Svo sem ekki í fyrsta skipti á ævinni sem við upplifum hitabylgju en það er þó gríðarlegur munur á því að vera í fríi eða reyna að framfylgja eðlilegu lífi og vera að kafna allan tímann.....læra þegar maður er hálf lamaður er mjög pointless. Vaknaði eftir djammið í gær og leið einsog ég væri í ullargalla undir dúnsæng og það hefði ekki verið opnaður gluggi í húsinu í nokkur ár. Fyrsta hugsunin var að rífa mig úr öllu og rífa upp gluggana og anda að mér fersku lofti, komst ekki langt með það þar sem ég get ekki rifið mig úr skinninu og ef ég opna gluggana þá svifur inn helmingi heitara loft með vélgufum frá götunni. Ferskleiki er kannski ekki orðið sem mér flaug í hug. Þó ekki hægt að segja annað en að það sé sjarmi yfir því að rölta úti í hitanum og sólinni svo lengi sem maður þarf ekki að vera neins staðar á vissum tíma, eða á leið heim úr búð með tólf lítra af vatni í fanginu. Verður bara að segjast einsog er, við erum bara ekki vanar að svitna svona, fólk er ekkert að kippa sér upp við það hérna þótt það sé blautt af svita. Vaninn sigrar allt. Eftir prófið á mánudaginn ætlum við að reyna að komast á ströndina, í Perscara hjá Rauðhærða Ítalanum og vinum hans, uppáhaldsumræðuefni allra stúdenta að komast í sjóinn til að kæla sig og ferskan sjávarandvara. Ég reyndi að stinga uppá að hægt væri að fara í eina af mörgum sundlaugum í borginni, en það finnst þeim bara sorglegt, skítugt og ósjarmerandi. Héldu ræðu um hvað það væri agalegt að fólk væri ekki alltaf með sundhettu og það væru hár útum allt og klórlyktin sem dræpi mann, ljótt sterílt umhverfi og hávaði. Höfum ekki enn orðið þeirrar ánægju aðnjótandi að sjá slíka laug, en er viss um að þær standast ekki beint samlíkingu við laugarnar heima.... enda okkar strandir fyrir utan gervistöndina í nauthólsvík.
Allt hægt að gera annað en að læra, hiti hefur heilaslökkvandi áhrif, sólin krefst útiveru og freknusöfnun, margir í kringum okkur eru í fríi og aginn og krafturinn er að yfirgefa mig. Brotnaði á fimmtudaginn þegar prófið frestaðist fram á mánudag og fórum út á lífið með nokkrum sambýlingum og norsku vinum okkar, í föstudagskvölið sat ég með bækurnar í fanginu og horfi á keppni í sjónvarpinu fyrir nýjar danspíur í skemmtiþáttinn og Camp Jim á Mtv þar sem dramatískur og amerískur Jim tekur nokkuð vonlaust fólk sem hefur dreymt um það allt sitt líf að vera klappstýrur og á tveim vikur gerir úr þeim eðal hvetjendur. Áhugavert í hörmuleika sínum og við sigga erum að skilja innri anda klappstýruíþróttarinnar, að sjálfsögðu er þetta rosaleg reynsla fyrir alla og þeir verða breyttar manneskjur. Þetta er djúp íþrótt og mjög andleg, alls ekki bara pæjur að hrista sig. Jahá, svona lærir maður líka milli þess að kynna sér listasögu, heimspeki og bókmenntir...... Jammsa, maður lærir meðan maður lifir.....
Þennan sunnudag hefur að vísu rignt viðstöðulaust sem er gott og frísklegt þótt það hafi ekki smitast á okkur sem erum búnar að flatmaga með bækur í náttfötum og var að panta pizzu. Laugardagskvöld með Ljósmyndasögu fór út um þúfur þegar Rauðhærði og vinur komu óvænt í heimsókn rétt fyrir miðnætti og þar sem einbeitingin var búin þurfti ekki miklar fortölur til að við skelltum okkur út í bjór. Enduðum á nýjuð stað sem heitir Villa Serena, aðeins fyrir utan miðbæinn en ég mun syrgja það ávallt að hafa ekki drifið mig þangað fyr. Risastór grasbali með stórum trjám plantað í kring og á milli þeirra hengirúm. Já hengirúm!!! Útibarir og borð og bekki og fólk allstaðar og sat á grasinu í spjalli. Inni er dansgólf og var spiluð aldeilils hressileg rokktónlist. Ja mar gæti sagt 11 í yfirstærð með garði.... Núna á sumrin er opið alla daga vikunnar svo við munum eflaust ná að kíkja þangað aftur. Komumst heim á lífi þótt bílstjórinn okkar hafi verið búin að fá sér full mikið í hægri tánna, höfðum vægast sagt ekki mikið traust á rathæfileikum hans né athygli en þar sem hvorug okkar hefði gert betur var valinn sá valmöguleiki að loka augunum og klemma rasskinnarnar og vona að við myndum skilast á réttan stað. Ábyrgðartilfinning er ekki að sliga marga hérna og ekki okkur heldur virðist vera.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home