Skrítnir hlutir en gerast....
Þar sem ég vildi ekki vera póstþjófur þá ákvað ég að skilja bréfið eftir og ef engin tekur það í meira en viku þá álykta ég að þetta sé stílað á mig. Mun keep you posted um þessa ráðgátu dagsins.
Er búin að vera sérdeilis heimisleg þessa dagana, draga upp saumakittið sem mamma sendi mig með og stoppa í göt á töskum og peysum og meira segja breyta einum buxum. Meðan ég sat einbeitt við saumaskapinn í dag datt mér í hug að ég vildi endilega elda fisk ( fórum í búð um daginn og versluðum fyrir öldina og þar með örugglega fimm kíló af frosnum fiski, eftir matarleysi i mánuð þá létum við eurokortin bjóða uppá næringarríkan og hollan mat, ekki meiri endalaust hveiti.....) Jæja, ég dunda mér við að finna uppá uppskriftum og fór í búðarleiðangur fyrir nauðsynlega fylgihluti einsog hvítvín, sítrónur og eitthvað dót. Það er fyndið að í þessu hverfi eru endalausar míníbúðir einsog allstaðar á ítalíu, ein með ost, önnur með grænmeti og önnur með kjöt ogsfr. Svo þar fullkomnaðist húsfreyjutilfinningin þegar ég rölti um með poka og pinkla og spjallaði við eina um hvaða hvítvín væri betra og keypti grænmeti hjá tannlausa kallinum sem ekki er búin að finna um reiknivélina og reiknar allt í höndunum á hvíta pappírinn sem hann vefur síðan grænmetinu inní. Frábær kall. Selur grænmeti, mjólk, vín og endalaust úrval af hreinsivörum. Einkennileg blanda.
Fyrir utan þessa heimilistendensí þá höfum við ekki látið okkur vanta í næturlífið, rólegheitakvöldið í gær hófst með rauðvini og realityshow senu á MTV og endaði auðvitað í morgun í nachos á kúrekabúllunni í götunni. Það er alltaf gott að þekkja starfsfólkið á börunum, fáum orðið alltaf aukaskammt með aukaosti og aukasósu og aukabjór og borgum ekki nema einn þriðja af því sem við pönntuðum upphaflega. Góður díll það. Prófsenan fór líka vel, eftir að hafa legið við taugaáfalli yfir að reyna að lesa fáránlegt magn af efni á þrem dögum ( skipulagið breytist aldrei, ég mun aldrei geta breytt um námstækni) þá mættum við í munnlega píningu og fimm klukkutima hangs með sveitta lófa fyrir utan stofuna. Kennarinn okkar er lítil og skorpin norn með aflitið hár og þá skrækustu og mest óþolandi rödd sem ég hef heyrt, hún er haldin ofsóknaræði og mikilmennskubrjálæði og stressið lagaðist lítið þegar við sáum hana henda einu stelpugreyi öfugri út eftir fimm sekúndna próf. Lukkan sannaði að hún væri okkar megin ( örugglega eftir að ég steig í hundaskítinn fyrir jól) og þegar var að koma að mér og hjartað sigið niður í buxur þá stóð hún upp, sveipaði um sig jakka og sagðist þurfa að skreppa og lét aðstoðarstúlkuna sjá um prófin í bili. Sú var bara nokkuð góð við mig og ég náði að koma nokkuð vel frá mér köflum úr nútímalistasögunni. Fékk 26/30 sem ég tel bara fínt þar sem ég var ekki búin að lesa fullkomlega sumt aukaefnið en ég veit að ég hefði átt að geta fengið hærra þar sem ég tók nú part af þessari listasögu í fyrra í HÍ og fékk 9 þar. Þó sátt við mitt, get ekki annað en dáðst að siggu fyrir að stappa inn allri þessari þekkingu á einni helgi og koma því frá sér skammlaust, ekki á allra færi að leggja á minnið nútímalistasögu vesturlanda einsog hún leggur sig á eins skömmum tíma, hún fékk ekki himinhátt en þó fína einkunn og var í skýjunum yfir því enda búin að kvíða því hræðilega að þurfa að koma aftur í júlí til að klára þetta.
Jæja lömbin mín, ég er búin að lofa fólki að elda eitthvað gómsætt og best ég vindi mér í mataseldina......
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home