Helgin fór algjörlega í ekki neitt þar sem ég vann föstud.kvöld og var svo vakin í stresskasti á laugardag þegar einhver var veikur og ég hjólaði í stormi í vinnuna. Auðvitað lét ég heillast af bjórnum hjá stelpunum frekar en að sitja ein og læra..... eyddi viðurstyggilega mikið af pening á barnum, sendi milljón sms til óþekkts ítala bara að gamni þar sem okkur fannst svo ofslega sniðugt að hitta þá sem gerðist aldrei. Vera svo almennileg að hverfa meðan vinkona blikkaði myndarlegan mann og týna henni þar með, en maður á fimmtugsaldri kom ýtrekað til mín til að minna mig á að ég yrði fræg. Drukkna konan með honum var brjáluð og öskraði en hann lét ekki rugla sig og hélt ræðu um að ég ætti að muna orð hanns þegar frægðarstjarnan mín myndi rísa. Þetta par sómdi sig vel inná Amsterdam, eina staðnum sem enn var opinn, meðan ég vil meina að ég hafi ekki átt þar heima. Þau voru ekki hugguleg og þó ég efist um að ég hafi verið það heldur þá ætla ég aldrei aldrei að verða svona. Ojj en viðbjóðslega ruglað. Eitthvað varð lítið úr deginum eftir, sannkallaður þunnudagur en tókst að rétta mig við og mæta í mat heim til mömmu og fékk gott að borða, huggulegt kaffiþamb við kertaljós og gott spjall og uppþvottagrind að gjöf.
Án þess að vera með einhverjar dramatískar yfirlísingar þá get ég staðfest að undanfarnar helgar þegar ég hef ekki farið að djamma hafa verið miklu betri en þessi. Ætti að halda áfram að sleppa því bara og gera eitthvað gáfulegt einsog mamma segir alltaf. Kaupa mér fleiri striga og halda áfram að mála til dæmis.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home