Hosted by Putfile.com





Það var liðið alltof langt síðan ég synti síðast í söltum sjó. Þvílíkt yndi að fljóta um í öldunum og flatmaga í sólinni. Auðvitað er ég orðin svört strax eftir tveggja daga sólbað...... ja svona næstum því, freknurnar hafa allavega fjölgað sér aðeins. “Sumarhúsið hans Mauri reyndist vera huggulegt raðhús á tveimur hæðum með garði með grilli og rólu og þægilegustu sólbekkjum sem ég hef prófað, Tré sem var sérstaklega plantað fyrir hengirúmið, sem mér til mikillar raunar fannst ekki meðan við vorum þar...... frá húsinu að sjónum voru tæpir hundrað metrar svo við skelltum okkur iðulega líka í sjóinn á nóttunni eftir djammið. Öllum til gleði þá var eitthvað að vatnskerfinu svo það var ekkert í boði nema köld sturta, minnti sérdeilis mikið á kakkalakkabælið í torremolinos hérna um árið og þá sérstaklega ópin frá guðjóni þegar hann lét bununa demba á bakinu...... komumst þó að því að það var bara hressandi að skella sér í kalda sturtu í garðinum á milli gróðursins.

Aumingja aumingja rauðhærði Gianluca lenti í því að hitarinn heima hjá honum sprakk í andlitið á honum og þess vegna hafði hann verið á spítala, pabbi hans hafði fært til í bílskúrnum og því tókst honum i flýti að ruglast á bensínflösku og díselflösku og kveikti í handleggnum á sér og upp að andliti. Til allra hamingju þá hafði hann gengið frá flöskunni og fékk “bara” fyrsta stigs bruna á höndum og með sviðna skeggrót,hár,augabrúnir. Þarf að smyrja sig í sólarvörn nr.100 og má ekki vera úti í sól í allt sumar, þegar maður býr í smábæ þar sem aðalmálið er að fara á ströndina er það ekki hressandi dómur. Hann og Vincenso tóku þó að sér að vera leiðsögumenn og fóru með okkur útum allar trissur, kynntu okkur fyrir foreldrum (mamma hans er fjörug, varaði okkur við þessum stráklingum sem væru konuætur og ótreystandi,..... minnti okkur á að rauðhærðum væri ekki treystandi og gerði allt til að láta þá fara hjá sér) og vinnufélögum og drógu okkur á djammið á aðaltorginu í Pianella sem er oggulítill bær fyrir utan pescara. Torgið reyndist vera meira einsog breið gata með tveimur litlum börum en sjarmerandi var það. Fórum líka út að borða á stað sem átti að vera með besta arrosticini í Abruzzo sem er lambakjöt í bitum sem er saltað sérstaklega og grillað, virkilega gott og tókum við okkur vel út með olíuna útá kinnar og fljótandi í rauðvíni. Vantar ekki að við höfum borðað á okkur gat í þessu fríi....

Að sjálfsögðu misstum við ekki af leiknum á föstudaginn, Ítalía-Svíþjóð og vorum við aftur að gera út af við strákana með að fagna svíþjóð, voru ennþá í sárum eftir að leikinn við danmörk þar sem við og norsararnir studdum frændur okkar dani með krafti. Heyrði allar bestu afsakanir fyrir útkomunni en sú besta var þó ; Já, en verður að taka með í reikninginn að ítölunum er svo heitt þarna í portugal........ og; þeir fá ekki að hafa kærusturnar hjá sér kvöldið fyrir leik einsog hin liðin...... Allt fundið til. Núna eru allir að spekúlera um að danir og svíar geri með sér samning til að koma ítalíu út, samsæri skandinavíu.... Við vorum samt í hálfgerðum vanda þar sem við höldum líka með ítalíu og viljum ekki að þeir fari út þótt þeir séu ekki búnir að standa sig sérstaklega vel, og Totti hafi komið fram einsog fáviti. (Hann er uppnefndur lamadýrið í fréttum þar sem sú tegund á víst að spíta þegar hún er angruð) búnar að eiga aldeilils fín kvöld með strákunum með endalaust af bjór og grill og snakki. Sit einmitt núna að horfa á strákana syngja ítalska þjóðsönginn, próf í fyrramálið klukkan níu en maður lætur ekki svona fram hjá sér fara. Auðvitað er sýnt hérna ítalía-búlgaría en ekki svíþjóð-danmörk. Hver hefði trúað því að ég sæti og æpti yfir fótbolta með gæsahúð.

Yfir og út, verð að einbeita mér að leiknum. Já alveg rétt tókum próf í dag, náðum báðar!! Á morgun verður að festa tvöfalt!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com