Þess vegna er ég heima í kvöld til að reyna að læra. Eða jafnvel meira því ég á varla krónu, og auðvitað eru allir aðrir á brjáluðu djammi fyrst ég kemst ekki út. Það drepur mig svo sem ekki að sleppa fylleríi, reyndar fínt að vera heima stundum en mér er snarilla við að vera svona heft af sökum þessara blessuðu peninga. Einhvernvegin þarf ég líka að borða í þessum mánuði ekki satt? Stóð til að hringja í neyðarlínuna eða foreldrana og ræða láns skilmála en sjálfstæðið er samt að reyna að hindra það. Ég þoli ekki að þurfa að hringja í þau og láta þau bjarga mér, jafnvel þótt ég myndi borga þeim um leið og næsta lán kæmi þá er þetta spurning um stolt. Jæja, það er samt ekki annað í boði en að kingja stoltinu eða flytja út svo marco finni mig ekki og neyði mig til að borga.
Annars stendur partýið mikla til á laugardaginn og á sama tíma hlakkar mig mikið til og kvíði fyrir. Hlakka til að undirbúa það og skemmta mér með öllum sem ég þekki hérna en kvídi fyrir að ekki allir komst og ennþá meira fyrir að þrífa eftir það...... Á tímabili vorum við farnar að örvænta svo mikið að sigrúnu fanst að ég ætti að bjóða manninum sem ég fór á stefnumót með í nóvember og öllum hans vinum, alveg sama þótt ég hefði aldrei hitt hann aftur. Bara fá fleira fólk!! Ekkert verra en tómt partý, þær líkur eru þó engar nema kannski að það verði of mikil rigning. Mér finnst ennþá bráðfyndið að fólk forðist að fara út vegna smá rigningu..... Betra þó í dag byrjaði að snjóa, við frostmark í örugglega 80% raka þá er skítakuldi sem er nýjung því undanfarnar vikur var bara hlýtt, 15gráður og sól. Marco friður reyndi að panta sér pizzu en komst að því að þeir senda ekki heim í snjókomu. N.B. svona tveir millimetrar af snjó, langt frá því að vera hvítt úti einu sinni. Við hlógum mikið, þó verður að viðurkennast að ekki er auðvelt að bruna um á þessum vespum með hvíta plastkassan bundinn aftan á í snjó.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home