Hosted by Putfile.com





Hef tjáð mig um það áður að ekki gengur alltaf allt eftir plönum hérna í háskólanum en þessi mánuður hefur verið versti hingað til. Nenni ekki að tala um það en prófasenan fór í steik í seinustu viku, of mörg próf á sama tíma of mikið stress of mikið rembingur og allt fór í steik. Ætti að taka þrjú próf næsta þriðjudag og miðvikudag. Sem ég á eftir að lesa fyrir og á morgun förum við til Pescara að fagna afmælinu hennar Mariku og fara á ströndina. Löng saga en við áttum að gista hjá rauðhærða manninum og vini hans því faðir vinarins ætlar að mála okkur. Hmmm erfitt að ímynda sér en jebb svo virðist sem hann ætli að gera okkur ódauðlegar á þriggja metra málverki. Eigum að koma og borða ( hann hefur þær kenningar að fólk sé eðlilegast þegar það borðar) alvöru lambasteik frá Abruzzo enda er lambið og kindur yfirhöfuð einkenni héraðsins.... bara einsog heima ha... Búið að standa til í marga mánuði beðið eftir sól og prófum ogsvoframvegis en núna var allt planað, áttum að leggja í hann í dag um hádegið en þegar ég sendi honum skilaboð um hvenær hann ætti að sækja okkur þá hringdi hann í mig frekar aumingjalegur þar sem hann var á spítala. Tókst einhvernveginn að slasa sig á handlegg og því verður að fresta málunarsenunni.

Úps, gistingalausar í pescara varð vandamál en ein hurð lokast og önnur opnast og kom í ljós að fjölskylda Maurizio á sumarhús í pescara og við megum vera þar fram á helgi. Strandarhús, sól og sjór og fullt af mat og drykk, getur ekki verið annað en skemmtilegt og sé ekki að ég muni opna bók þar..... Ætlum að reyna að finna andlitsliti og mála íslenska fánann á alla!! Hæ hó jibbí jei og jibbí jei Góða skemmtun allir heima

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com