Konan á klossunum
Það er skelfilegt hvað vikurnar rúlla framhjá á miklum hraða. Það er aftur kominn föstudagur og ég hef ekki farið út með fólki síðan síðasta föstudag!! Þurfti reyndar að vinna þrjú kvöld og passa tvö svo það skilur ekki mikið eftir. Jæja, í kvöld ætla ég að fara út og ætla meira segja að fá mér öl. Ég á það skilið, veit ekki alveg af hverju en af því bara. Reyna bara að vera með í þessu Idolæði sem allir virðast vera með í nema ég, og ekki verra að reyna að dusta rykið af ítölskunni minni og hitta strákana sem eru núna frosnir og skelfingu lostnir að vera á hjara veraldar í ofurkulda. Ok ég verð að éta feitt ofan í mig að það er MIKLU MIKLU kaldara hérna heldur en á Ítalíu. Andskotinn. Að ég skuli hafa haldið öðru fram.
Ég treysti á ykkur fólk að koma að gera eitthvað í kvöld. Enga kuldaskræfutakta hér og hananú.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home