Fermingarkjóll á flandrinu
Dróum eins og eina framsögu út úr erminni í gærkvöld/nótt/morgun og fluttum í dag, og heppnaðist bara vel. Buðum uppá súkkulaðikalla og bleikar hauskúpur og fjölluðum um hið ofurlétta efni mannát í sögunni og birtingu þess þema í listaverkum. Nokkuð sátt þótt fúkó greyið hafi mátt bíða betri tíma. Ekki skortur á tækifærum í ritgerðasmíðum enda allt að verða vitlaust í verkefnaskilum. Það fer mér vel að vera stressuð og vinn furðu vel undir álagi. Hvað er málið með veðrið hér á fróni? Þótt ég hafi misst úr einsog einn vetur þá finnst mér of snemmt til að vera svona kalt. Heyri bergmálið af eigin rembingi við að segja ítölum að það sé alls ekkert kalt hérna. Svona er maður fljótur að gleyma næðingnum og frostfjúkinu. Allavega er kápan sem var ljómandi þar ekki að gera góða hluti hérna þótt ég sé innpökkuð í trefla húfur og vettlinga. Lærasmæra alveg í botn næstu daga. Hittumst á msn. Einhver verður að fara að nota þessa glæsilegu kaffivél sem fékk samastað hér eftir afmælið hjá ásu. Gott að græða í leiðinni hehehe.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home