Hosted by Putfile.com





Heimurinn er hættulegur staður. Allt að gerast á Ítalíu, fangarnir þrír sem lifðu af fangelsun í Írak var bjargað í gær. Sá fjórði var drepinn fyrir framan myndavél fyrir tveimur mánuðum sem staðfesting á alvöru þeirra og með fylgdu skilaboð til Berlusconi að ef hann kallaði ekki heim allt ítalskt herlið í Írak yrðu hinir drepnir líka. Svo virtist sem ekkert væri gert í málinu og það nánast þaggað niður, sem sagt hætt að fjalla um það í fréttunum ( næstum allar sjónvarpstöðvarnar eru í eigu fyrirtækis Berlusconi) en loks í gær var þeim bjargað og eru komnir heim. Allar stöðvar fullar af fréttum um þá og hvernig ítalska stjórnin hefði unnið að þessu hörðum höndum. Auðvitað veit ég ekkert meira um þetta, en af video upptökunum sem sýndar voru úr íranska sjónvarpinu þá fullyrtu fangarnir að það hefði verið farið vel með þá og fengið nóg að borða, reyndar var kommentað á að þeir virtust hafa bætt aðeins á sig í fangavistinni svo kannski var þeim bara sleppt. Vonandi verður skýrari umfjöllun í fréttunum á næstunni.

Svo var sprengja á Piazza Maggiore í Bologna. Aðaltorgið í miðbænum sem við löbbum yfir oft á dag og sitjum oft þar líka, þetta var víst ekki mjög alvarleg sprengja Marco Mirante kom heim í gær mjög æstur yfir þessu og sex særðust. Sem betur fer engin dauðsföll, en eftir paranoiuna sem byggðist upp um alla Ítalíu í sambandi við sprengjuna í Madrid þá á maður alveg eins von á að þetta land gæti verið næst. Kannski frekar Róm eða Mílano en samt skrítið að hlutirnir séu að gerast í nálægð við mann, geri mér stundum ekki grein fyrir hvað maður er alltaf “einangraður” á Íslandi og í raun finnst svona hlutir ekki snerta mann mjög.

Allar stórslysabíómyndir eru útí í heiminum og manni finnst næstum einsog íslendingar hefði lifað af geimveruheimsóknir og farsóttir þar sem engin kæmist þangað....eða væri sama.... Nema hvað, í fyrradag vorum við í frekar þunnu ástandi og ákváðum að fara í bíó. Hvað betra en heimsendamynd með litlum kröfum um að hugsa og völdum The day after tomorrow sem er sýnd í götunni okkar. Jæja, það er svo sem pæling með þetta veður sem sífellt breytist og ef náttúran ákveður að breytast þá hefur mannkynið enga von um að stjórna því neitt. Kannski góður tími núna fyrir svona mynd þar sem miklar umræður um gróðurhúsaáhrif, seinasta sumar var fólk að deyja í evrópu vegna hita, í seinustu viku var klaka haglél og þrumuveður á ítalíu sem passar ekki beint við árstímann.... Það sem okkur fannst hálf sjokkerandi en samt næstum því fyndið að öll þessi ósköp hefjast í norðuratlandshafinu undir grænlandi og svo Íslandi svo við hefðum öll verið frosin til dauða áður en nokkur annar í heiminum hefði gerst sér grein fyrir hvað væri í gangi. Talandi um að Ísland sé öruggt land ha.

Myndin var samt örugglega þó skárri á ítölsku þar sem maður heyrði frasana bergmála í gegn og gat skemmt sér yfir klisjuhættinum og hentiseminni ( new york er orðin að frosnum feneyjum en þegar þig vantar mat og lyf þá er einmitt rússneskt skip sem strandaði fyrir utan hjá þér) Þegar hitastig í heiminum fer nógu langt undir núllið til að frysta bensín og hvers konar rafmagnsvirkni þá er nú gott að þau gátu lokað hurðinni á það. Allir deyja í norður ameríku, meira segja forsetaflugvélin hrinur því þeir er of seinir, en veðurfræðingurinn fer fótgangandi alla leið til new york og bjargar syni sínum og öllum hans samfylgdarmönnum. Enda sagði hann við hann ; Non ti preoccupare, ti vengo a prendere!! Með áherslu og innlifun sem útleggðist sem Dont worry (þó heimurinn sé að fara í næstu ísöld ) I´ll come and get you!! Svo við fáum næstum happy ending þar sem þeir sem lifðu af í evrópu og ameríku fóru til afríku og suðurameríku. Nema auðvitað íslendingar dæmdir til að deyja fyrstir.

Fréttir af tvöfalda lífi mínu; Ég tók mig til og tók bréfið sem var stílað á Ástu Giorgini, fannst ég nokkur þjófapési af stela þessu bréfi en það var búið að stara á mig í marga daga frá pósthillunni. Jæja, rýk upp og opna bréfið spennt að komast að einhverju ofsalegu slúðri. Þéttskrifað vélritið bréf á ítölsku. Neeeeiii!! Kosningaáróður. Kæri viðtakandi, kannski þekkirðu nú þegar til pólitísks ferils míns blableblable en ef þú vilt Bologna vel þá kýstu blablable. Kær kveðja Luigi Tanzi.

Það var nú allt. Þvílik vonbrigði. En ennþá stendur spurningin; hvernig datt einhverjum flokki í hug að senda bréf í þessa blokk stílað á Asta?

Það er meira ógeð en ég ímyndaði mér að reyna að læra í þrjátíu stiga hita. Ég er sveitt á bakinu og langar ekkert meira en að fara einhvert út og fá mér ís eða bjór bara. Ekki sitja yfir bókahlassi sem ég mun aldrei ná að klára fyrir föstudaginn. Svo er bara próf í hverri viku fram til 8.júlí. Vorum að spá í að skella okkur í bikiní og láta renna kalt vatn í baðið og breiða handklæði á stofugólfið, þannig gæti maður skellt sér í baðkarið þegar manni er of heitt. Strandarstemming í stofunni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com