Hosted by Putfile.com





Krumpuð lök og lífsflótti

Djöfull hata ég að vera andvaka. Það er fátt sem angrar mig eins mikið og skríða uppí rúm dauðþreytt og enda svo með að liggja þar og hundleiðast í marga klukkutíma. Búin að skipuleggja næstu árin, gera bókhaldið fyrir jólin og dreyma um fjarlæg lönd þegar ég komst að þeirri niðurstöðu að ástæða svefnleysis væri of mikil hugsun og reyndi að hugsa ekki neitt. Þeir sem það hafa reynt vita að það er ekki hægt, allt fer í taugarnar á mér. Koddinn er harður, það brakar í gardínunni og rúmið er krumpað. Hundrað byltum síðar er ég ennþá vakandi og langar að lemja einhvern og set á tónlist til að róa hugann en þá fer ég bara að hlusta á hana og sofna ekkert heldur. Nei hvað haldiði ég dett útaf og fæ martröð um leið. Hrekk auðvitað upp eftir dottið og er ennþá meira vakandi en nokkru sinni fyrr og komin með garnagaul. Á morgun er meira segja eini dagurinn í vikunni sem ég þarf að vakna snemma.

Eins og sjá má er eini raunhæfi kosturinn að gefast upp eftir fjögra tíma byltur og blogga um það á netinu. Skrítið hvað hægt er að flýja frá lífinu á margan hátt? Er hægt að flýja frá lífinu yfirhöfuð. Er maður ekki lifandi svo lengi sem maður lifir eða er hægt að lifa því gerandi vitlausa hluti. Hér er ég í einhverju námi sem mér finnst geysispennandi og geri fátt annað en að lesa í bókum um hinar ýmsu kenningar ýmissa manna og skrifa ritgerðir. Mér finnst það vera mjög góð leið til að eyða tíma í og vita endalaust meira en fæ stundum hugdettu að lífið sé að verða full bóklegt. Hvar er verklegi parturinn? Getur maður tapað sér í að lifa meira inni í hausnum heldur en með líkamanum og er það verra? Nú myndi descartes vera ánægður með mig held ég, en aðrir fræðimenn sem eru fúlir útí nútímamanninn sem vill helst afneita líkamleika sínum myndu hrista höfuðið. Ætli það sé einhverskonar flótti að sökkva sér í eigin heim og bókaheim og skrifheim. Jæja hvað um það, ég kann þá vel við minn eigin heim sem ég fæ að ráða flestu. Og hvaða rugl er það hvort eð er að maður verði að finna sitt heila sjálf í einhverju fullkomnu innra jafnvægi og réttu samhengi við allt. Að við séum hvort eð er bara sundruð sjálf og engin leið að finna einhverja heild í því finnst mér virka. Hafa bara gaman af því hvað maður er nett kleifhuga hvað sem því líður að blanda saman sól í ljóni og tungl í vog sem bara virkar ekki, þá er hvort eð er ekkert gaman ef maður ætti að vera fullkomlega samkvæmur einni hugmynd um sjálfið og útiloka allt annað. Burt með stimpl um að maður sé svo mikið svona eða hinsegins. En þó ég sé kannski með frábærlega sundrað sjálf og skemmtilega fjölbreytta sjálfsmynd í mínum bóklega veruleika ætla ég að leita eftir að gleyma mér ekki í eigin heimi og taka þátt í hinum þessum þarna úti og eiga gagnlegri samskipti við fólk en að úthella andvökupælingarofsóknum á netinu. Jafnþreytt, jafnpirruð og vekjaraklukkan hringir eftir rúma þrjá tíma.

1 Comments:

Blogger Regnhlif said...

ég bý ekki í raunveruleikanum. ég bý í óraunveruleikanum. alltaf

9:05 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com