Hörku ánægð í listfræðinni og þessum eina litla ítölskukúrs, lítur út fyrir mjög lesþungan og áhugaverðan vetur og verður sett ritgerða og verkefnamet þar sem hver einasti kúrs byggist á slíku námsmati en ekki lokaprófum. Þýðir væntanlega að ég verð að halda vel á spöðunum og að ég verð komin fyrst af öllum í jólafrí!!
Ég og roomy höfum fjárfest í þráðlausu neti einsog sá helmingur íslands sem ekki hafði slíkt áður enda öllum tekist að sjá að líf á þráðlaus ADSL ekkert líf. Réttlæti þetta bruðl á því að netið getur haft ofan fyrir mér og þannig sparað mér pening í útferðir....aukið leti mína að fara í þéttsetin tölvuver og fólk geti lesið yfir axlirnar á mér.....en þó sérstaklega að ég geti orðið mér útum tónlist.... Jamm og jæja lúxus fyrir litla námsmenn enda eru allir bankar að slást um að troða uppá okkur hverjum frábærum aukalánum og yfirdráttum til að eignast lífstíðar viðskiptavini í skuldum.
Ég er gott efni í slíkan viðskiptavin. Þó get ég ekki legið yfir að tengja þetta blessaða net næstu daga þar sem ég er til skiptis varamamma í grabbanum meðan foreldrarnir bregða sér í sitt hvort landshornið og að afgreiða fólk um lífrænan mat í miðbænum. Ef losnar stund er planid að liggja í námsbókum enda styttist hratt í verkefni.... yfir og út á línuna
Námshestavaramömmulífrænsmatsefgreiðsludama
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home