Hosted by Putfile.com





Ég hef löngum vitað að stundum vanti uppá skipulag hjá mér enn í dag þá fann ég meira fyrir því en venjulega. Byrjaði auðvitað á því að ég stillti vekjaraklukkuna mína í gærkvöldi á korter í níu næsta morgun. Hugsaði mér gott til glóðarinnar að ég næði meira segja að fara í sturtu áður en ég færi í tímann klukkan tíu. Aldeilis að taka daginn með lærdómstrompi og fleiru, sérstaklega þar sem þriðjudagskvöldið fór í bjór eftir tímann klukkan sjö og svo bíóferð með norsku krökkunum (Big Fish eftir Tim Burton, mér fannst hún bara þó nokkuð fyndin) og auðvitað meiri bjór eftir það með norsku pari ogírsk/þýsku pari. Tók mig vel út sem fimmta hjólið og líkaði bara vel.

Hljómar ekki flókið, en þar sem ég enn einu sinni gleymdi að taka símann minn af silent, þá hringdi vekjaraklukkan ekkert og ég svaf vært til rúmlega ellevu án nokkurra áhyggja. Hélt ég hefði bara vaknað á undan klukkunni og var hissa á því. Jæja, þýðir ekki að svekkja sig of mikið, þar sem ég hef ekki mætt seinustu tvær vikur í morgun tímana þá veit ég ekki af hverju ég er að missa. Allavega, mín bara róleg heima og býr sér til cappucino , spjallar við samleigjendur , skolar af sér I sturtu og röltir svo í mestu makindum í þrjú tímann. Mikil ósköp er fallegt að vera til þegar sólin skín örlítið undan gráum skýjunum og lýsir upp torgin og turnana og á torginu eru stúdentamótmæli gegn stríðinu með röndóttum PACE fánum á hverju strái auk þess að kynntar eru kosningarnar í háskólanum sem eru á næstu vikum. Mikið finnst mér vanta þennan stúdenta fíling í reykjavík. Jæja tíminn er frábær og ég finn mér sífellt nýjan starfsvettfang í huganum, af hverju er ekki til námsbraut sem leyfir mér að læra heimspeki, mannfræði, listfræði og tungumál í einum pakka? Mæti svo í næsta tíma, undarlegt að það er ekki pakkað á göngunum sem venjulega eru reykmettaðir þar sem allir reykja þar fyrir neðan -bannað að reykja- skiltin. Í stofunni þar sem fólk venjulega á í hópslagsmálum um að ná í sæti og þurfa ekki að sitja á gólfinu voru bara nokkrar hræður og tók meira segja eftir því að einn eða tveir horfðu einkennilega á mig. Jæja, ég stimplaði það bara á að ég líti kannski út fyrir að vera útlendingur og kippti mér ekkert upp við það. Kennarinn mætir loksins og ég finn mig svitna örlítið. Því hún var lítil og dökkhærð seinast þegar ég vissi en ekki þybbin og gráhærð með fangið fullt af ljósritum sem átti að deila á alla. Fokk, hef ég ruglast á stofu..... en ég er búin að vera í þessum kúrsi í þrjár vikur og hann á að vera hérna alla dagana....á þessum tíma..... skyndilega roðna ég í kinnunum því ég mundi að hann er alls ekkert klukkan fimm a miðvikudögum, heldur klukkan eitt. Þar sem ég mætti ekki í seinustu viku mundi ég það bara engan veginn. *Fyrsti möguleiki er að play kúúl og þykjast alltaf hafa verið þarna eða standa upp og valsa út einsog alvöru útlendingur sem veit ekki hvar hann á að vera. Jæja þar sem hið síðara er satt ákvað ég bara að hegða mér samkvæmt því. Helvítis, þar fóru góðu plönin og ég komst bara í einn tíma í dag.

Hið alvarlegasta af klúðrunum mínum í dag er hins vegar líka skammarlegast af öllu. Sem sagt seinasta föstudag fórum við sigga í myglu dauðans að taka dvd myndir. Hérna í götunni er týpa af sjálfsala og til að eiga kort verðuru að vera skráður á heimili. Sem við erum auðvitað ekki og notum alltaf kortið hans marco friðar. Af snilld okkar tókst okkur að taka myndirnar heim og gleyma kortinu í vélinni. Sem þýðir að þú getur ekki skilað myndunum, en borgar fyrir hvern sólarhring og klukkutíma sem þú hefur þær og skuldin safnast upp að eilfífu. Shit. Þar að auki er friðurinn ekki þekktur fyrir að vera friðsamlegur við svona hluti og þorðum við því ekki að segja honum frá þessu. Síðan eru liðnir margir dagar, héldum að það væri lokað, héldum að bara marco gæti sótt kortið, sigga fór til frakklands, og ég mundi ekkert eftir þessum bévítans spólum. Loksins í dag dreif ég mig á staðinn með von um að brosa fallega og tala með hreim og allt væri gleymt. Nei, feiti sveitti vörðurinn var ekkert glaður að ég væri mætt, gaf mér þó kortið en tilkynnti að ég gæti ekki skilað fyrr en búið væri að borga upp skuldina. Eðlilegt peningaplott, en ég átti ekki von á að sektin væri slík að ég þyrfti að borga yfir þrjátíu evrur fyrir myndirnar. Ætlaði meira segja að bíta í það súra epli og fór í hraðbanka en fékk ekki réttan seðil fyrir vélina og allar búðir lokaðar. Svo helvítis myndirnar eru hérna heima með mér og safna ennþá frekari skuldum. Mér finnst næstum einsog það heyrist tikk takk í þeim...... Sjúklega absúrd að labba lengst til að fara í ódýrustu búðina og kaupa lélegri en sparsamari mat til að treina krónurnar og eyða svo matarpeningum heillar viku í svona rugl.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com