Hosted by Putfile.com





SUNNUDAGUR 28.MARS

Í nótt breyttist tíminn í sumartíma. Sem þýðir að klukkan tvö varð hún þrjú, ég hef oft áður verið í útlöndum þegar þetta gerist en ég venst því einhvernvegin seint. Tekur mig marga daga að vera viss um hvað klukkan er..... gleymi kannski að stilla klukkuna i símanum, eða þá að einhver klukka á heimilinu eða í miðbænum er á öðrum tíma og er ég því alveg laus við að vita hvað klukkan er Í ALVÖRUNNI. Einsog núna veit ég ekki hvort klukkan er sjö eða sex, svo sem flækir ekki lif mitt mikið á sunnudegi en samt ef hún er sjö ætti ég að fara að huga að kvöldmat bráðum.... En svona er gott að búa sjálfur ég borða bara þegar ég verð svöng.

Veit ég hef ekki sinnt neinni tilkynningaskyldu undanfarnar vikur og er ástæðan saman í hnút leti og taugaáfallið yfir netreikningnum. Svo hef ég líka verið duglegri en nokkur sinni (hérna úti allavega) að lesa fyrir próf og einsog venjulega naga ég mig í handabökin yfir að hafa ekki dembt mér í þetta af meiri alvöru fyrir löngu síðan. Er alveg sokkin ofan í bók um Cromofobiu, lithræðslu nútímans í ýmsum formum og fleiri bækur um liti í listum og bókmenntum. Á milli þess er ég að velta mér uppúr gagnrýnni fyrirbærafræði lista, rannsóknir Wittgenstein á merkingu tungumálsins og reyna að setja saman nokkuð heilsteypta kenningu í hausnum á mér að sjálfsögðu á ítölsku til að flytja fyrir prófessorinn og viðstadda áhorfendur á miðvikudaginn.

Sjúkdómurinn minn sem ég kýs að nefna “á morgun er nýr dagur” hefur þó ekki yfirgefið mig og tel ég líklegt að engin lækning finnist meðan ég lifi. Einkenni hans voru þau að við sigga fórum bara í búð og keyptum sítrónuostaköku og súkkulaði og tókum dvd myndir til að eyða laugardagskvöldinu heima. Þannig komum við okkur undan samviskubiti því við vorum ekki að djamma og eyddum sama og engum péningum. Svo er svo gott að eiga fyrirfram borgað videokort sem maður borgar bara 1,5€ fyrir mynd. Tókum session með The Human stain með Nicole Kidman og Anthony Hopkins og Dogville e. Lars von Trier einmitt lika með Nicole Kidman. Komu báðar á óvart og fröken nicole fékk ennþá fleiri plúsa í bókina. Mér finnst hún allavega vera virkilega sannfærandi í öllum þeim hlutverkum sem ég hef séð hana í.

Föstudagskvöldið var þó kómískara þar sem sigrún var búin að sannfæra mig um að taka að mér það hlutverk að plokka upp hárið á henni í hettu til að lita rótina. Fyrir fáfróða þá er það gúmíhetta sem er troðið á hausinn á fólki með milljón götum og svo eru plokkaðir upp lokkar á víð og dreif með heklunál. Uppplokkaða hárið er svo litað og út koma strípur. Eða í hennar tilviki laga gamlar strípur. Ég vissi nú ekki í hvað ég var að koma mér og bjóst við svona tuttugu mínútna vinnu, en þeir sem þekkja siggu gera sér kannski grein fyrir að hún er með mjög mikið af hári. Þykkt ljóst hár niður á mitt bak og þar af leiðandi varð þessi skemmtun að rúmum einum og hálfum klukkutíma. Hún hafði einhvernvegin náð að sannfæra mig í búðinni að ég þyrfti nú eiginlega líka að lita á mér hárið.... þótt ég hafi verið með minn eigin lit í nokkur ár og þóttist bara sátt. Jæja fundum lit sem var aðeins rauðari en minn en mjög eðlilegur og hún notaði sín hárgreiðslugen í að þetta myndi lífga upp á litinn og gefa fallegan glans. Ég er svo auðveld viðureignar að mér leist vel á og því fékk hún að klína í mig lit líka með hettuna og plastpoka utanum. Þegar ljóst var að hvorug okkar var að læra opnuðum við bara rauðvínsflösku sem daniela hafði skilið eftir og sátum í ágætis yfirlæti með plastpoka á hausnum, sígarettu og rauðvín í eldhúsinu. Voða ánægð að allir strákarnir væru ekki heima. Eftir rauðvínið rákum við augun í opna rommflösku og pepsí í ískápnum og blönduðum okkur í glas, út um annað munnvikið ..... ekki meira kók.... .réttu mér kveikjarann....

Skyndilega okkur til ofsalegrar skelfingar heyri ég hurð opnast og einhvern ganga um.... kræst er einhver heima? Við með tónlistina á fullu, rommíkók og plastpoka á hausnum inni í eldúsi þegar fyrr höfðum tjáð öllum að nú væri sko pása á öllu því við þyrftum að LÆRA. Sigga hendist til og felur rommflöskuna og rétt nær að hlamma sér í stólinn þegar friðurinn mætir framhjá með krumpuð augu og úfið hár... rekur upp stór augu þegar hann sér útlitið á okkur en heldur þó áfram á klósettið. Shitt..... sigga hafði gleymt hettunni í vaskinum þar sem hún þornaði í sakleysi sínu. Við dóum næstum úr hlátri þegar við heyrðum undrunarröflið í manninum, á dauða sínum átti hann von fyrr en að finna gúmmíhettu með götum í vaskinum þegar hann í sakleysi fer að spræna.

Engin skaði skeður, enda öllum sama hvort við séum að læra eða ekki og samviskubitið er því algjörlega fyrir okkar eigin hönd. Aumingja marco hafði ekki einu sinni hugrekki í að spyrja hvað þetta væri, kannski er hann mikið inní tækni í háralitun eða var hræddur við að vita til hvers þetta væri.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com