk sem les mig getur þessa dagana bara tekid upp simatólid og hringt i mig. Þó er það merkilegt hvad ég stressa mig mikid a því ad ég mun ekki ná ad hitta alla sem ég þekki á þessum þremur vikum. Tíminn flýgur jafnmikid frá mér hérna og á Ítalíu. Er ennþá mjög bitur útí blogger vegna þess að hann strokaði út heila ritgerð sem ég skrifaði um heimferðina, það tekur mig alltaf nokkrar vikur ad jafna mig þegar eitthvað eyðist.......

Er búin ad borða einsog fíll og mæta í næstum öll jólabodin og brosa og heilsa og finnast jafnvel bara gaman ad hitta allt þetta fólk, stundum man ég ekkert hver vidkomandi er en brosi bara og leyfi vidkomandi ad hafa áhuga á lífi mínu þótt ég viti ekkert hvaðan vid erum skyld. Fór á uppákomu í gær þar sem fagnad var að langafi minn sem lést um 1970 og eitthvad hefdi orðið hundrað ára. Fjölskyldan okkar i kefló er kröftug, allir tala hátt og sem virdist i kapp vid hvort annad og hlær og segir brandara og strídir einhverjum og rífst og skammast og faðmast og klípur allt í sama pakkanum. Og það er merkilegt að tvöhundrum manns safnist saman og allir afkomendur Óla Sólimann og Gunnu i kefló. Ekkert lítid hvað fólk er búið ad vera dugleg ad framleiða.....

Hundrað milljón sinnum spyr fólk mig hvort ekki sé gaman a Ítalíu, merkilegt því það gefur eiginlega bara möguleika á JÁ/NEI svari. Stundum er því breytt i "hvernig er á Ítalíu" og þá er svarið frjálst. Þó er maður komin með svona staðlaðan pakka á svari, gaman, gengur vel, já já skil ítolsku, læri listheimspeki með öðrum ítölum, já fer aftur út eftir jól, fá fram á sumar, - Svo er fólk útum allt sem varar mig á Ítölskum flögurum, audi er ekki sú eina sem bendir mér á ad leita uppi mann á fróni, Frænkur segja mér líka að finna bara einhverja Vikinga og sleppa alveg þessum svikapésum.

Svo er þetta með syndrómið sem kennt er við dagbók Bridget Jones, umtalað af öllum vinkonum mínum. Horror jólaboðana þar sem viðkvæðið er stöðugt; Hva ert´ekki komin með kærasta uppá arminn? Þetta virðist vera hið eina sem frænkur, frændar og ömmur hafa áhyggjur af í lífi ungra kvenna. Erum við ekki löngu löngu komin yfir þá öld sem hið eina sem skiptir máli er ad kynnast góðum og traustum manni sem þénar vel og getur séð fyrir þér og börnunum og giftast. Til þess þarftu að kunna handiðn einsog útsaum og þvott og hekla og elda mat. Mér finnst það í alvörunni absúrd í meira lagi að þetta sé eina áhyggjuefni fjölskyldnanna, er fólk ad hafa áhyggjur af því ad ættin deyji út ef ungu konurnar fjölgi sér ekki sem fyrst?

Ég viðurkenni að tala ekki af eigin reynslu heldur af frásögnum, áhyggjum og þreytu stúlkna í kringum mig að segja frá því í hundraðasta skipti að nei, kærastinn er enginn. Og það sem verra er ; svara þeirri fáranlegu spurningu - "Hvað á þetta að þýða, Af hverju áttu ekki kærasta? Maður starir í augun á þessari fjarskyldu frænku og finnur enga þörf til að útskýra sín karlamál eða vandamál eða þá síður að fara út í útskýringar á eigin geðheilsu og ástandi og eða biturleika í garð karlmanna af öllum mögulegum ástædum. Er fólk svona miklir dónar eða bara kjánar. Þetta getur þó aðeins farið versnandi, ef fólk lætur svona við okkur rétt 22ára þá vil ég ekki vita hvernig verður um þrítugt. Nema að fólk gefist uppá því að viðkomandi nái sér í mann.

Og hinn öfugsnúni geðklofi sem ég burðast stundum með, verður skyndilega móðgaður því ég geri mér grein fyrir því að allir, meira segja fjölskyldan mín er nokkurn vegin búin að gefast uppá að spurja mig slíkra spurninga. Enda sama svarið gefið, burtséð frá stöðu minni í þeim málum ef ekki bara snúið útur og bullað. Meira segja þegar litlu frændur mínir sem eru auðvitað miklu stærri en ég mæta með konur til "margra" ára, þá finnst fólki sjálfsagt að ég sé ein á báti, enda fæ ég stimpil sem litla skrítna kerla sem er að þvælast í útlöndum og læra skrítna algjörlega ónytsamlega hluti. Klapp á hausinn því ég er ágæt.

Aðeins EINU SINNI í ár, var ég spurð hvort ég væri að vesenast með kærasta í útlöndum af skáömmu einni sem ég hef ekki hitt i fjölda ára, mín þvertók fyrir það og hún kleip mig í upphandlegginn og hvíslaði einsog hún væri að trúa mer fyrir háklassaleyndarmáli ; Blessuð vertu, það er best svona, nógur tími enn og vertu ekkert að flýta þér og blikkaði mig.

Nú er ég ekkert að fjasa um það að fólk eigi ekki að vera í samböndum, eða sambandsleysi um jólin sé betra eða verra en andstæðan. Heldur hvað það er absúrd að fjölskyldan sé stöðugt að pressa á þetta, skipta sér af ástarlífi fólks. Í mörgum fjölskyldum sé staðreynd að áhugi sé fyrir þessu en ekki námi eða hugmyndum fólks. Öllum er sama hvað þú ert að aðhafast eða hvernig þú hefur það. Ef þú átt kærasta þá hlýtur allt að vera blússandi hamingju, ef það er ekki eina sem þú þráir þá er eitthvað að þér.

Sorglegt og úrelt viðhorf í meira lagi. Við vitum betur.




Eg gaeti svo sem bloggad um allt mogulegt, toma iskapa og fundnar jolaseriur af kaerustunni audvitad, thar sem thessir strakagemlingar vita ekkert hvar hlutir eru settir i theirra eigin ibud. Djamm a manudogum thegar madur rekst inn til ad fa ser aperitivo.....ekki annad haegt thar sem matarlaust er i kotinu, blankheit og sykurfodur sem nefndur er sigrun saeta. Party sem er ad fara i vaskinn thar sem allir eru lunir og enginn nennir ad skipuleggja, kaffihus a hverjum degi. Laera hvad? Sigrun er alltaf duglegri en eg, kemur sennilega engum a ovart enda hefur hun ekki litin viljastyrk og kraft med slatta af samviskusemi sem hun aetti nu ad reyna ad kenna mer svona thegar vid lifum samanlimdar. Hun a meira en litid hros skilid fyrir ad drattast a lappir i morgun og fara i tima

En eg nenni ekki ad blogga neitt um neitt thvi eg kem heim ekki a morgun heldur hinn um midnaetti og get thar af leidandi sagt sogur i eigin personu en ekki a oldum ljosvakans..... sem er reyndar ekki satt, er thad ekki utvarp? Fafrod litid stulka sem er ad deyja ur hungri og er hamingjusom thvi hun fann tvaer evrur i jakkavasanum og getur thvi farid og keypt ser pizzusneid. Ekki slaemt!!!

Datt inna mbl.is um daginn thar sem eg vildi nu sja hvad vaeri ad gerast a Islandi i dag, og thar se eg bara yfirlysingar a yfirlysingar ofan fra trylltum stjornmalamonnum sidast en ekki sist fra fodur minum fyrir hond ASI, a ymsu atti eg nu von en ekki dabba kong og pabba ad rifast med yfirlysingum. Jahhh hvad segir madur, keiko daudur eg reyndi ad eyda heilum klukkutima i ad utskyra free willy og hver keiko vaeri, raudhaerdi italinn okkar skildi ekkert og held ad honum vaeri meira segja sama thott hann hefdi lifad vid islandsstrendur med einkatjalfara i fljotandi kvi. Hafi svo synt til noregs og eignast vini en daid ur hjartaafalli. Thad hvarflar meira segja ad mer ad hann hafi ekki truad ordi af thessari snidugu sogu. Saddam komin i leitirnar med skegg utum allt, mar er nu ordin nokkud godur ad skilja frettirnar i sjobartinu herna uti, bloggheimurinn kominn i frettirnar med hvelli sem a meira en litid rett a ser, eg segi nu ekki annad en bloggarinn a virdingu skilid fyrir hreinskilni og rith




Eg tek netkaffihusid i svona syrpum, stundum kiki eg a hverjum degi og stundum ekki i margar vikur. Thad syngur bradvel i mer thratt fyrir daudans kulda i Bologna sem nystir inn ad beini. I dag er svo rakt ad thad er naestum thoka thott thad se ekki beint rigning. Svona meira einsog kjurr udi, thvi madur finnur rakann thegar madur labbar. Og madur labbar mikid, thad er kanski skitakuldi a froni en fair af minum vinum eru a roltinu i halftima, klukkutima a afangastad. I fyrradag snjoadi meira segja, samt a blauta jord svo aldrei sast neitt hvitt, en italirnir voru soldid hrifnir. Theim finnst nu snjor fallegur thott thau seu oll med tolu kuldahraeddari en nokkur sem eg thekki. Mamma gerdi nu alltaf svo mikid grin ad mer fyrir ad hvarta undan vedrinu, en hun hefur sko ekki buid med itolum. Ef thad rignir tha vilja their helst ekki fara ut, a thridjudaginn vorum vid a bar sem er alltaf med tilbod tvo fyrir einn a theim dogum og thad var naestum tomt. Thad thotti nu ekki skritid midad vid vedrid, ju thad er sennilega faerra um manninn i reykjavik thegar thad er snjobylur og hrid og tiu stiga frost, en i nanast logni og lettri rigningu med skitkoldu lofti tha myndi hver madur haetta ser ut i theim tilgangi ad syna sig og sja adra.

Seinustu helgi aetludum vid til Napoli til Mariku, en a fimmtudeginum hringdi hun og var buin ad fa vinnu i Bologna og var ad koma til okkar. Sem sagt byr hun nuna i herbergisholunni med okkur og vinnur bara um helgar. Thad er alveg meira en ad segja thad ad fa vinnu i thessu landi fyrir ungt folk med medal haskolamenntun, svo sem svipad heima ad eg held. Thad var ad sjalfsogdu tekid god syrpa um helgina, frosin margarita og sangria a mexikonskum stad med ovenjulegum felagsskap, raudhaerda italanum, brodur hans og nokkrum serlega einkennilegum vinum hans. Marco miranda let meira segja sja sig og dansadi vel valin spor, og okkur tokst vel ad lata alla vera vel i glasi. Folk sem venjulega er daldid pent og ekki mikid fyrir sopann, litill bjor er meira en nog ad theirra skapi. I Bologna er meirihlutinn studentar, heimurinn herna i midbaenum hefur alveg serstakt andrumsloft af nemendum fra allri italiu og skiptinemendum fra ollum heiminum. Thu hittir itali allstadar, en ekki ekta bolognese. Their halda sig vist soldid utan vid studentasamfelagid og stunda stadi annarstadar. Thannig ad their sem velja ad koma til Bologna er yfirleitt folk sem finnst gaman ad vera uti a lifinu og hitta nytt folk og drekka heilan helling. Svoleidis er thad alls ekki utum alla Italiu, einsog sigga var buin ad hraeda mig med sogum um eintoma house tonlist og litla itali ad skekja sig uti a dansgolfi i dagsbirtu og ef einhver stakk uppa bjor var litid a hann hneykslunaraugum.

Jaeja einhverjar krofur voru um deitsogur. Eg hef bara eitt ad segja, (eda nokkra hluti reyndar) thad kom mer a ovart ad allir byrjudu a ad spurja mig hvadan hann vaeri, thegar eg sagdi mascierata sem er i heradinu Marche, tha var alveg fussad og sveiad. Nei nei nei, ekki gott mal. Fekk ad heyra malshattinn; Meglio un morto in casa di un Marchegiano alla porta. Sem a asthaera ylhyra myndi utleggjast sem - Betra er daudur madur i husi thinu en madur fra marche i dyragaettinni.

Mer fannst thetta nu fullharkalegt, ekki fra thvi ad eg hafi fyllst thrjosku yfir thessum fordomum a aumingjans manninum sem enginn hafdi hitt enntha. Jahh, varla eg heldur og akvad thvi ad hafa ad minnsta kosti opin hug yfir thessum kaffibolla. Fljott fylltist eg fordomum yfir kroftugu mallyskunni, edlilegt folk getur vel reynt ad tala skyrt og nota frekar hina "almennu" itolsku ef thad vill, ad eg tali nu ekki um vid litid utlendingsgrey sem threyttist mjog a samverunni thar sem hun thurfti ad taka a allri einbeitingu til ad skilja hvad hann var ad fara. Jaeja, kaffibolli er ekki eilifur og kaffid er sterkt a italiu svo madur hefur ekki alltaf lyst a odrum, leidir okkar skilja a hinn edlilegasta hatt fyrir eftirmiddag i rokkri og raka. Farvell frans, takk fyrir daginn og heyrumst naestu daga, anaegja i bae thar sem enginn vaeri ad fara til Napoli.

Eg get nu ekki sagt ad eg se laus vid stjornsemi, en stundum vill eg ekkert med stjornsemi hafa og finnst ekkert eins kjanalegt og thegar hann spurdi mig ca. tvo thusund sinnum hvad eg vildi frekar og eda ekki og hvad eg vildi sja i bologna, hvad eg hefdi sed og virtist hafa gridarlegar ahyggjur yfir ad thurfa ad skemmta mer og eiginlega snerist i hringi yfir eigin oakvedni medan eg for bara ad horfa eitthvert annad. Mer fanst eg bara roleg, og var alveg sama hvort hann thekkti einhverja merkilega stadi i bologna eda ekki. Hann vard alveg omogulegur thegar eg vissi allt sem hann reyndi ad segja mer. Hreinlega taugaveiklun og eg atti ad rada ollu, segja til um tima og stad og liggur vid senda honum fax med plani minu og hans fyrir vikuna.

Tha erum vid ekki ad tala um edliega greidasemi eda vingjarnlegheit, vid erum ad tala um 50 sms skilabod thegar vid aetludum ad hittast eftir ad eg var uti ad borda mer krokkunum heima, til ad utskyra ad hann viti ekki hvert hann vaeri ad fara en eg maetti rada og aetti ad lata hann vita, fram og til baka um erfidleika thessa mals. Thegar eg seint og um sidur hitti svo manninn tha hafdi hann enntha meiri ahyggjur af thvi ad eg vildi kanski frekar vera med hinum en ekki honum, sem mer fanst nu absurd thar sem eg hafdi nu stadid i ollu thessu simakjaftaedi. Jaeja, eg var nu komin med orlitlar efasemdir um ad mig langadi ad kynnast thessu veseni neitt meira. Hvernig er haegt ad hafa svona morg vandamal sem voru aldrei vandamal, thegar madur hefur hisst stuttlega i thrju skipti. Ca. fimm klukkutimar allt i allt med bjor eda kaffi i hond. Jaeja, allt fer roandi eftir ad eg stadfesti ad eg se sjalfviljug ad eyda tima minum i ad tala vid hann, mer finnst thessi paranoia engan vegin vera i hans anda thar sem hann er frekar mikill, alltaf i boltanum og svona. Thad er svo sem ekkert samhengi milli skemmtilegra persona og fotbolta.

Ekki batnar thad thegar uti a gotu hann hefur samraedur a : vid thurfum ad tala saman. Venjulega a eg ekki i miklum vandraedum med ad tala svo eg janka bara, thratt fyrir ad gera mer ekki fulla grein fyrir hvad thad er sem vid thurfum ad tala um i alvoru undir fjogur augu. Hann byrjar og eg nadi thvi ad hann vaeri ekki alveg ad meika thetta, vaeri allof erfitt( veit ekki hvad var erfitt, eg , hann eda lifid) Mallyskan tekur a skrid og eftir orstutta stund missi eg einbeitinguna og fer ad horfa a tunglid bara og brosa yfir laufblodunum sem eru utum allt. Einsog thegar madur er alltof threyttur i fyrirlestri i skolanum og smam saman svifur madur utur einbeitinunni og heyrir bara svona mal thott madur aetli ser ad hlusta. Fyrir thessar sakir veit eg ekki alveg hvert hans vandamal var, en eg akvad eftir sma stund ad mitt vandamal vaeri ad eg skildi hann ekki, fyndist hann ekki alveg skemmtilegur og nennti eiginlega ekki ad setja mig inni thad hvert hans vandamal vaeri. Svo thegar hann reyndi ad krefja mig svara um mina afstodu til thessa alls, og hvad eg hefdi gert i hans sporum, svaradi eg bara i heimspekilegum vangaveltum um tilgang thessa alls. (Stundum borgar sig ad laera heimspeki, hann vissi ad eg laerdi thad og gafst thess vegna upp a ad skilja mig) Svo thar endadi thad, eg skildi hann ekki og hann skildi mig enntha sidur.

Eg get ekki sagt ad eg hafi verid skilin eftir med brotid hjarta, fyrir mitt leyti komst thetta aldrei yfir ad vera samraedur vid nytt folk. En tho far eg gridarlega ergileg yfir skilningleysi beggja adila. Kanski var thetta gridarlegt vandamal sem hann hafdi og eg sinnti thvi med thvi ad glapa a tunglid (sem var annars mjog fallegt thetta kvold) Frekar var eg tho hrikalega pirrud yfir thvi skilingsleysi og tillitleysi og vanvirdingu hanns ad halda virkilega ad thad se haegt ad eiga fullkomlega sangjarnar samraedur um alvarleg malefni thegar hann talar itolsku sem modurmal a hundrad kilometra hrada med mallysku daudans og eg med itolsku sem eg hef laert a threm manudum an thess ad laera hana beint i skolanum. Vid erum ekkert i malfraeditimum, en madur baetir vid sig haegt og haegt vid ad hlusta og rembast vid ad tala. Fuss og svei segi eg nu bara. Marika vinkona er fra Napoli, thar sem er nanast annad tungumal en hana skil eg vel enda talar hun itolsku med napolenskum hreim/aherslum en ekki sina kroftugu mallysku. Hun sagdi lika ad thegar hun for til mascerata hafi hun ekki skilid baun i bala, thratt fyrir ad hafa itolsku ad modurmali.

Eg er buin ad breyta malshaettinum i Meglio nessuno a casa di un marchegiano alla porta. Betra enginn en thetta, og thess vegna hef eg ekki svarad straknum med krullurnar sem eg hitti um daginn. Tekur vodalega a ad deita stelpur....... nei svona ad ollu grini slepptu tha finnst mer alveg gaman ad hitta folk og spjalla, madur laerir alltaf eitthvad nytt ef ekki um hitt folkid og vidhorf til heimsins tha um sjalfan sig og hvernig madur hondlar adstaedur sem koma upp. Her er vinskapur aldrei markmidid, ad thvi er mauri og marika segja mer. Ef strakur er vinur stelpu, er thad gegnum marga marga ara kunnskap, fyrrverandi kaerasta sem hefur breyst i vinkonu, eda stelpa sem their reyndu vid en thaer vildu tha ekki en their saettu sig vid ad vera "bara" vinir. Mer finnst thad samt absurd ad aetla ad hver sem gefi sig a tal vid mig hvar sem er, geri thad vegna thess ad hann se kollfallinn fyrir personuleika minum og fegurd ur fjarlaegd. Tha a eg ekki vid menn sem sja ad thu sert utlensk og stokkva a thig med tillhlaupi og tja ter ad thu sert kona drauma theirra bara vegna thess ad their halda ad utlenskar stelpur seu audveldar og thaegilegar i umgengni.

Eg meina venjulega menn eda strakar eda stelpur sem madur dettur inni ad tala vid her eda thar og ther likar vid. Eg held ad mauri og marika hafi rett fyrir ser ad thvi leyti ad heima kynnist madur ekki svona oft. Hitta einhvern uta gotu og akveda ad skreppa oll saman og fa ser kaffi, simanumeraskipti kanski vidreynsla sem er hafnad og akvedid ad vera vinir. Hittist seinna, hittir vini hinna og kynnist thannig fleirum. Thau voru alveg i losti yfir thvi ad madur gerdi ekki svona a Islandi, hvernig i oskopunum vid kynntumst folki. Af hverju megi ekki spyrja beint um simanumer hja einhverjum ef manni liki vid tha? Eg hef milljon sogur af them thar sem vid erum ad reyna ad utskyra hluti sem eg tel goda heima..... adstoduna a bokhlodunni, sundlaugar og marika alveg veinadi af skelfingu. Mer fannst svo gott ad hafa mitt eigid bord og plass a bokhlodunni til ad laera thar sem enginn trufladi mig, en hun hafdi sjaldan heyrt neitt eins sorglegt. "En tha ertu bara ALEIN, engin til ad spjalla vid" Henni fannst miklu betra ad sitja saman 8 a einu storu bordi og nota ordabaekurnar saman. Tha hefurdu felagskap........

Sundlaugabrandarinn krefst alveg heillar sogu, en i stuttu mali vorum vid sigrun ad utskyra hvad sundlaugar eru yndislegar serstaklega a kvoldin a veturnar, dimmt og snjor utum allt og ljosin og svo thegar madur syndir snjoar a hausinn a manni og ......... Mariku leist nu aldrei vel a thetta, en eftir sma stund se eg skelfingarsvip myndast a andlitinu a henni og hun stynur upp " en eru thaer uti" og svelgist a kaffinu thvi an ykja hafdi hun aldrei aldrei getad imyndad ser ad thaer vaeru undir beru loftir. Thetta med ad lappa ber uti laug fannst hennni mesta bilun, (kuldahraedslan er ad fara med thau) Jafnvel thegar eg reyndi ad roa hana med ad vatnid vaeri hlytt og ther vaeri sjodheitt ofani tha stundi hun upp.. ..... "ma la faccia e ancora fuori" en andlitid er samt uti.

Eg og sigrun lakum nanast nidur a golf ur hlatri yfir thessum vandraedum, hvad er malid. Min hugmynd er ad kaupa handa henni scuba diving dot svo hun geti setid i kafi og andad gegnum thad og vinkad okkur hinum. Aumingjans kruttid hun marika, hatar rigningu kulda og snjokomu og fanst thad hin skelfilegasta upplifun ad vera uti med hausinn i beru lofti og svo snjoadi og rigndi ofan a hana.








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com