Hosted by Putfile.com





Thad er snjor a Islandi i dag.

Min er buin ad vera heimakaer i tæpar tvær vikur og thvi litil astæda til ad blogga. Fólk sem les mig getur þessa dagana bara tekid upp simatólid og hringt i mig. Þó er það merkilegt hvad ég stressa mig mikid a því ad ég mun ekki ná ad hitta alla sem ég þekki á þessum þremur vikum. Tíminn flýgur jafnmikid frá mér hérna og á Ítalíu. Er ennþá mjög bitur útí blogger vegna þess að hann strokaði út heila ritgerð sem ég skrifaði um heimferðina, það tekur mig alltaf nokkrar vikur ad jafna mig þegar eitthvað eyðist.......

Er búin ad borða einsog fíll og mæta í næstum öll jólabodin og brosa og heilsa og finnast jafnvel bara gaman ad hitta allt þetta fólk, stundum man ég ekkert hver vidkomandi er en brosi bara og leyfi vidkomandi ad hafa áhuga á lífi mínu þótt ég viti ekkert hvaðan vid erum skyld. Fór á uppákomu í gær þar sem fagnad var að langafi minn sem lést um 1970 og eitthvad hefdi orðið hundrað ára. Fjölskyldan okkar i kefló er kröftug, allir tala hátt og sem virdist i kapp vid hvort annad og hlær og segir brandara og strídir einhverjum og rífst og skammast og faðmast og klípur allt í sama pakkanum. Og það er merkilegt að tvöhundrum manns safnist saman og allir afkomendur Óla Sólimann og Gunnu i kefló. Ekkert lítid hvað fólk er búið ad vera dugleg ad framleiða.....

Hundrað milljón sinnum spyr fólk mig hvort ekki sé gaman a Ítalíu, merkilegt því það gefur eiginlega bara möguleika á JÁ/NEI svari. Stundum er því breytt i "hvernig er á Ítalíu" og þá er svarið frjálst. Þó er maður komin með svona staðlaðan pakka á svari, gaman, gengur vel, já já skil ítolsku, læri listheimspeki með öðrum ítölum, já fer aftur út eftir jól, fá fram á sumar, - Svo er fólk útum allt sem varar mig á Ítölskum flögurum, audi er ekki sú eina sem bendir mér á ad leita uppi mann á fróni, Frænkur segja mér líka að finna bara einhverja Vikinga og sleppa alveg þessum svikapésum.

Svo er þetta með syndrómið sem kennt er við dagbók Bridget Jones, umtalað af öllum vinkonum mínum. Horror jólaboðana þar sem viðkvæðið er stöðugt; Hva ert´ekki komin með kærasta uppá arminn? Þetta virðist vera hið eina sem frænkur, frændar og ömmur hafa áhyggjur af í lífi ungra kvenna. Erum við ekki löngu löngu komin yfir þá öld sem hið eina sem skiptir máli er ad kynnast góðum og traustum manni sem þénar vel og getur séð fyrir þér og börnunum og giftast. Til þess þarftu að kunna handiðn einsog útsaum og þvott og hekla og elda mat. Mér finnst það í alvörunni absúrd í meira lagi að þetta sé eina áhyggjuefni fjölskyldnanna, er fólk ad hafa áhyggjur af því ad ættin deyji út ef ungu konurnar fjölgi sér ekki sem fyrst?

Ég viðurkenni að tala ekki af eigin reynslu heldur af frásögnum, áhyggjum og þreytu stúlkna í kringum mig að segja frá því í hundraðasta skipti að nei, kærastinn er enginn. Og það sem verra er ; svara þeirri fáranlegu spurningu - "Hvað á þetta að þýða, Af hverju áttu ekki kærasta? Maður starir í augun á þessari fjarskyldu frænku og finnur enga þörf til að útskýra sín karlamál eða vandamál eða þá síður að fara út í útskýringar á eigin geðheilsu og ástandi og eða biturleika í garð karlmanna af öllum mögulegum ástædum. Er fólk svona miklir dónar eða bara kjánar. Þetta getur þó aðeins farið versnandi, ef fólk lætur svona við okkur rétt 22ára þá vil ég ekki vita hvernig verður um þrítugt. Nema að fólk gefist uppá því að viðkomandi nái sér í mann.

Og hinn öfugsnúni geðklofi sem ég burðast stundum með, verður skyndilega móðgaður því ég geri mér grein fyrir því að allir, meira segja fjölskyldan mín er nokkurn vegin búin að gefast uppá að spurja mig slíkra spurninga. Enda sama svarið gefið, burtséð frá stöðu minni í þeim málum ef ekki bara snúið útur og bullað. Meira segja þegar litlu frændur mínir sem eru auðvitað miklu stærri en ég mæta með konur til "margra" ára, þá finnst fólki sjálfsagt að ég sé ein á báti, enda fæ ég stimpil sem litla skrítna kerla sem er að þvælast í útlöndum og læra skrítna algjörlega ónytsamlega hluti. Klapp á hausinn því ég er ágæt.

Aðeins EINU SINNI í ár, var ég spurð hvort ég væri að vesenast með kærasta í útlöndum af skáömmu einni sem ég hef ekki hitt i fjölda ára, mín þvertók fyrir það og hún kleip mig í upphandlegginn og hvíslaði einsog hún væri að trúa mer fyrir háklassaleyndarmáli ; Blessuð vertu, það er best svona, nógur tími enn og vertu ekkert að flýta þér og blikkaði mig.

Nú er ég ekkert að fjasa um það að fólk eigi ekki að vera í samböndum, eða sambandsleysi um jólin sé betra eða verra en andstæðan. Heldur hvað það er absúrd að fjölskyldan sé stöðugt að pressa á þetta, skipta sér af ástarlífi fólks. Í mörgum fjölskyldum sé staðreynd að áhugi sé fyrir þessu en ekki námi eða hugmyndum fólks. Öllum er sama hvað þú ert að aðhafast eða hvernig þú hefur það. Ef þú átt kærasta þá hlýtur allt að vera blússandi hamingju, ef það er ekki eina sem þú þráir þá er eitthvað að þér.

Sorglegt og úrelt viðhorf í meira lagi. Við vitum betur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com