Okkur til mikillar hamingju hittum við Lisu og Giancarlo a Irish og seinna Maurizio því vorum við ekki einar um að spjalla við manninn. Hann var mjög spenntur að sjá hversu mikið við drykkjum því rauðhærði var búin að promota okkar hæfileikum vel í þeim efnum. Ég veit ekki hvert hann ætlaði þegar ég fékk mér fjórða bjórinn, það fannst honum svakalegt en Mauri sagði honum að hann ætti nú eftir að sjá meira, við gætum drukkið alla undir borðið. Sjálfur náði hann að torga einum bjór og var þá alveg á blístri sem ekki batnaði þegar hann hallaði hausnum að veggnum og lokaði augunum. Við trúðum ekki eigin augum að maðurinn væri að lognast út af eftir einn bjór en hann fullyrti að hann væri bara að “dreyma” neitaði algjörlega að fara heim. Fyndið alveg þangað til hann fór að dást að raunverulega hárinu á mér...... svo fallega rautt og náttúrulegt sko. Svo heimtaði hann að fá að eiga seinustu smókana af sígarettunni minni. Ég hélt nú ekki, ég ætlaði mér bara að reykja mína sígarettu og reyndi að bjóða honum aðra. En nei nei, hann vildi bara MÍNA.
Jesús hvað þessi maður er undarlegur. Enduðum fjögur á Corto maltese; sigga ég og mauri og maðurinn ennþá á lífi eftir bjórinn sinn. Forðaði mér strax á dansgólfið þar sem ég þóttist örugg frá öllum skotum frá þessum skrítna og tók marga sveifluna þar. Spjallaði við strák sem var nokkuð myndarlegur og af einhverjum skrítnum ástæðum náði hann í blað og skrifaði fyrir mig heimilisfangið sitt á miðÍtalíu. Samt bjó hann í Bologna. Eitthvað fanst mér það tilgangslaust og spurði hann hvað ég ætti að gera við þetta og hann tjáði mér að ég gæti td. Sent honum póstkort...... Ég hló eitthvað að því og þá skrifaði hann líka símanúmerið sitt á snepilinn. Verst að ég týndi þessum miða, hefði verið frábærlega fyndið að senda honum póstkort, hann bjóst örugglega ekki við að ég myndi gera það. Þegar sigga og mauri slógust í hópinn hvarf skrítni maðurinn án þess að kveðja og mig grunar að hann hafi verið eitthvað örlítið ósáttur. Við létum það nú lítið á okkur fá og ætluðum að enda kvöldið á kúrekabúllunni í götunni okkar. Þar var alveg dautt svo við kíktum á hinn barinn sem er opinn fram eftir öllu, en viti menn!! Við stórt borð sátu allir starfsmenn og fastagestir kúrekabúllunnar á staffadjammi..... svo við spjölluðum nokkuð við barþjónana vini okkar....
Þegar við komum heim var skrítni maðurinn ekki kominn á fætur og klukkan samt að smella í sjö svo mauri og sigga mönuðu mig í að fara og vekja hann. Reiknuðum fastlega með að marco ljóshærði væri hjá kærustunni svo ég fór og bankaði uppá hjá þeim og tilkynnti að hann væri og seinn í vinnuna og yrði að drífa sig á fætur. Þvílík þjónusta maður, einkavekjari. Mér fannst ég ofsalega góð við hann en svo heyri ég marco þakka mér nokkuð biturri röddu fyrir almennileg heitin að vekja hann líka á þessum ókristilega tíma. Úúúúpppss. Hann var sem sagt heima og mjög ósáttur við framtak mitt, sem ekki skánaði þegar maðurinn stekkur framúr kveikir ljósið og fer að spjalla við hann. Án gríns þá talar hann meira en nokkur sem ég þekki, algjörlega non stop talar örugglega í svefni líka.
Í dag var svo bara svefn og pizza og Grande Fratello quattro öðru nafni stóri bróðir fjögur. Mjög spennandi sko. Sýndi húsmóðurtaktana og saumaði saman rifur á fötunum mínum og sigga rembist við að læra fyrir prófið á morgun. Föstudagskvöldið ætla ég svo að fagna því ærlega að hún sé búin í prófum he he he. Erum lika búnar að lofa að fara í mat til Frændans og nýja vinar míns Pepé um helgina og hitta giancarlo og tala bara ensku við hann á sunnudaginn. Líst frábærlega á það, hann á nefnilega bíl og þá getum við farið út úr bænum og út að borða á einhvern skemmtilegan stað og gera honum greiða að æfa enskuna hans. Góður díll það.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home