Annars sátt við lífið og tilveruna, vorum boðnar í mat hjá Giancarlo sem var þvílík himnasending því við vorum of myglaðar og þunnar í dag til að nenna að fara í búðina að kaupa mat, náðum samt að koma við í einni af microbúðunum í götunni þar sem vinur okkar tannlausi maðurinn selur grænmeti, áfengi, kók, vatn og hreinlætisvörur en engan mat og keyptum bjór og rauðvín. Þessi búð er æði, samt skil ég engin vegin hvernig þetta nær að reka sig, en smámælti tannlausi maðurinn sem vefur rauðvíninu inní pappír og krotar svo útreikningana á blað því hann er ekki búin að uppgvöta reiknivélina ennþá er algjört krútt. Við sigga og giancarlo sem er annars stóri bróðir friðarins, við og mauri borðuðum vel, náðum í francesco og keyrðum út fyrir Bologna til að fara á nýjan stað. Það runnu á mig tvær grímur þegar ég sá húsið, nánast úti í sveit keyrðum við eftir dimmum vegi og komum að stóru húsi sem líktist meira sveitabæ en skemmtistað. Á sumrin er þetta víst frábært því allir dansa úti og útum allt eru borð og stólar, en á veturna er þetta sem sagt gamalt hús sem er búð að breyta í djammstað. Virkilega öðruvísi, líkst nokkuð risastóru partýi í heimahúsi þar sem eru fullt af herbergjum, í einu eru borð í öðru er ekkert nema dansgólf og á öðrum stöðum er búið að búa til bari. Sötruðum þar en fórum þó nokkuð snemma heim...... Allir þreyttir eftir gærkvöldið og giancarlo eftir vinnuna og eftir að slasa sig í fótboltaleiknum í dag.
Á föstudagskvöldið enduðum við á að fara út með Marco “ljóshærða” og Nýja manninum David. Við sigga vorum búnar að kviða því allt kvöldið að sitja uppi með skrítna manninn og eiginlega plötuðum Marco að koma með okkur. Skárra að hafa hann líka sko, leiðin lá á mexicóskan bar þar sem við sátum í rólegheitum og drukkum frosna margarítu og sangriu auk smá tequila og kokteil. Alli í fínu stuði en sérstaklega David sem gerði sitt besta til að drepa okkur úr tali eða hristist af ánægju og dansaði sitjandi sem þó var mikil skemmtun fyrir okkur hin. Tjáði Sigrúnu meðal annars að hann elskaði kinnar. Þegar hann horfir á konu, þá eru kinnarnar það fyrsta sem hann tekur eftir. Svo tók hann sig til og sagði; Já svona einsog Ásta, blés út kinnarnar og lék með höndunum hversu rosalegar kinnar ég væri með. Sigrún hvítnaði nú bara í framan en lýsti þó yfir þeirri skoðun að kanski væri hún með jafnmiklar eða meiri kinnar en ég. Haldiði ekki að maðurinn hafi samþykkt það og reynt svo að ráðast á hana og klípa hana í kinnarnar. Aumingja Sigga hristi sig og neitaði algjörlega að leyfa skrítna manninum að káfa á kinnunum. Ég bara spyr, Hvað er málið með kinnar? Fyrir utan að vera ekki sammála að ég sé einsog api með útblásnar kinnar.
Marco Miranda reyndi allt sem hann gat að halda niðri í sér hlátrinum yfir þessum umræðum en það er bara ekki auðvelt að hemja sig. Eftir meiri drykkju þá endaði ég á að segja nýja manninum að hann væri að drepa okkur þegar hann þættist alltaf vita allt betra en allir og það væri betra fyrir alla ef hann sleppti því. Hann móðgaðist nokkuð en samt þakkaði mér kærlega fyrir uppbyggilega gagnrýni, í dag reyndi hann samt að sannfæra mig um að lífið væri einsog Trivial persjút. Maður vissi kanski ekki alltaf allt, en reyndi samt allt sem maður gæti til að svara og þykjast vita meira til að vinna. Ég sver það að ég á ennþá erfitt með að taka þennan mann alvarlega, sérstaklega meðan hann blandar bjór og myntuþykkni saman og sullar svo hálfri dollu af chilipipar yfir pastað sitt og lætur sem ekkert sé þótt hann sé farinn að svitna og tárast yfir hversu sterkt það var. Núna ætlum við að reyna okkar besta að taka hann sem lítinn bróðir sem fer í taugarnar á manni en samt elskar og er alltaf í fjölskyldunni sama hversu kjánalegur hann er...... Líka þegar mann langar að lemja hann með priki.
Enduðum að vanda á barnum hérna við hliðina á í seinasta bjórinn, ég sigga mauri og marco miranda áður en að skríða í bælið um sex leitið. Á morgun er svo enn einn sunnudagurinn þar sem við eigum ekki neitt að borða en sem betur fer getur maður pantað pizzu. Nema milli hálf þrjú og hálf sjö, þá siesta hjá þeim. Í alvörunni, hvað meina þeir með því? Alltaf vaknar maður á þeim tíma og þjást af hungri alveg til hálf sjö þegar þeir loksin opna aftur, án gríns þá er ekki mikið viðskiptavit að angra Itali, þaðanafsíður nokkuð í anda við neytendavæna þjónustu. Hér er heldur ekkert til sem heitir select, 7/11 eða búðir sem eru opnar allar sólarhringinn, enda finnst þeim ekkert voðalega gaman að vinna...... Eða fólk hefur minni þörf til að borða á nóttunni ég veit það ekki.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home