Hosted by Putfile.com





You spin me round round .....like a record baby

Já hemmi minn það er ekki öll vitleysan eins. Lífið er hringur og oft hringavitleysa og ég skil stundum ekkert í því þegar ég held að ég sé komin frammúr einhverju og sé á einhverri línulegri braut til framtíðar að það taki svo bara lúppu og ætli að kippa mér aftur einhvert sem ég ætla ekki að fara. Samt er ég á þeirri skoðun að maður stjórni meiru en maður heldur í þessu blessaða lífi og ráði mestu um hvar maður endar ætla ég bara að lifa samkvæmt því og stefna ennþá í sömu átt. Það að vera sáttur við sjálfan sig kemur ekki frá utanaðkomandi aðstæðum eða velgengni það kemur innan frá og ætti ég því að prísa mig sæla með að vilja vera sú sem ég er og sleppa því alveg að spá í öðru.

Hitti Ella á msn um daginn og hann setti á audiospjall svo ég skrifaði og röddin hans kom útúr tölvunni minni. Snilld. Jájá, ég er öll inní svona tækni en mér fannst það tær snilld að heyra í honum og hlýnaði um hjartarætur. Verð að verða mér útum microfón og webcam og svo ætlum við að borða saman... Eldum það sama, setjumst svo með kertaljós og rauðvín og pasta og snæðum saman kvöldverð. Heehehhe

Ég er svo glöð að eiga þau að þarna heima, stundum er ótrúlegur léttir að fara heim fá eldaðan kvöldmat og kaffi, læralæralæra, mamma gaf mér húfu og vettlinga af sinni brjálæðislega flottu hönnun og las yfir ritgerðina mína og gaf mér ráð og ég át laugardagsnammið hans ísleifs þangað til mér var flökurt meðan ég gerði marxistaverkefni yfir save the last dance.

Þegar ég er svona mikið í eigin heimi þá finnst mér stundum einsog allt sé að fljúga frá mér og næstum einsog ég missi sjónar á raunveruleikanum. Ætti ég ekki að vera að gera eitthvað annað? Ætti ég ekki að vera einhvers staðar annar staðar? Haustið er hálfnað og næstum komin jól og ég var að koma heim frá Ítalíu. Samt er ég alltaf að spá hvað ég ætla að gera næst, hvert mig langar að fara og hvað mig langar að sjá. Er þetta ekki hættulegt að maður gleymi að lifa í núinu? Ef maður er of mikið í framtíð eða fortíð verður alltaf komin ný framtíð og maður naut ekki fortíðarinnar. Já já ég tala í hringi ég veit. En einsog ég sagði lífið er hringur ekki lína. Maður lifir ekki til að komast á áfangastað eða vinna fyrstu verðlaun í lífinu en maður verður að lifa samkvæmt sjálfum sér og geta verið sáttur við það. Annað er rugl.

2 Comments:

Blogger Regnhlif said...

Já hemmi minn, þetta er eins og talað út úr mínu hjarta, held ég, ég fylgi þér ekki alltaf á fluginu þegar þú flýgur í hringi. Lífið er hringur, enda er hann eitthvað svo fullkominn, ekki línan. Línan er einföld og auðskilinn, en hringurinn er hinsvegar óskiljanlegur í fullkomleika sínum. Já, fullkominn hringur er guðlegur.Ég ætla að trúa á hringinn. Þú snýrð mér hring hring, hring eftir hring, eins og geisladiskur, hring hring hring hring.

2:54 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

nohh bara búiðað taka hina færsluna út? já ég veit þetta allt saman líka. bara vona að geðvonskan hætti bráðum hjá mér svo við hjónin getum farið að lifa hamingjusömu lífi með indversku og alþjóðlegu jóga og hreyfingar líferni. eþnískt þema í hlíðunum!

6:57 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com