Hosted by Putfile.com





,

Þar sem áhyggjur er mannskemmandi hef ég ákveðið að sleppa þeim bara í bili. Mottóið mitt -þetta reddast bara- hefur hingað til staðist flestar væntingar mínar. Og í sambandi við reikningana sem ég skulda þá er ég svo heppina að friðurinn forðast mig meira en ég forðast hann. Við erum búnar að reyna að velta þeim manni dálítið fyrir okkur, á milli þess sem okkur er alveg sama hvort hann er til eða ekki og engin niðurstaða nærri. Svo sem ekki neitt nýtt mál, síðan hvenær hefur maður skilið stráka að fullnustu. En hann virðist vera hálf hræddur við okkur, og þó ekki hræddur en frekar halda okkur í passlegri fjarlægð. Einsog ég sagði finnst mér það fyndið því við höfum ekki beint verið mikið að sækjast eftir hans félagskap fyrir utan að hann er helmingin af tímanum í austurríki hjá kærustunni, en mér finnst alltaf hálf leiðinlegt þegar einhver sem maður taldi vera félaga og vin grafa gjá á milli sín og hinna. Þetta er ekki þannig að einhver andúð sé í gangi, við spjöllum saman þegar við hittumst og allt í ljúfum stíl en gjáin er til staðar. Ekki bara við okkur heldur alla, greinilega búinn að fá nóg af að búa í kommúnu og djamma og lokar sig af með afsökun um að læra og á sínar eigin sykur birgðir inni í herbergi.... setti miða á olíuna og þvottaefnið sitt. É mio !! Non di tutti.... er mitt ekki allra. Maður getur ekki annað en hlegið en hann var ekkert að grínast því miður. Einsog hann var mikill múmínálfur til að byrja með og sniðugur þá er hann eitthvað að eldast um aldur fram. Það kemur víst að þessum tímapunkti hjá flestum þar sem þeir hugsa hingað og ekki lengra nú tekur alvaran við. Samt getur maður nú verið áfram ungur í anda, hann er nú með þeim yngri strákum sem við þekkjum hérna og margir hinna áfram í fullu fjöri.

Hver er lækningin við framtaksleysi? Minnist hundrað milljón umræðna við vinkvendi mín um þetta vandamál sem hellist yfir mann á stundum. Allt að gerast inní hausnum og fjöldi hugmynda um mismunandi framkvæmdir en svo gerist ekkert dramatískt. Við sigga erum búnar að þróa ymsar kenningar einsog ..... borða ekki nóg, miðað við sælkerann mig þá er eitt jógúrt og pizzusneið ekki gríðarlegt át á einum degi, fábreytt mataræði; skortur á grænmeti og vítamínum, til skiptis of lítið kaffi eða of mikið fer eftir aðstæðum. Of mikil leikfimi sem þreytir mann eða of lítil sem skapar kraftleysi. of mikill svefn eða of lítill svefn..... Öðrum orðum þá finnur maður alltaf afsökun þegar henntar. Lausn: spurning um hugarfar.

Partýið mikla varð að færast um helgi því miranda varð að fara heim vegna dauðsfalli í fjölskyldunni, fyrst ætluðum við að hafa það samt en þegar ég spurði friðinn hvað við ætluðum að kaupa áfengi fyrir mikið tjáir hann mér að hann verði ekki heldur. Á föstudagseftirmiðdaginn. Viðurkenni að hafa orðið meira en lítið pirruð, ég meina ef við ætlum að hafa húspartý og hann lét okkur ekki einu sinni vita að hann væri að fara!! Jæja nóg um það, þessa dagana er carnivalið eða kjötkveðjuhátíðin um alla ítalíu svo við ætlum að halda carnival partý þar sem allir mæta í búningum! Rauðhærði er kominn aftur til okkar og var meira en til í að skipuleggja með okkur. Með þvi skilyrði að við lánuðum honum fínt pils og bol og máluðum hann fínt því þeir hafa alltaf klætt sig i drag. Þurfti sko ekki að sannfæra okkur frekar. Videokameran mun festa þtta frábæra uppátæki okkar á filmu.

Á morgun er martedi grasso sem myndi útleggjast sem hinn feiti þriðjudagur og einnig lokadagur hinnar frægu kjötkveðjuhátíðar í feneyjum. Það er eitthvað sem maður verður víst að sjá svo við ætlum að reyna að kíkja þangað. Skrópa í skólanum og taka lest seinni partinn og djamma alla nóttina og fara heim um sjö um morguninn. Verst að við eigum enga búninga enþá en það verður að hafa það. Get ekki beðið eftir að sjá feneyjar, en samt er búið að segja mér að maður sjái varla neitt fyrir fólki og uppákomum en það er þó ekki slæmt umhverfi til að djamma í!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com