Þynnkukofinn
Þetta er ekki mér að kenna, það var næstum því skyldumæting á oktoberfest og gerður var svo æst að við vorum mættar stundvíslega um sex leitið og allar komnar með krús í hönd og góluðum Braust og reyndum að jóðla. Góð stemming. Ekki seint í rúmið og spræk á laugardaginn sem sannaðist að ég fór með mömmu í bónus, heim í frábærann kjúklingakókosmjólkurrétt og saumaði eldhús gardínur OG dúk með hjálp elsku mömmu. Hún kom líka færandi hendi með diskamottur og allskonar frábærlega skemmtilega smáhluti. Hún er æði.
Allt í volli, of seinar í útlendingapartýið í gamla garði, allar tilbúnar nema ég sem var ennþá með bónuspokann og klósettpappírinn í fanginu klukkan hálf ellefu og ekki sérlega ferst eftir kvöldið á undan, en lét það nú ekki stoppa mig. Smá ilmvatnsskvetta, hársprey og meiri maskari reddar öllu og vorum mættar allar í þynnku óráði með vokdaflöskuna og skemmtum okkur bara bráðvel. Hópgisting í kribbinu að sjálfsögðu en dagurinn í dag gufaði upp. Áttum mjög djúpar umræður um að vandamálið okkar lægi í að helv. mánudagurinn kemur aldrei í þessu lífi okkar. Eða virðist sem að við hoppum bara yfir daginn þar sem maður segir hingað og ekki lengra, nú hefst vikan og ábyrgðin og ekki meiri vitleysu. Mánudagslaust líf. Gátum ekki fundið út samt hvort mánudagurinn kæmi þá þegar maður ákvæði það sjálfur eða hvort einn morguninn væri bara mánudagur og þessu rugli lokið. Með magakrampa úr hlátri af sögum af síðhærðum finnum, stáltungum, íslensku erfiðleikum, ofpizzuáti, tilvistarkreppu, misskilnings, reiðikasts út af maraþon mönnum sem eiga ekkert skilið að heyra neitt maraþon grín, skorti á mönnum eða of mikið af óvelkomnum mönnum, skilningsleysi, skilningslöngun, brennandi lendum einhverra og annarra sem ekki eiga auðvelt með að standa sig, innan við mínútumenn og allt þar á milli og vitneskju að svona dagar eru ekki að gera neinn að betri manneskju og framtaksleysið er óvinur framfaranna. Með von um betri viku og sálarástand í hærra lagi en í dag.
2 Comments:
Bestu þakkir til þynnkukofans fyrir að hýsa mig og fæða í fjarveru húslykla minna. Ég held við þurfum að fara soldið dýpra ofan í þessa mánudagstilgátu því eftir þetta rugl á laugardaginn þá er ég meira en tilbúin að finna minn mánudag.
Takktakk aftur
Ausan
Þynnkukofinn er æði! Enda hækkar íbúatalan þar um hverja helgi hehe ;)
Finnst að næsta helgi ætti að vera lærdómshelgi...
Skrifa ummæli
<< Home