Mánudagshvarf múmínálfs til mæðu
Tel mig hafa afrekað ágætlega enn sem liðið er af deginum. Fór á bókhlöðuna klukkan tíu til að lesa grein sem var ekki í heftinu mínu, taldi öruggt að ég hefði ekki verið að hlusta þegar kennarinn hefði sagt öllum að ná í afrit. Áhugaverð grein, Focault í essinu sínu um hið ósýnilega vald sem stjórnar samfélögum. Hinn auðsveipa líkama sem lætur vel að stjórn og sér sjálfur um að reka á eftir sér að fara eftir reglum, elstist einsog kanína við normið og ´þekkja sjálfan sig, halda sig í formi og bara trúa því að hann sé að gera allt fyrir sjálfan sig meðan það er ósk samfélagsins að hann sé ofurheilbrigður, andlega í mjög miklu jafnvægi og fallegur. Þannig fæst sem mest framleiðni. Getur verið jákvætt eða neikvætt eftir því hvernig maður lítur á málin. Kom svo í ljós að kennarinn hafði hreinlega gleymt að setja greinina í og við ása þar með eina fólkið sem hafði lesið þetta. Einkennilegur próffa fílingur í því. Ánægjulegt.
Lét teyma mig í umferðarógn og datt með inn í OfficeOne en mig vantaði ekkert. Kom samt út með gatara,heftara,penna,glærar möppur og hefti. Fékk þá hugdettu að ég sem ábyrgur námsmaður og leigjandi þyrfti að halda bókhald og reka fjármálin gáfulega. Nú get ég kannski nýtt helv. bókfærslutímana sem ég sat í allt árið í versló. Debit og kredit á allt í heimilisbókhaldinu. Þar með talið afskrif á og lánavíxlar. Endar kannski með að ég fríka og set pabba hagfræðing í málið. Eða nei, hann er næstum hættur að gera þær kröfur til mín að ég hagi mér ábyrgt í fjármálum. Gafst upp og sneri sér að næsta barni. Best fyrir mig að vera ekki að vekja upp þær vonir, get gefið honum innbundið heimilisbókhald í jólagjöf, hann myndi örugglega tárast úr gleði. Jaahh. Mar ætti ekki að ofmetnast. Kannski meika ég bara að vita hvar reikningarnir eru og borga flesta á réttum tíma. Það væri strax framför.
3 Comments:
hurðu, ég fylgist alltaf svo vel með þegar fólk talar við mig sko, en ... hvað ertu aftur að læra? ertu í einhverju meiru en ítölsku? því ég skil ekki hvað focault hafi með ítalíu að gera? ekki það að ég þekki hann neitt rosa vel.
en hvar fékkstu giardini di miró? þurftiru kannski að kaupa hann á ítalíu?
ertu ekki annars bara hress...?
Já ég skil að það gæti valdið misskilningi.... focault skrifaði lítið um ítalska tungu svo ég viti. Nei ég er sko líka í listfræði, þar á meðal listheimspeki. Reyndar er ég bara í einum litlum málfræðikúrs, allt hitt eru fræðilegir kúrsar um mismunandi hluti tengt listum. Helmingur tímanna er einmitt í lhí þar sem þetta er samvinna milli skólanna. Mér finnst þetta mjög gaman þótt verklegu hliðina vanti. Alltaf hægt að vinna sjálfur... hmmm...
Og júbb, allt hið besta að frétta, en af þér? Skrifin í góðum málum?
einhversstaðar í gegnum móðuna glittir nú í það að ég hafi heyrt þetta frá þér á Celtic. Gæti það staðist?
Heyrðu, skrifin ganga upp og ofan, aðalega þó ofan. Mest hörmung hve skemmandi næturvaktir eru. En síðustu næturvaktinni í bili lýkur eftir tæpar tuttugu mínútur.
Skrifa ummæli
<< Home