Hosted by Putfile.com





Það rennur enn blóð í þessum æðum, þótt það mætti halda að því hafi verið skipt út fyrir bjór eða brennivín þessa síðustu tvær vikur. Góði parturinn er að ég er hætt að vera þunn, fyrir vana þá er þetta einsog svona hringur. Og einnig tími til að loka þessum hring. Afsökunin er þó sú að það hefur verið gestagangur hjá okkur, og maður getur nú ekki annað en verið gestgjafi og farið með sitt fólk á rétta staði. Svo ég er búin að vera í fríi í Bologna, sem þýðir út að borða og dýrt bardjamm og ferð og flug alla daga til að skemmta sjálfum sér og öðrum. Svo komu náttla móment með dvd og pizzu inná milli einsog óhjákvæmilegt er.....

Öðrum orðum búin að hafa það ótrúlega gott og kláraði fjárráðin fyrir þennan og næsta mánuð snarlega. Bjarni sigguhubby var hin besta skemmtun og stóð undir öllum sínu orðspori af djammi þrátt fyrir að vera í rómantískri turtildúfuferð. Þau sýndu það og sönnuðu að það er vel hægt að gera bæði í einu enda einróma samþykki að bæði betra sé málið í þeim efnum. Allavega svona í viku..... Hann mætti klifjaður rúmum þremur kílóum af Londonlambi frá mömmu hennar siggu, ásamt páskaeggjum og örugglega þrjátíu sósupökkum. Mamman er nefnilega ennþá traumatized eftir dvöl sína hérna þar sem ekki er hægt að finna neinar sósur, knorr er bara rétt að stíga fæti sínum hingað og bara súpur og teningar enda er ítalir ekkert brjálaðir í sósur á kjöt yfirhöfuð. Ég hafði ekkert heyrt í foreldrum mínum í nokkrar vikur og vissi líka að þau hefðu hlegið að mér ef ég hefði heimtað páskaegg svo ég keypti mér bara mitt eigin ítalska páskaegg og græddi svona líka fínt dót sem er einsog pínkulítil súpervifta. Mjög kröftug og kemur sér vel í prófalestri í hitabylgju og svitakasti.

Bjarni lét nú ekki vanta Brennsann og harðfist og marga poka af söli handa langþyrstum valkyrjum í pastalandi. Þó ég hafi viðurkennt á íslensku svo engin af hinum heyrði að ég hafði bara aldrei svo ég muni gerst svo fræg að smakka brennivín fyrr en hérna. Rann bara ljúft niður og best með harðfiskinum. Líka gaman að skella staupi í ítalina sem tóku því nú bara rólega og sögðu það smakkast vel, enda grappa hérna jafnvel meiri viðbjóður en brennsi. Ja, mar ætti ekki að vanmeta litlu greyin. Sem maður skyndilega sá betur að voru litlir þegar við vorum með bjarna og gunnari hinum norska. Menn báðir á tvo metra og þó nokkuð axlabreiðir, ljósir yfirlitum og bláeygðir með langar lappir miðað við þá sem rétt slefa í 175. Vorum ekkert að leiðrétta þann misskilning að ekki allir menn á íslandi væru um eða yfir tvo metrana.

Ómögulegt að segja frá öllu sem á daga okkar hefur drifið, enda búnar að vera duglegar í öllu saman. Allt frá bjór á Irish og fótboltaglápi (by the way real madrid er úr keppni, og milan skíttapaði um daginn) Dagsferð til Feneyja í helli helli dembu þar sem allir voru rennandi blautir og brosandi með safnferð á galleria d´arte contemporanea þar sem ég fyrsta skipti á ævinni sá original Klimt, Kandinsky, Miró, Vedova, Afro, og marga marga marga aðra. Útað borða með rauðvín og strætóferð með fljótabátnum eftir stóra kanalnum með útsýni yfir húsin og torgin og kirkjur og dómur í kvöldlýsingunni. Ólýsanlegt. Út að borða meira og djamm hér og þar og allstaðar. Páskamáltið, risa londonlamb með öllu, forréttur gratíneraðar kartöflur, ferskt salat, fersk jarðaber með marssósu og vanilluís, rauðvín, bjór, brennsi, róm í kók, norska parið sem er æði gæði, belgisk vínkona, þýskir strákar sem voru litlir í anda og stærð. Próf sem ég á að taka, en mun ekki gera því ég hef ekkert lært. Guði sé lof að maður hefur mörg tækifæri.... annað munnlegt í maí...... Bjórsamsæti á stúdentatorginu í sólskini og alltaf einhver með gítar að syngja...Augnsýking eftir ofnotkun á linsum, gat ekki opnað augun og sá ekkert fyrir táraflóði hélt ég yrði blind en það lagaðist þó sem betur fer. Í gær videokvöld hjá norska parinu, sem endaði á að vid gleymdum videoinu en borðuðum frábæra fiskisúpu og kirsuberja ís og því meira af brandy og rom í eftirmat.

Í stuttu, lífið er búið að fljúga framhjá seinustu tvær vikur og fallega og skemmtilega. Nú verður þó meira um hrísgrjón með súputening í matinn og laugardagskvöld yfir bókum. En það var alveg þess virði að hafa það svona gott í “fríinu” okkar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com