Hosted by Putfile.com





Það er formlega kominn tími kertaljósa. Ekki halda að ég sé að vísa í árstíðina sem er rétt fyrir áramótin og engin ástæða til að ræða nærri nærri strax. Nei ég meina hvað það er orðið grámyglulegt á morgnanna og dimmt fyrr á kvöldin. Ég kann sérlega vel við vetrarsólina sem virðist aldrei fara lengra en uppá hnén og ákveða síðan að það sé ekki ástæða til að standa upp og leggst aftur niður. Lýsandi fyrir mig líka, og ekki leiðum að líkjast með sólina he he. Föstudagslærdómsrútínan í gangi og kertaljós fylgir með mér hvert sem ég fer í náttfötunum. Þegar rigningin bylur á glugganum þakka ég mínum sæla að þurfa ekki að fara út frekar en ég vil í dag.

Ég ákvað að skrifa næstu ritgerð um pólitíska list á íslandi svo ef einhver skyldi luma á gullmolum um það endilega hafið samband. Svo er verkefni um feminisma í næstu viku svo ég verð alveg sérlega meðvituð ung kona næstu daga, meira en venjulega og ekki ólíklegt að margt sitji eftir og límist við persónuleikann í leiðinni. Það eru heil bókafjöll í íbúðinni minni og ég rembist við að skipta tímanum milli pólitík, listheimspeki og pælingum og svitna við tilhugsunina um allt sem mig langar að lesa í viðbót. Mér endist sko ekki lífið til að kynna mér þetta allt. Óumflýjanlega springa svo fram endalausar hugmyndir meðan ég les og liggur við að ég þurfi að hafa krotbók og dagbók hliðina á mér til að festa þær niður svo þær týnist ekki. Ó, þvílík pína að hugsa um allar þær hugmyndir sem hafa týnst undir drasli bæði andlegu og hlutlægu. Sem sagt fyndið, að þótt ekkert sé að gerast, ég fer í vinnuna einstaka sinnum hitti fólk einstaka sinnum og ekki margt framkvæmt þá er samt allt að gerast í hausnum á mér. Það er vonandi undanfari meiri virkni í bókstaflegum skilningi þar sem ég hætti að kvarta undan tímaleysi og framkæmi bara á nóttunni. Mikið er gaman að fá innblástur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com