Samt hef ég lúmskt gaman af því þegar heyrist í herfunni, og glotti sjálf í kampinn þegar ég skellti carmina burana á góðan styrk í gær. Þetta er svona undirförul keppni í að láta hinn vita að þeim sé alveg sama hvað hinum finnst. Heyri enn bergmála frekjulega röddina sem hótaði því að mér og öllum kynsmönnum langömmu minnar yrði ekki liðin nokkur hlutur, Enda hafði gamla konan, nítíuogþriggjaára, fyrir meira en hálfu ári síðan gerst svo kræf að biðja hana að valsa ekki um á klossum allan sólarhringinn því það væri svo mikið ónæði. Þessi á hæðinni fyrir ofan varð alveg trítilóð yfir afskiptum og hreytti í hana öllu illu. Ég veit alveg að amma er ekki laus við skap, hef heyrt af henni sögur að berja fullan mann með stígvéli, en hún er þó kurteis og ekki með leiðindi yfir engu. Rosalega á sumt fólk bágt að vera svona í geðinu, bara hin hreinasta geðvonska og óliðlegheit og ókurteisi við annað fólk. Ég vona bara að enginn verði svona sem ég þekki.
Nú er loks komið að því að ég þarf að skila af mér verkefni og er auðvitað örlítið eftir á í lestri og þess vegna ætla ég að drífa mig á kaffihús og blaðra við aðrar tjellingar um allt annað en það.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home