Ekki að ofmetnast
Jah, svei mér þá. Vægast sagt að maður ætti ekki að ofmetnast. Var með einhverjar yfirlýsingar um létta próffafílingin í gær þar sem ég hefði verið ein af tveimur af öllum tímanum sem hafði lesið greinina eftir "Focault" Mér til hryllings þá tókst mér að skrifa það vitlaust á fleira en einum stað. Bara svona ef einhver ætlaði að kynna sér hann þá heitir hann Foucault. Snarlega minnkaði próffaskapurinn ha. En kannski er best að skrifa það bara eftir framburði, Fúkó. Held ég kalli hann bara fúkó hér eftir.
Er búin að læra í allan dag, búnar að sitja þrjár sveittar og reyna að semja framsögu í myndun líkamans. Komnar með nokkuð góða hugmynd og einmitt um vin minn hann fúkó. Eldaði fyrir rúmý og Júdith frumraun mína í Tofúrétti með chili,kókosmjólk og sólkjarnafræum með núðlum og var þrusuánægð með það. Ása hefur kannski ekki verið manna frægust fyrir ást sína á skrítnum mat en fannst það bara spennandi, og gaf mér það frábæra hrós að þetta hefði verið skrítast matur sem hún hefði smakkað frá því á japanska staðnum í torre þar sem enginn vissi hvað hann var að borða, en þó mjög áhugavert.
3 Comments:
Hljómar girnilega, ég væri alveg til í að ná höndum yfir uppskriftina
mikið óskaplega hef ég lítið að gera í vinnunni. en svo finnst henni Árnýju okkar alltaf svo fjarstæðukennt að við skulum þekkjast, þannig að nýtt markmið er að gera henni hverft við sem oftast! :Þ
en aftur að fúkó, eruði líka látin lesa svona kalla eins og baudrillard og hann þarna kanadíska, marshall mchvaððanúvar? er það það sem listfræði snýst um?
Ég er reyndar enn að komast að því um hvað listfræði snýst í raun og veru burt séð frá því að fjalla um myndlist, en það er auðvitað hægt á milljón vegu. Erum að lesa fúkó í Myndun líkamans sem fjallar um mannslíkamann í sögunni og samfélaginu og ekki bara listum svo þetta er mjööög vídd hugtak listfræðin. Baudelaire dúkkar upp í öllum möglegum viðfangsefnum en ég las mest um hann í ljósmyndasögunni úti og listheimspekinni, og ef þú ert að meina Marshall McLuhan og td. The Gutenberg Galxy þá var hann almennt elskaður í mörgum ítölskum listabókum allavega í kennaraklíkunni í Bologna (sem skrifa flestir og kenna svipaða hugmyndafræði) en hef ekki heyrt um hann ennþá hérna heima samt.
Skrifa ummæli
<< Home