Tækjamaðurinn frá símanum kom loksins í dag. Ekki nóg með að hann hafi hringt þegar ég var í bónus og þannig nánast ollið hjartaáfalli við að hendast í röð og troða í poka og bruna í eskihlíðina þrátt fyrir lokanir og uppgrafna vegi, heldur sat svo maðurinn úti í bíl í korter fyrir utan blokkina. Var að spá í að rölta til hanns og banka á gluggan og bjóða honum inn í kaffi, ég meina kannski væri hann feiminn og að reyna að byggja upp kjark til að mæta á bjölluna. En kannski var hann bara að spjalla um matarinnkaup við konuna hvað veit ég. Jæja hann lætur sig allavega hafa það að koma upp og var voða almennilegur og fulltækjaður af tólum og fannst mér næstum hálfsvekkjandi að segja honum að ég væri eiginlega búin að þessu bara sko, bað hann að fara yfir að þetta væri í lagi en honum fannst það nú óþarfi. "virkar þetta?" uhh já það er allavega sónn og ég kemst á netið. "Jah þá er þetta í lagi." Ok þá. Sem betur fer átti ég eitt verkefni handa honum ss. að koma þráðlausa netinu í ásu tölvu í lag þar sem ég náði bara að tengja hana með kapalnum. Hann potar eitthvað og fiktar í því sama og ég hafði gert. Einni mínutu seinna kallar hann til mín, "ég er búin koma þessu í lag" Noh, frábært hvað var málið? "Það þarf að ýta á takkann og kveikja á loftnetinu....."
Ojjj hvað það var asnalegt móment. Ég fékk sem sagt símamann til að mæta heim til okkar til að ýta á takkann. Kannski var hann glaður að komast í matarinnkaupin fyrir konuna sína.
Get sagt mér til málsbóta að ég hef aldrei fiktað í HP áður og mín mín Dell var ekki með neinar slíkar kröfur á mig að ýta á loftsnetstakka..... Mar lærir sem maður lifir ha. Gleði á alla kanta og við erum á netinu á öllum mögulegm stöðum í húsinu. Fer bráðum að taka hana með mér á klósettið, ja eða bara í bað.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home