Hosted by Putfile.com





Veðrið getur hreinlega tekið mann á taugum stundum. Rétt eftir að við stauluðumst upp stigann heima með 9 lítra af vatni og nokkrar flöskur af rauðvíni og alla ostana sem ég féll fyrir í búðinni, eftir að hafa rölt um nágrennið í mildum hita og logni og rólegu andrúmslofti dregur ský fyrir sólu. Kolsvört ský og allt í einu byrjar að blása vindur og allir gluggar og hurðir skellast til og frá, allir út á svölum að ná að taka inn föt á snúrum áður en óveðrið skellur á. Á fimmtán mínutum umturnast umhverfið frá sól og blíðu og fuglasöng í snarvitlaust veður þar sem trén bogna og vindurinn rífur næstum niður gluggahlera, rigningin er svo kraftmikil og stórir dropar að út um glugga lítur þetta út einsog brjálaður snjóbylur í janúar. Bíð eftir að gluggarnir hrynji inná við af þessum vindi og rigningu, þegar þrumurnar skekja loftið til að auka á hávaðann eykst krafturinn og maður fer næstum að halda fyrir eyrun. Þá gerist undrið. Rigningin breyttist í haglél. Já, risaklaka köggla á stærð við meðal grjóthnullunga sem dynja á gluggum og þökum og breyta hávaðanum í heimsendadramatík. Einn af gluggunum hjá okkur er brotinn, en undir þakskeggi og tókum aldrei eftir því, við þetta tækifæri þá varð til stöðuvatn á gólfinu hjá okkur og þegar maður labbaði framhjá varð maður niðurskotinn af klakadropunum. Eftir rúmlega klukkutíma dramatík þá stillir smám saman til og sólin skín og heimurinn lætur sem ekkert hafi gerst. Seinast þegar svona skall á vorum við sigga voða glaðar og vildum leika í rigningunni, vorum á leið heim úr matvörubúð með marco og danielu sem búa með okkur og þau kölluðu okkur snargeðveikar og áttu von á að þurfa að sækja okkur á hælið eftir á. Fyrstu mínúturnar var það voða sniðugt, rigndi þrjátíu sinnum kraftmeira en sturta og hoppuðum rennandi blautar um í pollum útá götu ( allir bílar horfnir) Nánast strax varð veðrið samt svo vitlaust að það varð erfitt að fóta sig og rokið reif í mann og droparnir svo stórir og harðir að maður meiddi sig þó nokkuð af þeim og flúðum inn eftir í mesta lagi fimmtán mínutur þar sem krakkarnir heima hlógu bara að þessum kjánaskap en við þó með smá adrealín hláturkast yfir þessum ósköpum.

Hef lúmskt gaman af svona veðri sem springur einsog eldfjall og heldur svo bara áfram að tralla og flauta í afslöppuðum fíling. Þetta veður er samt eitthvað sem á að gerast í ágúst, september eftir hitakastið á sumrin, í þriðja skiptið á tveim mánuðum sem svona hellist á í maí og fólk furðar sig ekki lítið á því. Undarlegt veður, þveröfugt við hitann seinasta ár sem var að kæfa fólk lifandi. Ef einhver hefur svör við þessu eða kenningu um gróðurhúsaáhrif heimsins þá væri það áhugavert.

Verst að við höfðum skipulagt að fara út á lífið í kvöld, en sjáum ekki fram á að ná að plata neinn út núna. Fólk hættir ekki á að lenda í svona og kannski betra að vera bara heima til öryggis. Iss. Smá bleyta stoppar ekki valkyrjur i útþrá.

Í kvöld munum við skála fyrir GEBBU OKKAR sem í dag á afmæli, merkur áfangi það heil tuttuguogþrjú ár, njótum við þess að í tvo mánuði er ég yngri en hún he he og sigga alveg fram í október. Viðurkennum að hún sé eldri og vitrari og tökum hennar ráðum aðeins á þessu tímabili..... Jebb dúllan mín þú ert konan og kóngurinn i þessu samsæti..... he he mér til lukku þá kem ég heim um svipað leyti og ég á afmæli svo þú færð lítil að nýta tækifærið til að stjórna mér..... TANTI AUGURI PICCOLA, ti pensiamo tanto e spero che abbia una giornata bellisima, Baci&braci

Ps. Leyndardómsfulla bréfið stílað á ástu með ítalskt eftirnafn birtist aftur á póstkassanum í dag. Verð að stela því og opna með gufu til að komst að því hver þetta er..... lifi ég tvöföldu lífi og veit það ekki? Á ég mann að eftirnafninu Giorgini? Þjáist ég af minnisleysi og er í alvörunni þrítug og gift? Fylgist með næsta þætti af ítalskri sápuóperu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com