Hosted by Putfile.com





Konudagurinn. Festa delle donne, 8.mars. Götusalar á hverju horni sem selja litla gula blómvendi í tilefni dagsins. Fólk segir til hamingju með daginn því þú ert kona. Það er bara gaman að vera kvenkyns á svona dögum jafnvel þótt ég hafi ekki fengið blóm og eigi ekki mann sem ætti að muna eftir mér. Það er kannski ágætt því þá getur hann ekki gleymt mér.... he hehe. Ég spurði svo Mirante hvort ekki væri líka til festa degli uomini eða karladagur, en hann sagði mér að þannig séð væri þetta líka hátíðardagur karlanna því einmitt á þessu kvöldi eru allskonar uppákomur og stelpur flykkjast út saman að djamma. Hlutur sem ekki gerist endilega mikið að ítalskar stelpur fari einar út og fái sér í hægri tánna, svo þeir fá stjörnur í augun yfir væntanlegri bráð á hverju horni. Reyndar held ég að þetta sé einmitt misskilningur, því stelpurnar fari út saman án karla til að djamma saman án þeirra en ekki til að veiða eða vera veiddar. Nóg framboð af slíku á venjulegum kvöldum, en eitthvað verða þeir að hafa greyin sem eiga engan dag. Nema pabbadaginn.

Sigga skrapp til suður frakklands á sunnudaginn í heljarþynnku eftir djammið kvöldið áður. En þar sem hún var búin að lofa vinkonum sínum að koma skreið hún út úr húsi með ólgandi maga og dúnk í höfði og náði lest klukkan tvö. Þvílík ánægja hlítur að hafa verið að sitja í ruggandi lest í 10 klukkutíma. Svo kerlan ég er ein í kotinu, ja eða þannig með hinum fimm. Einsog venjulega spurning um þessa blessuðu peninga sem vaxa ekki á trjánum hér frekar en annarstaðar. Reyndar er mikið svekkelsi í gangi að hér vex bara ekkert á trjánum ennþá, komið fram í marz og ennþá snjóklessur hér og þar. Fuss og sveiattan bara. Sá samt fyndnasta hlut í heimi í gærkvöldi, á einu af torgunum var grafa að vinna við að fjarlægja snjóinn og moka honum upp í vörubíl. Þvílíkt hatur á snjó! moka honum útúr borginni og búa til snjóhól fyrir utan svo við borgarbúar þurfum ekki að horfa uppá þetta þegar við göngum um..... og fólk á launum við snjóeyðslu.... sæi það í anda á íslandi. Eyða peningum skattborgara í eitthvað sem gerist sjálfkrafa þegar hlýnar.... Þó get ég þakkað fyrir að gera notað hina morðfjárdýru kápu sem ég fjárfesti í og alla fimm treflana sem ég á. Er eitthvað absúrd við það að vera með marga trefla og vettlinga en engar stuttbuxur? Sést á fataskápnum mínum að ég kem úr köldu loftslagi.

Jæja kerlingin fékk svo upphringingu i gær frá stelpu sem ég kynntist í seinustu viku, sem bauð mér að koma út með henni og vinkonum hennar í tilefni dagsins. Leist mér bráðvel á það enda eru þær hressar og skemmtilegar og skemmtum við okkur bráðvel, ein er frá feneyjum og þar af leiðandi með einn skemmtilegasta ítalska hreim sem til er. Hin er frá Napoli og hefur ýmis einkenni suður ítalíu fólks, hress með afbrygðum og sífellt brosandi og talandi. Ótrúlegt hvað sumt fólk er algjörlega laust við allt sem heitir feimni og talar við allt og alla og án minnstu vandræða. Fórum að byrja með á stað þar sem var afmæli hjá vini þeirra og var ég litli múmínálfurinn á svæðinu, hin hvíta rauðhærða ég bara féll ekki beint inn einsog flís við rass. Þó hið besta mál, allt mjög lifandi og opið fólk svo ég skemmti mér. Allir forvitnir hvaðan maður sé og þegar ég svara því fékk ég svör allt frá; hvar er ísland hef aldrei heyrt á það minnst - til óhhh hefur alltaf verið draumurinn minn að fara þangað. En yfirleitt alltaf; hvað í ósköpunum ertu að gera hérna? á stað sem þessi grúppa hangir nánanast eingöngu á, nýpönkarar með dreddahanakamba, spreyað hár, jónu í einni og hundsól í hinni. Allir eiga hunda, það er næstum partur af outfittinu. Best er ef þú nærð að líta út einsog þú hafir sofið úti í mánuð og aldrei farið í sturtu. Kannski einn af hverjum tuttugu er virkilega í þeirri stöðu en flestir er bara í tísku. Þegar ég hef séð suma vera að spila á eitthvað og betla smáaura, allir með nýlitað hár og hundrað piercing á öllum mögulegum og ómögulegum stöðum, þá á ég erfitt með að ímynda mér að fólk sé raunverlega blankt. Taybuxurnar mínar vöktu einni athygli því hann hafði aldrei séð gular og vildi vita hvar ég hefði fengið þær. Glotti þó við tönn þegar ég upplýsti að ísland væri málið.

Stelpan frá napolí skammaði mig þó fyrir að tala of lítið, af hverju ég væri svona þögul? Þurfti aðeins að hugsa mig um, því það er ekki á hverjum degi sem fólk segir mér að ég tali of lítið. Þótt ég telji mig ekki vera sérstaklega feimna þá á ég alveg mín móment sem silent bob. Svo er það líka spurning um tungumál, þótt ég telji mig færa í flestan sjó með ítölskuna - að minnsta kosti gera mig skiljanlega og skilja þá hugsa ég yfirleitt á íslensku og þegar venjulega maður bablar um hluti sem maður er að velta fyrir sér sem skipta engu máli þá finnst manni ekki taka því að þýða það yfir þegar er um ómerkilega hluti að ræða. En ég öfunda fólk sem er svona opið, áhyggjulaust og fljótfært. Kemst sífellt betur að því að miðað við fólk frá suðri er ég hreinlega stíf og feimin. Þau grínast bara og klappa manni á öxlina og segja já en þú ert líka frá norðri þar eru allir stífir, nákvæmir og akkúrat og enga vitleysu. Sem furðar mig mikið því þessi lýsingarorð finnst mér ekki hafa neitt með mig að gera. Það finnst mér vera lýsing á þjóðverja.... sjáiði bara steriotýpusjúkdóminn sem hrjáir okkur öll. Svo ég velti fyrir mér hvort það sé bara misskilningur hjá mér..... ég sé í rauninni mjög skipulögð, lokuð og skynsöm eða hvort þau hafi bara hreinlega ekki skilið hvernig persóna ég sé. Málið er auðvitað að allt er relatívt. Hvað er relativo á íslensku? Skilyrt..... Afstætt.... Fer eftir því við hvað er miðað.

Þessum stelpum á ég samt eftir að kynnast betur, klikkum bara vel saman og fílum meira segja svipaða tónlist. Hún er meira segja búin að plana kareoki kvöld heima hjá sér sem ætti að verða hressandi uppákoma. Merkilegt nokk að ég komst að þvi að ástæðan fyrir því að hún fer yfirleitt seint út er að kærastinn hennar lenti í einhverskonar vandræðum með lögin og má ekki vera úti milli ellefu á kvöldið og átta á morgnanna. Þannig að hún eyðir tíma með honum til ellevu og þá fer hún út með vinum sínum. Deilir því auðvitað ekkert með honum, afbrýðisemi er ekki af skornum skammti hérna og því auðveldara að segjast bara vera að fara heim. Henni líkar þó staðan vel því hún fær bæði sem hún vill, kærastann til fjögurra ára sem er búin að ræða við pabba hennar um giftingu. (hvað meinarðu? ræða við pabba.....fornöld) Og frelsi þar sem hún djammar með þeim sem henni henntar. Þessi heimur....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com