Þessir lítrar auk nokkra bjóra runnu hratt ofan í mannskapinn og allir í góðum gír, davide varð sífellt drukknari enda þolir hann ekki mjög vel áfengi og þambaði alltaf til að reyna að sýna okkur hversu mikill maður hann væri. Á endanum hellti marco tabasco sósu útí rauðvínið hans til að fá hann til að drekka hægar.....svona í gríni en maðurinn dreif sig til og drakk allt saman og hló mikið því hann elski svo sterkan mat og drykk. Þessi stragedia virkaði samt nokkuð vel á endanum því fyrir tvö var hann skriðinn uppí rúm slefandi útá kinn og við hin fórum út. Þeir fóru með okkur á stað sem við höfðum aldrei séð áður.... með indversku yfirbragði og skrauti og reykelsismökk og á neðri hæðinni eru stórir púðar útum allt í kringum lág borð með kertum þar sem fólk flatmagar í rólegheitum eða dansar inná milli eftir stemmingu. Við vorum það seint á ferð að þarna voru fáir en mér fannst þetta samt nokkuð spennandi staður þrátt fyrir að líkjast ópíum stað úr bíómynd. Vantaði bara magadansmeyjar og eldgleypa...... Já eða kanski kvennabúri..... mannabúri ef þau eru til því þetta er víst þekkt fyrir að vera hommastaður. Er að vinna í undirbúningsvinnu fyrir ella þegar hann kemur í heimsókn. Þó ekki viss um að hann sé mikið í ópíumstemmingunni en þó skemmtileg tilbreyting frá black light og dúnka dúnka tónlist.
Seint út og seint heim og vaknaði líka seint. Ætlaði að drífa mig í leikfimi þar sem ég var ekkert þunn en komst einhvernveginn ekki í það. Ætlaði að fara útí búð til að kaupa kók og vatn og eitthvað svona en komst heldur ekki í það. Ætlaði að elda eitthvað en átti ekkert spennandi svo við vorum á leið út á macdonalds í fyrsta skipti í marga mánuði en þá kom Vincenso heim, stóri bróðir rauðhærða ítalans. Þar sem hann var í heimsókn pöntuðum við bara pizzu dáldið myglaðar um tíu leytið en þó fanst siggu það skylda að kíkja út. Maginn á mér var lítið spenntur fyrir rauðvíninu en ákvað þó að kíkja út á Habana Vieja sem er pínkulítill kúbanskur staður sem ég fíla mjög vel.
Það varð bara fínt kvöld úr þessu og ekki skemmdi fyrir að þarna inni sáum við þann fagrasta hóp af ítölskum strákum sem ég hef augum litið. Aldrei séð svona marga vini sem voru svona hrikalega sætir og spennandi, týpur en ekki ítalskir hnakkar. dustaði snarlega af mér manninn sem starði á okkur til skiptis en kom svo með línuna ; Kemurðu oft í hingað....... hvað heitirðu..... viltu dansa..... ertu hrifina af cúbönskum dönsum.... Með tilheyrandi blikkum og tónfalli. Mamma mia, hann fullkomnaði svo ímyndina þegar hann hálftíma seinna kom að sigrúnu þar sem hún sat við borðið og sagði nákvæmlega það sama við hana. Spænsk/ítalska flagara aldrei á diskinn minn takk fyrir.
Sem minnir mig á það að ég er búin að lofa mér á deit á morgun með manni með krullur sem ég veit ekkert um. Hann fékk símanúmerið mitt í nóvember held ég og ég aldrei hitt hann síðan, mér finnst einsog hann hljóti að vera bilaður að hringja ennþá í mig um miðjan febrúar þegar ég hef aldrei talað við hann en það kemur í ljós. Kanski eignast ég annan vin. Við erum á fullu að safna liði því næsta laugardag höldum við RISA partý hérna heima með öllu tilheyrandi. Fengum svo smá áfall þegar Miranda fór að spurja hvort það kæmu ekki örugglega stelpur líka...... því við þekkjum svona þrjár stelpur og þrjátíu stráka. Það er nú ekki okkur að kenna, bæði eru strákar miklu opnari ( ja við okkur allavega) og svo eru þeir bara hreinlega meira hressandi. Ítalskar stelpur eru margar bara heima og ekki úti á djamminu, einsog vinkona hennar siggu úr skólanum sem býr á heimavist rekin af nunnum þar sem hún verður að vera komin inn fyrir hálf ellefu. HÁLF ELLEVU.
Eftir habana ætluðum við svo á stað sem heitir Millennium og nokkrir af sætu strákunum komu líka auk mauri, davide og vincenso. Því miður lokaði á okkur um leið og við vorum komin inn og enduðum við þá í götunni okkar, kúrekabúllan er alveg hætt að standa fyrir sínu eftir að Rafaello og Maurio hættu að vera alltaf þar. Þeir héldu stuðinu sífellt í gangi með allskonar rugli en nýja fólkið er ekki nærri eins skemmtilegt. Aftur á móti er ég alltaf að rekast á barþjónana og fastagestina á hinum barnum..... allir saman að djamma. Já þeir eru yndælir allir saman. Áðan fór ég svo í göngutúr að kaupa sígarettur og þá hoppar einmitt Maurio út af barnum og heimtaði að ég kæmi aðeins að spjalla við hann. Fannst nú vera alltof langt síðan ég hefði komið að djamma hjá honum. ´Var að spá hvort ég ætti að bjóða öllum barþjónavinum mínum í partýið ...... eitthvað myndu hinir hlæja þá
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home