Rauðvín og hjólasund með málningarslettum
Gleymið fyrri orðum, ég er hjólagarpur og finnst það gaman. Hvað með það að ég hafi eyðilegt buxur því ég var búin að gleyma að þær geta flækst í tannhjólunum, læt það ekki gerast aftur og treð taybuxunum skyldusamlega ofan í appelsínu ullarsokkana áður en ég bruna af stað.
Fór í sund í Sundhöll reykjarvíkur, hef ekki komið þangað síðan til forna þegar ég var í skólasundi þar. Snilldarstaður. Mætti rauð og úfin eftir hressandi hjólatúr í bóksöluna sem dirfðist að vera lokuð og var tilkynnt að mar yrði rekin uppúr eftir hálftíma en mætti endilega taka smá sprett. Var ein með alla laugina ef frá eru taldir þrír litlir krakkar sem busluðu um í smá stund. Sundlaugavörðurinn bauð mér góðan dag og gerði sig næstum liklegan til að bjóða mér kaffi, las siðan moggann spjaldana á milli meðan ég svamlaði mínar ferðir og taldi þær eflaust fyrir mig og kvaddi svo með brosi þegar ég fór. Æði. Skyldi ekki skápinn minn í smá stund þangað til ég fattaði að þetta var ekki skápur heldur klefi. Ekki amalegt að fá einkaklefa í sundi. hahaha
Pabbi og bræður mínir mættu allir í málningargalla með allar græjur og rifu og tættu niður veggfóður spösluðu og pússuðu og settu allt á hvolf mér til ánægju og á morgun verður dæmið klárað og eldhús og bað verður voða fínt. Huggulegt kvalitítæm með þeim þótt ég hafi hálf flækst fyrir því þeir litlu voru búnir að skipta milli sín holunum til að spasla í og tímdu ekki að gefa mér neina. Átti engan mat nema banana og gaf pabba kaffi en hann neitaði að fá sojalatte. Ekki mikið fyrir nýjungar sko. Hann náði samt að bonda við mótórhjólatöffarann og bormanninn mikla sem er búin að brjóta og bramla síðan ég flutti inn á hæðinni fyrir ofan. Hvað annað en upphækkaði patróljeppinn hans pabba sem sat skærrauður fyrir utan blokkina og gólaði á athygli. Góð sena þar sem töffarinn með hendurnar á kaf í vösunum sveimaði í kringum bílinn og sparkaði í dekkinn, hva er´etta margar tommur, helvíti góður maður, hva´r krafturinn ísu? Djöfull flottur mar, viltu selja hann? Pabbi náttla blés út og grobbaði sig af öllum aukahlutunum og hló stórkarlalega við söluumleitunum. Selja uppáhaldsdótið? onei kallinn minn. Slíkt er ekki á dagskrá.
2 Comments:
hahahaha
Hehehe vá hvað ég sé pabba þinn fyrir mér! Snilld ;)
Skrifa ummæli
<< Home