agalegt
Ég verð að hryggja alla sem biðu spenntir eftir framhaldi á sögunni um leyndardómsfulla bréfið með að ég er engu nær. Skyldi bréfið eftir á póstkassanum og horfði á það forvitnum augum í hvert skipti sem ég fór út eða inn. Ætlaði að taka það einn daginn þegar ég kæmi heim og þá var það HORFIÐ. Kom inn sveitt og móð og æst og sagði danielu að það væri horfið, og enginn veit neitt. Hún tekur samt þátt í æsingnum og stökk á stelpuna sem býr fyrir ofan til að spyrja hvort einhver að nafni ásta byggi í þeirra íbúð og enginn kannaðist við það. Þar sem í einni íbúð býr dóttir eigandans sem þau þekkja og hinu megin hjón um nírætt þá lítur ekki út fyrir að neinn hafi átt þetta bréf.... og svo hvarf það bara sporlaust og ég fæ aldrei að vita hvort íslensk ásta gift ítala búi hérna..... dularfullt...
Svo fæ ég komment á seinasta póst hvort sögurnar séu sannar og ég sé að ganga út.... ég kannast ekkert við að hafa sagt orð um mín karlamál af þeirri einföldu ástæðu að þau eru ekki til. En ég er forvitin að vita hvaða sögur ganga um rækjuveiðar mínar milli vina á íslandi, gott að ég get skemmt einhverjum með ímynduðum hösslum. Ég skal bara ímynda mér með ykkur að ég sé gengin út og á leið að stofna fjölskyldu á suðurítalíu og elda pasta og eignast fullt af litlum dökkeygðum börnum....
Fer að setja inn pasta uppskriftir og prjónauppskriftir af barnafötum á næstunni í stað djammsagna....
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home